Bleikur Land Crusier

Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn festist svo í gömlum kreddum að ekkert annað komist að í höfði þeirra. Allt er réttlætanlegt til að ná þeim kreddum fram.

Meirihluti borgarstjórnar berst enn eins og rjúpa við staurinn í þeirri kreddu að koma á gamaldags almenningssamgöngum í borginni, samgöngukerfi sem helst má sjá leifar af í austur Evrópu, frá tímum kommúnista. Og ekki bara að leitað sé hófanna þar eystra um aðferðafræðina, þá er sömu taktík beitt til að opinbera ruglið. Haldnir eru fundir þar sem einræða er haldin um verkefnið og hver sem þorir að gagnrýna það sagður annað hvort heimskur eða gamalmenni, nema hvort tveggja sé. 

Öllum brögðum er beitt til að viðhalda fáviskunni. Þar sem umferð er þokkalega greiðfær er þrengt að, þar sem umferð er tafsöm má ekkert gera til úrbóta. Peningavitið virðist algjörlega horfið þessu fólki, gerir ekki greinarmun á hvort verkefnið standist einhverjar áætlanir eða ekki. Skiptir þar engu hvort rætt er um tugi eða hundruð milljarða í krónum talið, eða hvort rætt er um hækkanir í prósentum upp á allt að 100%.

Þeir stjórnmálamenn sem svo djúpt sökkva í eigin heimsku eru jafnvel sjaldséðari en að mæta bleikum Land Crusier út á þjóðvegi. Þó eru slíkir stjórnmálamenn ráðandi yfir höfuðborg Íslands!


mbl.is Þung umferð í borginni kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í yfir 20 ár hef ég flesta virka daga ársins keyrt til og frá vinnu, frá og til Hvammahverfis í Hafnarfirði niður á Laugaveg í Reykjavík.  Ég hef ferð mína til vinnu á misjöfnum tíma, stundum kl.5:30 á morgnana þegar engin umferð er og stundum kl. 8:00 á háannatíma.  Ferðin tekur ca. 18 minútur kl. 5:30 en ca. 30 mínútur kl. 8:00, munurinn er ekki meiri en þetta.  Þegar aðstæður eru hvað verstar, bylur og slæmt skyggni eða hálka, þá getur ferðatíminn farið upp í 45-50 mínútur en ekkert umfram það.

Umferðateppa mæ ass.  Þessi borgarlínuþvæla mun í engu bæta samgöngur en verður rándýrt gagnlaust gæluverkefni fyrir vitgranna pólitíkusa sem vilja reisa sér minnisvarða sem með tímanum verður að níðstöng.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.11.2023 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband