Lög

Ríkissáttasemjari getur komið fram með sáttatillögu, stjórnvöld geta sett lög, hvort heldur er á samþykkt yfirvinnubann eða verkfall. En það er engin leið að setja lög á uppsagnir.

Sáttatillaga felur í sér að samningsaðilar setja deilu sína í farveg sem þeir ekki munu geta haft nein áhrif á og verða að sætta sig við niðurstöðuna. Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma og á meðan ríkir óvissa. Þeir sem þegar hafa sagt upp störfum munu því bíða með endurráðningu þar til niðurstaða næst og meta að henni lokinni hvort sú niðurstaða er ásættanleg, áður en til endurráðningar er gengið. Viðbúið er að fleiri muni segja upp störfum, meðan það ferli gengur yfir og víst að ef ekki næst ásættanleg niðurstað, munu enn fleiri hætta störfum.

Lög stjórnvalda á verkföll eru í raun af sama meiði. Deilan er þá með valdi tekin af samningsaðilum og sett í hendur matsmanna. Niðurstaðan gæti orðið enn verri og enn fleiri hætt störfum.

Það sem ég get ekki með nokkru móti skilið er hvers vegna ekki er hægt að ná þarna samning. Samninganefnd ríkisins hefur haldið því fram að hún hafi boðið ljósmæðrum ígildi 18% launahækkunar. En þó ekki nema um 4% í beinni hækkun, hitt á að koma fram með alls kyns hliðaraðgerðum. Eðli slíkra hliðaraðgerða er að sumar fá ekkert og aðrar mikið og heildar niðurstaðan nær sjaldnast því sem upp var lagt með. Þetta þekkir launafólk þessa lands, enda þessi aðferð ekki ný af nálinni.

Ef samninganefnd ríkisins telur sig hafa heimild til að semja við ljósmæður um ígildi tæplega tuttugu prósent launahækkunar, af hverju í andskotanum er þeim ekki boðin slík hækkun beint á grunnlaun?! Hvers vegna þarf að fela stærsta hluta hækkunarinnar í einhverjum hliðaraðgerðum? Er það vegna þess að samninganefndin veit að endanleg niðurstaða gefur mun minna en reiknidæmin þeirra sýna?

Ástandið er orðið alvarlegt, graf alvarlegt. Ætla stjórnvöld þessa lands virkilega að bíða þar til eitthvað skelfilegt skeður? Þarf virkilega einhver hörmung að koma til, svo ráðamenn vakni?


mbl.is Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka að reyna að skilja þetta. En reyni að skoða báðar hliðar - því það er oft heillavænlegt þegar tveir deila.

Kannski felst þessi mismunur í því að mikill hluti félaga í Ljósmæðrafélagæinu lauk 2,2 ára námi í ljósmóðurfræðum? Eftir gagnfræðapróf. 

Og hefur lengi verið til skoðunar að stytta núverandi nám og fela ljósmóðurnámið inn í 4 ára hjúkrunarnám.

Er ekki ákveðin óbilgirni samnigsaðila ljósmæðra falin í því að þessar í millunni vilji ekki bara vera í Félagi íslenskra hjúkrununarfræðinga og þiggja laun sem hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun? 

Spyr sá sem ekki veit. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2018 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband