Ég vil líka jarðgöng!!

Ég vil líka jarðgöng. Veit reyndar ekki alveg hvar, en það ætti ekki að vera vandamál að finna eitthvað fjall til að bora í. Til vara myndi ég sætta mig við vegstokk. Hann mætti alveg vera bara yfir innkeyrslunni hjá mér.

Getum við ekki öll verið sammála um það Siggi?


mbl.is Vill jarðgöng á Tröllaskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfskipaðir siðgæðisverðir

Þeir leynast víða siðgæðisverðirnir, einkum þeir sjálfskipuðu.

Nú ætla svokallaðir dýravinir í Kína, sjálfskipaðir siðgæðisverðir um hag dýra, að ganga af göflunum og þykir meðferð hunda þar í landi vera hin versta. Lengi hefur verið vitað að hundar njóta lítillar virðingar þar í landi, þó hellst þegar þeir eru komnir á matardisk Kínverja.

En það er ekki matarvenjur Kínverja sem þessir sjálfskipuðu siðgæðisverði agnúast yfir, ekki sú leiðinda venja þeirra að leggja hunda sér til matar. Nei, það er vegna þess að einhverjum datt til hugar að lita hunda, gera þá líka pandabjörnum. Og það sem meira er að viðkomandi leifir fólki að klappa hundunum.

Sennilega eru flestir hundar í Kína sem vildu vera í sporum þeirra lituð, fá reglulega mat og gott atlægi og mikið af klappi og knúsi. Komast þannig hjá því að lenda á matardisk einhvers Kínverja.

 


mbl.is Pandahundarnir eru umdeildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðhausar og sauðkindin

Um nokkuð skeið hefur verið unnið markvisst gegn íslensku sauðkindinni. Ýmis rök telja menn sig hafa gegn þeirri fallegu skepnu og kannski ekki síður gegn þeim sem strögla við að reyna að hafa lífsviðurværi af henni, bændum.

Framanaf voru það greiðslur til bænda sem mesta umræðan snerist um, jafnvel þó slíkar greiðslur séu viðhafðar í öllum ríkjum hins vestræna heims. Ekki eru þær greiðslur þó til að fylla vasa bænda af aurum, heldur til að halda verðlagi matvara niðri. Það kostar nefnilega að framleiða kjöt og ef sá kostnaður á að lenda að fullu á neytendum þarf að hækka laun. Þeir sem hæst létu í þessari umræðu voru gjarnan þeir sem lifðu alfarið á greiðslum úr sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna, ekki í formi styrkja til að framleiða verðmæti, heldur á fullum launum, stundum við það eitt að níða niður þá sem skapa verðmæti og það oft á tíðum á launum í hærri kantinum. 

Svo færðist umræðan til og snerist um landeyðingu, að sauðkindin væri að éta upp landið. Enn eru til sauðhausar sem halda þessu fram, þó þeim vissulega fari fækkandi. Það er nú þannig að landnámsmenn fluttu tiltölulega fátt fé með sér frá Noregi, enda sauðkindin haldin fyrst og fremst til að nýta ullina. Svín og naut voru nýtt til kjötframleiðslu. Á þeim tíma var nokkuð hlýrra en nú og gróður því meiri. En svo tók að kólna og svínahald illmögulegt. Þá kom sauðkindin sér vel, enda harðgerðari skeppna. Engu að síður var fólk í landinu fátt og sauðfé einnig. Það var ekki fyrr en eftir miðja nítjándu öld sem fólki tók að fjölga, hægt í fyrstu en tók stökk er á leið 20 öldina. Sauðfé fjölgaði samtímis. Um 1980 náði sauðfé hámarki, fór yfir 800.000 fjár en hefur fækkað um helming síðan. Talið er að sauðfé hafi aldrei náð að komast yfir 30-50.000 kindur fyrr en á tuttugustu öldinni, lengst af verið undur 20.000 kindum. Landeyðing hefur aftur staðið yfir í aldir. Þar má fyrst og fremst kenna veðurfari og eldgosum, enda veðurfar hér á landi einstaklega hart í um 5-6 aldir, eða meðan litla ísöld stóð yfir. Í öllu falli er útilokað að svo fátt fé sem hér var á þeim tíma er landeyðing var sem mest, geti verið sökudólgurinn. 

Og nú hafa postularnir sem predika gegn sauðkindinni fundið enn eina sökin, til að ásaka hana fyrir. Nú er það prumpið og ropið. Að íslenska sauðkindin sé svo mögnuð að henni muni takast að leggja af allt líf á jörðinni. Þessu er haldið fram í nafni hamfarahlýnunar og auðvitað hlýtur það þá að vera rétt. Það er nóg að nefna orðið hamfarahlýnun, þá má segja hvaða bull sem er!

En skoðum málið aðeins. Annað orð er sem fegursti söngur í eyrum glóbista, en það er "Parísarsamkomulagið". Þegar menn setja það orð í sömu málsgrein og hamfarahlýnun, breytast þeir í snillinga, ef ekki dýrlinga. Í þessu magnaða samkomulagi er talað um minnkun á koltvíoxíð CO2, í andrúmslofti. Og þar komum við að prumpi og ropi sauðkindarinnar. Samkomulagi byggir á viðmiðunartíma og síðan hvað CO2 skuli lækka mikið til annars ákveðins tíma. Þessi upphafstími er árið 1990 og lokaárið 2050, þannig að við erum nánast hálfnuð á vegferðinni. Þó eykst enn losun CO2 hér á landi, eins og reyndar í flestum eða öllum löndum er settu nafn sitt við þetta samkomulag. Eina ríkið sem hefur náð að minnka hjá sér losun CO2 er USA, þrátt fyrir að hafa dregið sig frá samkomulaginu.

Og þá er næst að skoða skaðræðisskepnuna sauðkindina. Eins og áður segir hefur losun CO2 aukist hér á landi frá 1990. Hins vegar má halda því fram að samdráttur í losun þessa lífgjafa hafi minnkað vegna sauðkindarinnar, um meira en 20% á sama tíma. Frá 1990 til 2017, en yngri tölur eru ekki enn útgefnar, hefur sauðfé fækkað hér á landi um 20%. Þar til viðbótar má nefna að innflutningur á kjarnfóðri hefur á sama tíma dregist saman. Öflun heyfanga hefur breyst og fleira má telja til. Því er ekki ofsagt að halda fram 20% minnkun á losun CO2 frá sauðfé, sennilega er talan þó nokkuð hærri. Erfiðlega getur verið að finna annan þátt þar sem slíkur árangur hefur náðst, hvort heldur er hér á landi eða erlendis.

 

 

 


Ríki í ríkinu

Opinberlega var farið að skoða lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands árið 2012. Fram að því var litið á menn sem töldu þetta kost, sem einhverskonar sérvitringa eða jafnvel ekki alveg með fulla fimm. Það er því ljóst að ef Landsvirkjun hefur fengið heimild til rannsókna á þessu sviði, mun sú heimild hafa verið gefin af ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu. Aldrei hefur þetta verið rætt á alþingi og því spurning hvort sú heimild hafi verið lögmæt, ef hún á annað borð var gefin. Kannski hefði þingmaðurinn frekar átt að leggja fram spurningu til ráðherra um hvort og þá hvenær slík heimild var gefin.

Það má líka furðu sæta að Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu landsmanna, skuli vera stikk frí frá því að gefa upp hvernig fjármunum þess er varið og jafnvel komist hjá að svar þeim fulltrúum eigenda sem sitja á alþingi, um sama efni. Hafi fyrirtækið fengið slíka heimild, sem forseti alþingis getur kannski manna best svarað þingmönnum um, er það í sjálfu sér nógu slæmt, sér í lagi án aðkomu alþingis og umræðu út í þjóðfélaginu. Hitt er verra að Landsvirkjun skuli geta haldið leynd yfir þeim rannsóknum, valið að gefa út þær upplýsingar sem henta en haldið öðrum leyndum. Hver er þá áreiðanleiki þeirra rannsókna? Hvað annað er falið fyrir eigendum fyrirtækisins?

Það er ljóst að Landsvirkjun hefur verið í sambandi við væntanlega aðila um lagningu þessa strengs og kaupendur orkunnar. Þó hafa stjórnvöld ekki, svo vitað sé, gert neina samninga um lagninguna eða sölu orkunnar. Kannski forstjóri Landsvirkjunar sé búinn að ganga frá þeim smá málum og þegar það loks kemur fyrir alþingi verði afsökunin á sama veg og með op3, að málið sé komið svo langt að ekki verði aftur snúið.

Það er ljóst að endurskoða þarf stöðu forstjóra og stjórn Landsvirkjunar. Hvort sem heimild hafi verið gefin fyrir rannsóknum á sæstreng, eða ekki, er algjörlega út í hött að þetta fólk geti starfað sem ríki í ríkinu. Landsmenn eiga heimtingu á að fá að vita hver gaf leifi fyrir þessum rannsóknum, hvenær, hversu mikið þær hafa kostað fyrirtækið og þá um leið eigendur þess, hversu langt þessar rannsóknir eru komnar og síðast en ekki síst öll samskipti Landsvirkjunar við væntanlega aðila sem ætla sér að leggja strenginn.

Svona til að árétta þá er Landsvirkjun framleiðandi orku, ekki flytjandi. Því er í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið sé að kanna flutning orkunnar til annarra landa. Það verkefni á að vera í höndum Landsnets, eftir að alþingi hefur tekið ákvörðun um slíkt, eða ACER. Í öllu falli eiga slíkar rannsóknir að vera opnar landsmönnum á allan hátt.

 


mbl.is „Í stuttu máli er þetta óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa hæst sem ættu að sjá sóma sinn í að þegja

Í kjölfar hrunsins var afskrifað lán sem sagt var í eigu eiginmanns Þorgerðar Katrínar. Svo vel vildi til að eiginmaður hennar hafði starfað við einn af föllnu bönkunum og fékk því sér meðferð. ÞKG var þingmaður á þessum tíma og varaformaður Sjálfstæðisflokks. Þó hún staðfastlega neitaði því að vita nokkuð um fjármál eiginmannsins, þá hrökklaðist hún af þingi með skömm og úr sæti varaformanns skömmu síðar, enda öllum ljóst að hjón vita yfirleitt nokkuð um fjárskuldbindingar hvors annars. Upphæð þessa láns var á við eitt þúsund meðallán íbúðakaupenda, á þeim tíma. Þeir þurftu hins vegar margir hverjir að færa bankanum húseign sína og sumir þóttust hafa sloppið vel með það eitt að verða öreigar! Þessi saga mun seint gleymast!

Því ætti Þorgerður Katrín að sjá sóma sinn í því að vera ekki að tjá sig í fjölmiðlum, af virðingu við þá sem misstu sína aleigu í kjölfar hrunsins, meðan hún sjálf hélt sínum.

Sómi ÞKG nær skammt, í stað þess að halda sig til hlés þá stofnaði hún nýjan stjórnmálaflokk, enda frami hennar innan þess gamla þrotin. Hún komst á þing og hefur verið helsti talsmaður þeirra sem vilja inngöngu í ESB, hvað sem það kostar.

Í viðhengdri frétt fer ÞKG hamförum, málar Bandaríkin sem verstu skúrka sem heiminn byggja og krefst að stjórnmálasambandi við þá verði slitið, fórni USA ekki slatta af unga fólkinu sínu í stríði, hinumegin á hnettinum. Ekki fyrir löngu síðan kom svipuð gagnrýni, en þá fyrir að Bandaríkin væru í stríði um allan heim!

Það er fleira sem frá ÞKG kemur í þessari frétt, fyrir utan að Bandaríkin séu upphaf og endir alls hins vonda. Hún nær að tengja þetta loftlagsmálum. Segir umhverfisstefnu Bandaríkjanna vera ógn við heimsbyggðina. Ef Bandaríkin menga svo mikið, sem hún segir, hvers vegna kallar hún þá eftir að þau stundi frekari hernað? Varla er það til bóta fyrir umhverfið?

Reyndar ætti hún að gagnrýna vini sína í Evrópu, fyrir slælega umhverfisstefnu, eða réttara sagt framkvæmd hennar. Þar eykst enn losun loftegunda sem kennd eru við hlýnun jarðar, meðan verulega hefur dregið úr henni í Bandaríkjunum. Vissulega drógu Bandaríkin sig úr svokölluðu Parísarsamkomulagi, ekki vegna þess að þeir vildu ekki minnka hjá sér mengun, heldur vegna þess að í því samkomulagi var ákvæði um að nokkur lönd þriðja heimsins, s.s. Indland og Kína, áttu að fá lausn frá greiðslu fyrir mengun. Og til að ná því fé var ætlast til að Bandaríkin myndu greiða fyrir þessar þjóðir. Sjóðinn varð jú að stofna, enda það helsta markmið Parísarsamkomulagsins. Mengun per se skipti minna máli.

Ef Þorgerður Katrín er svo umhugað um að fara í stríð við Tyrki, því talar hún þá ekki við vini sína í ESB. Þeir hljóta að sinna kalli hennar.

 

Kúrdar hafa mína samúð, en þeim verður ekki bjargað með hervaldi. Ljóst er að ef Bandaríkin færu í stríð við Tyrki munu Rússar skerast í leikinn. Þarna yrði langdrægt stríð sem allir munu tapa á, mest þó Kúrdar. ESB getur auðvitað lítið gert, bæði vegna viðskiptahagsmuna við Rússa og kannski fremur vegna þess að Tyrkir liggja með umsókn um inngöngu í sambandið.

Því eru viðskiptaþvinganir á Tyrki mun árangursríkari, auk þess að Kúrdar munu þá ekkert skaðast.

En kannski er Þorgerði Katrínu sama um Kúrda, kannski vill hún bara stríð.

 

 


mbl.is Vill endurskoða samskipti við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband