Sauðhausar og sauðkindin

Um nokkuð skeið hefur verið unnið markvisst gegn íslensku sauðkindinni. Ýmis rök telja menn sig hafa gegn þeirri fallegu skepnu og kannski ekki síður gegn þeim sem strögla við að reyna að hafa lífsviðurværi af henni, bændum.

Framanaf voru það greiðslur til bænda sem mesta umræðan snerist um, jafnvel þó slíkar greiðslur séu viðhafðar í öllum ríkjum hins vestræna heims. Ekki eru þær greiðslur þó til að fylla vasa bænda af aurum, heldur til að halda verðlagi matvara niðri. Það kostar nefnilega að framleiða kjöt og ef sá kostnaður á að lenda að fullu á neytendum þarf að hækka laun. Þeir sem hæst létu í þessari umræðu voru gjarnan þeir sem lifðu alfarið á greiðslum úr sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna, ekki í formi styrkja til að framleiða verðmæti, heldur á fullum launum, stundum við það eitt að níða niður þá sem skapa verðmæti og það oft á tíðum á launum í hærri kantinum. 

Svo færðist umræðan til og snerist um landeyðingu, að sauðkindin væri að éta upp landið. Enn eru til sauðhausar sem halda þessu fram, þó þeim vissulega fari fækkandi. Það er nú þannig að landnámsmenn fluttu tiltölulega fátt fé með sér frá Noregi, enda sauðkindin haldin fyrst og fremst til að nýta ullina. Svín og naut voru nýtt til kjötframleiðslu. Á þeim tíma var nokkuð hlýrra en nú og gróður því meiri. En svo tók að kólna og svínahald illmögulegt. Þá kom sauðkindin sér vel, enda harðgerðari skeppna. Engu að síður var fólk í landinu fátt og sauðfé einnig. Það var ekki fyrr en eftir miðja nítjándu öld sem fólki tók að fjölga, hægt í fyrstu en tók stökk er á leið 20 öldina. Sauðfé fjölgaði samtímis. Um 1980 náði sauðfé hámarki, fór yfir 800.000 fjár en hefur fækkað um helming síðan. Talið er að sauðfé hafi aldrei náð að komast yfir 30-50.000 kindur fyrr en á tuttugustu öldinni, lengst af verið undur 20.000 kindum. Landeyðing hefur aftur staðið yfir í aldir. Þar má fyrst og fremst kenna veðurfari og eldgosum, enda veðurfar hér á landi einstaklega hart í um 5-6 aldir, eða meðan litla ísöld stóð yfir. Í öllu falli er útilokað að svo fátt fé sem hér var á þeim tíma er landeyðing var sem mest, geti verið sökudólgurinn. 

Og nú hafa postularnir sem predika gegn sauðkindinni fundið enn eina sökin, til að ásaka hana fyrir. Nú er það prumpið og ropið. Að íslenska sauðkindin sé svo mögnuð að henni muni takast að leggja af allt líf á jörðinni. Þessu er haldið fram í nafni hamfarahlýnunar og auðvitað hlýtur það þá að vera rétt. Það er nóg að nefna orðið hamfarahlýnun, þá má segja hvaða bull sem er!

En skoðum málið aðeins. Annað orð er sem fegursti söngur í eyrum glóbista, en það er "Parísarsamkomulagið". Þegar menn setja það orð í sömu málsgrein og hamfarahlýnun, breytast þeir í snillinga, ef ekki dýrlinga. Í þessu magnaða samkomulagi er talað um minnkun á koltvíoxíð CO2, í andrúmslofti. Og þar komum við að prumpi og ropi sauðkindarinnar. Samkomulagi byggir á viðmiðunartíma og síðan hvað CO2 skuli lækka mikið til annars ákveðins tíma. Þessi upphafstími er árið 1990 og lokaárið 2050, þannig að við erum nánast hálfnuð á vegferðinni. Þó eykst enn losun CO2 hér á landi, eins og reyndar í flestum eða öllum löndum er settu nafn sitt við þetta samkomulag. Eina ríkið sem hefur náð að minnka hjá sér losun CO2 er USA, þrátt fyrir að hafa dregið sig frá samkomulaginu.

Og þá er næst að skoða skaðræðisskepnuna sauðkindina. Eins og áður segir hefur losun CO2 aukist hér á landi frá 1990. Hins vegar má halda því fram að samdráttur í losun þessa lífgjafa hafi minnkað vegna sauðkindarinnar, um meira en 20% á sama tíma. Frá 1990 til 2017, en yngri tölur eru ekki enn útgefnar, hefur sauðfé fækkað hér á landi um 20%. Þar til viðbótar má nefna að innflutningur á kjarnfóðri hefur á sama tíma dregist saman. Öflun heyfanga hefur breyst og fleira má telja til. Því er ekki ofsagt að halda fram 20% minnkun á losun CO2 frá sauðfé, sennilega er talan þó nokkuð hærri. Erfiðlega getur verið að finna annan þátt þar sem slíkur árangur hefur náðst, hvort heldur er hér á landi eða erlendis.

 

 

 


Bloggfærslur 11. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband