ESB sinnar í EES nefnd

Ég hélt satt að segja að þetta hefði átt að vera óhlutdræg úttekt, að skoða ætti hvernig samningurinn hefur virkað hingað til og leggja mat á framtíðina. Meðal annars að kanna hvort fótur er fyrir því að EES samningurinn er farinn að brjóta í bága við stjórnarskrá. Það er sennilega misskilningur hjá mér. Ráðherra ætlar greinilega að fá "rétta" niðurstöðu.

Allir vita að utanríkisráðherra slefar fyrir Brussel og hefur ekki farið leynt með. Það er þó full langt gengið hjá honum að stofna þriggja manna nefnd til að skoða aðild okkar að EES, þar sem tveir nefndarmanna eru aðildarsinnar, annar þeirra fyrrum þingmaður Samfylkingar og setja síðan Björn Bjarnason sem formann yfir nefndina. Einungis örfáir dagar eru síðan Björn skrifaði harðorða ádeilu á Bjarna Jónsson, rafmagnsverkfræðing, fyrir að vogaði sér að gagnrýna Rögnu Árnadóttur um hennar sýn á þriðja orkumálapakka ESB. Ragna, sem á sínum tíma var ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, komst að þeirri niðurstöðu að þessi pakki væri bara alveg ágætur fyrir þjóðina!

Niðurstaða þessarar nefndar hefur verið dæmd ógild, áður en fyrsti fundur er haldinn, enda sjaldan verið talið gilt að hinn seki rannsaki eigin glæp!!


mbl.is Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það stendur heima niðurstaðan engan vegin marktæk.En þau fá laun út árið. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2018 kl. 17:55

2 identicon

En ESB-andstæðingar eins og Björn? Eru þeir hlutlægir?

Alexander (IP-tala skráð) 31.8.2018 kl. 18:49

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er víst að þau verða ekki svelt af aurum í nefndinni, Helga

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2018 kl. 07:51

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi nefnd á að skoða EES samninginn, Alexander, ekki ESB. Og það er rétt hjá þér, Björn Bjarnason hefur vissulega haldið því fram að hann sé á móti því að Ísland gangi í ESB. Fyrir einungis tveim dögum síðan skrifaði Björn þó á heimasíðu sína að þó hann væri andstæður aðild að ESB, þá væri hann hlynntur EES samningnum. Enda er hann einn þeirra sem hægt er að feðra þann samning við, sat á Alþingi í meirihlutasamstarfi þegar samningurinn var gerður og síðan samþykktur, án aðkomu þjóðarinnar.

Þeir sem muna þá tíma, vita að EES samningurinn var upphaflega skammtímasamningur, fyrsta skref inn í ESB. Því er ansi erfitt fyrir þá sem fullyrða í dag, nærri kvart öld síðar, að þeir séu hlynntir EES en á móti ESB aðild. Slíkar staðhæfingar ganga illa upp.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2018 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband