Íslensk orkustefna eða orkustefna ESB

Landsvirkjun var stofnuð um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. í tengslum við stórhuga áform um rafvæðingu landsins. Til að svo mætti verða, þurfti stórann kaupanda sem keypti jafna og mikla orku. Þannig kom stóriðjan til landsins. Við stofnun Landsvirkjunar var búin til stefna um fyrirtækið, samhliða orkustefnu fyrir Ísland, stefnu sem gilti allt til ársins 2003, er breytingar urðu á. Í stuttu máli var sú stefna um að hér skildi ávallt almenni markaðurinn vera í forskoti orkunnar og þegar fram liðu stundir átti orka til almenning að endurspegla kostnað við framleiðsluna. Þ.e. að eftir því sem Landsvirkjun tækist að greiða niður sínar skuldir og eflast, ætti orka til almennings að lækka.

En svo kom EES til sögunar. Sá samningur var mjög gagnrýndur af mörgum en þó náðist samkomulag minnsta mögulega meirihluta á Alþingi til samþykktar hans. Einkum fyrir þau loforð að hér yrði aldrei látið af hendi helstu auðlindir okkar og aldrei skildi samþykkja nokkra þá reglugerð eða nokkur þau lög sem gengju nærri stjórnarskránni. Þetta breyttist fljótt og nú svo komið að svokallaðir "háttvirtir þingmenn" sjaldan með stjórnarskrá í huga, hvað þá auð landsins.

Sjö árum eftir að Alþingi hafði samþykkt aðild að EES samningnum kom fyrsti orkupakki ESB til samþykktar. Fjórum árum síðar var hann samþykktur af Alþingi, eða árið 2003. Þar með var búið að afsala sjálfstæði þjóðarinnar yfir einni helstu auðlind hennar, orkuauðlindinni.

Fyrsti orkupakkinn var grundvallar breyting fyrir land og þjóð í orkumálum. Hann gerði að engu þá stefnu sem mörkuð hafði verið við stofnun Landsvirkjunar, orkustefnu landsins. Eitthvað merkasta plagg sem Alþingi hefur samþykkt og sýndi stórhug samfara rétt þjóðarinnar til nýtingar auðlinda sinna á sem bestan og hagkvæmasta hátt hátt, ásamt því að tryggja þjóðinni sjálfri ódýra og trygga orku. Nú skildi markaðslögmálið ráða. Orkumál Íslands skyldu nú hlíta reglum EES svæðisins og innri markaði ESB. Það fyrsta sem við landsmenn fengum að kynnast var fjölgun reikninga vegna orkunnar sem við keyptum. Samkvæmt 1. pakkanum skildi aðgreind framleiðsla, flutningur og sala orkunnar. Íslenskri orkustefnu var skipt út fyrir orkustefnu ESB! Grunnurinn undir einkavæðinguna var lagður!

Annar orkupakkinn var um flutning á raforku milli landa, þvert yfir landamæri. Þarna tókst að skilgreina Ísland sem "einangraðan og lokaðan markað". Því má segja að orkupakki 2 hafi í raun haft lítil áhrif hér á landi en viss sigur að ná fram þeirri skilgreiningu að við værum í raun utan þessa kerfis.

Síðan kemur orkupakki 3. Þá sögu ættu flestir að þekkja. Mjög mikil andstaða var við þann pakka á Alþingi, þó í raun einungis einn stjórnmálaflokkur hafi staðið þar vörð þjóðarinnar. Flestir aðrir stjórnmálaflokkar létu sér þetta í léttu rúmi liggja, eða réttara sagt fulltrúar þeirra á Alþingi. Enginn efi er að ef allir þingmenn hefðu kosið samkvæmt stefnu sinna stjórnmálaflokka í því máli, hefði op3 verið kolfelldur á þingi. En þingmenn kusu heldur að fara gegn stefnu sinna flokka, fara gegn þjóðinni. Þessi orkupakki var alger grundvallar breyting á orkustefnu ESB og EES. Stofnun sérstakrar stofnunar, ACER, er skildi sjá um að allir færu eftir þessari sameiginlegu orkustefnu ESB. Flutningur orku milli landa var sett alfarið í hendur þeirrar stofnunar. Svo má ekki gleyma því sem þáverandi utanríkisáðherra taldi svo ofboðslega nauðsynlegt, aukinn aðskilnað framleiðslu, flutning og sölu orkunnar, fyrst og fremst með aukinni markaðsvæðingu. Það sem þó var verst fyrir okkur landsmenn var að með samþykkt orkupakka 3 var afsalað þeirri skilgreiningu sem orkupakki 2 hafði tryggt okkur, að við værum lokaður og einangraður markaður. Þar með vorum við búin að missa endanleg ráð yfir orkunni okkar.

Orkupakki 4 hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi, enda svo sem engin þörf á Því. Þar sem sá orkupakki hafði þegar tekið gildi innan ESB er við samþykktum orkupakka 3, má segja að Alþingi hafi í raun verið að samþykkja orkupakka 4. Enda er orkustefna ESB samkvæmt orkupakka 4 og allar tilskipanir og gerðir sambandsins um orkumál samkvæmt honum. ACER starfar samkvæmt þeim orkupakka einnig.

Smá innsýn í þann pakka. Aukin völd ACER, tilskipun um orkunýtingu, tilskipun um græna orku, reglugerð um innri markað aukin, reglugerð um loftlagsgæði, stofnun eftirlitsstofnunar um samvinnu innan orkusambandsins og margt fleira. Nokkuð þekkileg orð, þegar horft er til umræðunni sem stjórnvöld viðhafa þessi misserin. Eru greinilega búin að samþykkja orkupakka 4, þó Alþingi hafi ekki fengið um það neitt að segja.

Og nú kemur fram frumvarp frá orkumálaráðherra, rétt eins og skrattinn úr sauðaleggnum, um að tryggja heimilum landsins trygga orku. Erum við þá ekki komin í hring? Hefði þá ekki berið betra að sleppa því að samþykkja orkupakka 3 og halda inni þeirri skilgreiningu að Ísland væri lokaður og einangraður orkumarkaður? Eða það sem hefði verið allra best, að sleppa því alfarið að ganga inn í orkukerfi ESB, strax í upphafi? Þá hefðum við haldið okkar framsýnu orkustefnu, er mörkuð var um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þá hefði ekki þurft að taka dýrmætan tíma ráðherrans til að semja frumvarp um sama efni, frumvarp sem, ef að lögum verður, mun verða lögleysa samtímis því að bókun 35 við EES samninginn hefur fengið samþykki Alþingis og reyndar vandséð að muni halda samkvæmt orkustefnu ESB! Reyndar fyrirséð, eins og fram hefur komið í fréttum, að látið verður reyna á þessa lagasmíð Gulla fyrir dómstólum. Þá mun reyna á hvort ACER eða þessi nýja eftirlitsstofnun ESB muni láta til sín taka.

Þessi lagasmíð Gulla, hver svo sem raunverulegur höfundur þess er, enda skiptir það minnsta máli, eru ólög. Ekki að innihaldið sé slæmt, heldur hitt að með afsali okkar yfir orkuauðlindinn ráðum við bara ekki lengur hver fær orkuna okkar. Alþingi hefur samþykkt að þar skuli markaður ráða og samkvæmt því eru þeir sem kaupa forgangsorku alltaf í forgangi. Veit ekki til að heimilin borgi fyrir forgangsorku, enda sennilega erfitt að halda nýtingu á þeim stöðugri og jafnri.

Þeir sem muna þá umræðu er var í samfélaginu fyrir samþykkt orkupakka 1 og ekki síður orkupakka 3, muna að við þessu var varað. Háværar varnaðarraddir voru um hvert stefndi, hverjar afleiðingar þess væru að ganga inn í orkustefnu ESB og auka þá samvinnu enn frekar. En ekki var hlustað.

Maður veltir nokkuð fyrir sér, þar sem áhugamál Gulla liggja mun frekar að því að hér rísi vindorkuver og það sem flest, en því hvernig heimilum landsins gengur, hvort þetta frumvarp sé til þess eins að slá ryki í augu fólks. Hann veit alveg að ACER mun ekki líða slík inngrip í orkumarkaðinn sem frumvarpið gerir. Hann veit einnig að eftir samþykki bókunar 35 við EES samninginn, munu þessi lög að engu verða. Samt heldur hann áfram með málið. Hver er ástæðan?

Í síðasta pistli mínum spurði ég hvort Gulli væri endanlega búinn að tapa sér og endaði hann á því hvort einhverju hefði verið að tapa. Þetta frumvarp hans nú ber ekki merki um að mikið vit sé í kolli hans og enn síður verður sagt um hans getu til að hugsa þegar orð hans um vindorkuna eru lesin. Þar leggur hann að jöfnu smá mannvirki við risastórar vindmillur og segir heilu sveitirnar svo illa farnar af veru stóriðju innan þeirra, að engu máli skipti þó þær séu fylltar af slíkum ófreskjum sem vindtúrbínur eru.

Er Gulli svona vitlaus eða er þetta eitthvað herbragð hjá honum? Er hann að spila með þjóðina, lofa henni tryggri orku, hvort sem hægt er að framkvæma það eða ekki, til þess eins að færa umræðuna örlítið frá sínu helsta hugðarefni, vindorkuáætlunum erlendra auðmanna. Hann hefur vissulega persónulegan hag af þeim áformum, rétt eins og sumir aðrir í ríkisstjórn.

Það er ekki undarlegt að sá flokkur sem lengst af hefur verið kallaður móðurflokkur íslenskra stjórnmála, sé að þurrkast út af þingi. Það er tap fyrir þjóðina. En meðan flokkurinn sjálfur getur ekki valið sér betri forystu er stefnan á einn veg, niðurávið þar til ekkert er eftir!


mbl.is Frumvarpið ekki samið á skrifstofu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir þessi greinargóðu skrif.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2023 kl. 12:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Man hve Bjarni Jónsson varaði þingheim við að samþykkja þennan 3.orkupakka.

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2023 kl. 23:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er lítið að þakka, Pétur

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2023 kl. 06:42

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Helga.

Það er hverju orði sannara, Bjarni hefur staðið sig sem hetja í þessari baráttu. Hann er einnig duglegur við að vara við vindorkuverunum sem Gulli sér í hillingum. Við fáum seint þakkað dugnaði Bjarna til varnar sjálfstæði okkar.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2023 kl. 06:46

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Kærar þakkir fyrir frábæra grein um aðför ráðherra Sjálfstæðisflokksins að fullveldi Íslands í eigin orkumálum. Það eru greinilega annarleg sjónarmið sem ráða för, ekki hagur íslensku þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög var brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í því máli en að mínu mati eyðilagði það mál Sjálfstæðisflokkinn sem sést best á niðurstöðum skoðanakannana. Frumvarpið um Bókum 35 við EES-samninginn gerði endanlega út af við flokkinn. Það getur enginn heilvita sjálfstæðismaður, sem er trúr grunngildum og stefnuskrá flokksins kosið núverandi forystu hans. Þetta er afar sorgleg þróun. Ekki má gleyma því heldur að framsal á fullveldi þjóðarinnar til erlends ríkis eða ríkjasambands varðar við íslensk hegningarlög, jafnvel tilraunir eða tillögur í þá átt. Okkur Íslendinga skortir almennt kjark og þor til berjast fyrir réttlætinu í þessu landi. Það verður þó ekki sagt um þig Gunnar Hreiðarsson. Áfram Ísland!  

Júlíus Valsson, 18.12.2023 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband