Þeir hafa hæst sem ættu að sjá sóma sinn í að þegja

Í kjölfar hrunsins var afskrifað lán sem sagt var í eigu eiginmanns Þorgerðar Katrínar. Svo vel vildi til að eiginmaður hennar hafði starfað við einn af föllnu bönkunum og fékk því sér meðferð. ÞKG var þingmaður á þessum tíma og varaformaður Sjálfstæðisflokks. Þó hún staðfastlega neitaði því að vita nokkuð um fjármál eiginmannsins, þá hrökklaðist hún af þingi með skömm og úr sæti varaformanns skömmu síðar, enda öllum ljóst að hjón vita yfirleitt nokkuð um fjárskuldbindingar hvors annars. Upphæð þessa láns var á við eitt þúsund meðallán íbúðakaupenda, á þeim tíma. Þeir þurftu hins vegar margir hverjir að færa bankanum húseign sína og sumir þóttust hafa sloppið vel með það eitt að verða öreigar! Þessi saga mun seint gleymast!

Því ætti Þorgerður Katrín að sjá sóma sinn í því að vera ekki að tjá sig í fjölmiðlum, af virðingu við þá sem misstu sína aleigu í kjölfar hrunsins, meðan hún sjálf hélt sínum.

Sómi ÞKG nær skammt, í stað þess að halda sig til hlés þá stofnaði hún nýjan stjórnmálaflokk, enda frami hennar innan þess gamla þrotin. Hún komst á þing og hefur verið helsti talsmaður þeirra sem vilja inngöngu í ESB, hvað sem það kostar.

Í viðhengdri frétt fer ÞKG hamförum, málar Bandaríkin sem verstu skúrka sem heiminn byggja og krefst að stjórnmálasambandi við þá verði slitið, fórni USA ekki slatta af unga fólkinu sínu í stríði, hinumegin á hnettinum. Ekki fyrir löngu síðan kom svipuð gagnrýni, en þá fyrir að Bandaríkin væru í stríði um allan heim!

Það er fleira sem frá ÞKG kemur í þessari frétt, fyrir utan að Bandaríkin séu upphaf og endir alls hins vonda. Hún nær að tengja þetta loftlagsmálum. Segir umhverfisstefnu Bandaríkjanna vera ógn við heimsbyggðina. Ef Bandaríkin menga svo mikið, sem hún segir, hvers vegna kallar hún þá eftir að þau stundi frekari hernað? Varla er það til bóta fyrir umhverfið?

Reyndar ætti hún að gagnrýna vini sína í Evrópu, fyrir slælega umhverfisstefnu, eða réttara sagt framkvæmd hennar. Þar eykst enn losun loftegunda sem kennd eru við hlýnun jarðar, meðan verulega hefur dregið úr henni í Bandaríkjunum. Vissulega drógu Bandaríkin sig úr svokölluðu Parísarsamkomulagi, ekki vegna þess að þeir vildu ekki minnka hjá sér mengun, heldur vegna þess að í því samkomulagi var ákvæði um að nokkur lönd þriðja heimsins, s.s. Indland og Kína, áttu að fá lausn frá greiðslu fyrir mengun. Og til að ná því fé var ætlast til að Bandaríkin myndu greiða fyrir þessar þjóðir. Sjóðinn varð jú að stofna, enda það helsta markmið Parísarsamkomulagsins. Mengun per se skipti minna máli.

Ef Þorgerður Katrín er svo umhugað um að fara í stríð við Tyrki, því talar hún þá ekki við vini sína í ESB. Þeir hljóta að sinna kalli hennar.

 

Kúrdar hafa mína samúð, en þeim verður ekki bjargað með hervaldi. Ljóst er að ef Bandaríkin færu í stríð við Tyrki munu Rússar skerast í leikinn. Þarna yrði langdrægt stríð sem allir munu tapa á, mest þó Kúrdar. ESB getur auðvitað lítið gert, bæði vegna viðskiptahagsmuna við Rússa og kannski fremur vegna þess að Tyrkir liggja með umsókn um inngöngu í sambandið.

Því eru viðskiptaþvinganir á Tyrki mun árangursríkari, auk þess að Kúrdar munu þá ekkert skaðast.

En kannski er Þorgerði Katrínu sama um Kúrda, kannski vill hún bara stríð.

 

 


mbl.is Vill endurskoða samskipti við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband