Litla gula hænan

Hollt væri fyrir peningastefnunefnd og kannski sérstaklega seðlabankastjóra að rifja upp söguna um litlu gulu hænuna. Tímalaus dæmisaga um hvernig brauðið verður til og hvað um það verður.

Litla gula hænan fann fræ. Hún bað um hjálp til að planta því, en enginn vildi hjálpa. Hún bað síðan um hjálp til slá öxin og þreskja, en enn varð hún ein að sjá um verkið. Hún bað um hjálp til að baka brauðið og enn og aftur þurfti hún að vinna verkið ein. Þegar síðan brauðið hafði verið bakað voru allir tilbúnir að koma og borða það, svo litla gula hænan fékk ekki neitt.

Þannig er þjóðfélagið okkar. Fáir skapa verðmætin en allir vilja njóta þeirra. Þeir sem skapa fá minnst. Megnið fer til þeirra sem síst skyldi, fjármagnsaflanna. Seðlabankastjóri hefur tekið sér stöðu með þeim síðarnefndu.

"Þjóðin getur ekki bæði étið kökuna og átt hana" segir seðlabankastjóri. Það verður hins vegar engri köku að skipta ef áframhald verður á varðstöðu bankastjórans fyrir fjármálaöflin. Nú þegar eru heimilin farin að þjást meira en góðu hófi gegnir og sum fyrirtækin einnig. Með sama áframhaldi verða engar kökur eða brauð bökuð á Íslandi, verður ekkert til skiptanna.

Verðbólgudraugurinn dafnar sem aldrei fyrr og bankar og fjármálastofnanir fitna, þar til of seint er að snúa á rétta braut.


mbl.is „Þjóðin getur ekki bæði étið kökuna og átt hana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband