Lélegir stjórnendur?

Eru íslenskir stjórnendur fyrirtækja almennt lélegir?

Við þekkjum öll söguna af því þegar nokkrir einstaklingar komust yfir bankakerfið okkar og settu það á hausinn svo fjölskyldum landsins blæddi. Sumir töldu að þar hefðu menn fyrst og fremst verið að sanna þá kenningu að besta leiðin til að ræna banka, væri að ræna hann innanfrá. Eða voru þessir menn kannski bara svona lélegir stjórnendur?

Mörg fyrirtæki voru stofnuð í kjölfar hrunsins, flest þeirra farið á hausinn. Má þar nefna flugfélög og fjárfestingafélög. Þar er greinilegt að stjórnun var léleg.

Íslenskt lyfjafyrirtæki, sem rekið er um allan heim, er rekið með gríðarlegu tapi. Lyfjanotkun hefur þó aldrei verið meiri, hvort heldur er hér á landi eða öðrum löndum hins vestræna heim. Ber það merki þess að hinn íslenski stjórnandi þess fyrirtækis sé góður stjórnandi?

Og nú þarf íslenskt flugfélag að breyta hjá sér afkomuspá, vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Ekki vegna þess að farþegum hafi fækkað svo mikið, einungis pöntunum með skömmu fyrirvar fækkað örlítið og að sögn forstjórans merki um að það sé að ganga til baka. Aldrei hafa verið fleiri ferðamenn sem heimsækja Ísland og þetta ár. Er þetta merki um góða stjórnun?

Þeir sem ekki geta rekið lyfjafyrirtæki með sóma, þegar lyf eru brudd sem sælgæti um allan heim og þeir sem ekki geta rekið flugfélag þegar farþegafjöldi er í hæstu hæðum, ættu kannski að skoða stöðu sína. Kannski hentar þeim betur eitthvað annað starf en stjórnun.


mbl.is Breyta afkomuspá vegna jarðhræringanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fer sjálfsagt eftir því hverjir hagsmunirnir eru.

Sumir virðast geta hagnast ágætlega á því að keyra hverja kennitöluna eftir aðra í þrot.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2023 kl. 19:51

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Varla getur það talist góð stjórnun, Guðmundur.

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2023 kl. 23:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski "góð stjórnun" fyrir þá sem hagnast á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2023 kl. 23:23

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er undarleg skýring á góðri stjórnun. Góð stjórnun fyrirtækja hlýtur að snú að því að reka fyrirtækið sem best. Þannig hagnast eigendur og geta þá umbunað sínum stjórnendum.

Reyndar er hellst að sjá að flest fyrirtæki í landinu séu rekin undir kjörorðinu; "þetta reddast", sem okkar land er að verða þekkt fyrir á heimsvísu.

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2023 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband