Skaðleg fyrir land og þjóð

Það hefur ætíð þótt hyggilegra að bíða með ríkisstjórnarmyndun þar til eftir kosningar. Og enn er nokkuð langt í næstu kosningar.

Flug hins nýja formanns Samfylkingar hefur verið nokkuð skarpt. fallið niður gæti allt eins orðið jafn skarpt. Í raun eru engar forsendur fyrir þessu flugi formannsins, áherslur svipaðar en þó kannski það sem mest virkar að ekkert er talað um inngöngu í ESB, eitt helsta mál flokksins. Margan þingmann Samfylkingar svíður að mega ekki nefna það áhugamál á nafn, en hinn nýi formaður virðist vilja vinna að því bak við tjöldin.

En skoðum aðeins sögu Samfylkingar. Flokkurinn var stofnaður um síðust aldamót og því einungis rétt skriðinn á þriðja áratug í aldri. Á þessum stutta tíma er afrekasaga flokksins vægast sagt skelfileg. Hann var í hrunsstjórninni, síðan í minnihlutastjórn í skjóli Framsóknar og loks í eftirhrunsstjórninni. Þetta teljast víst þrjár ríkisstjórnir þó þær tvær síðarnefndi séu í raun ein og hin sama.

Um hrunstjórnina þarf fátt að segja. Minnisstæðast er þó fylgilag flokksins við suma hrunverjana, rétt eins og fræg ræða þáverandi formanns, svokölluð Borgarnesræða, gaf skýrt í ljós. En hvað um það, Samfylking sat í ríkisstjórn þegar landið fór nánast á hausinn.

Ekki tók betra við þegar flokkurinn hafði skipt um formann og myndað eftirhrunsstjórnina, sem sumir vilja kalla Jóhönnustjórn. Þá fyrst sást hið rétta eðli Samfylkingar. Lofað var að standa vörð um heimilin. Það loforð fólst hins vegar í því að taka heimilin af fólki. Lagst var fyrir fótum erlendra fjármagnsafla á kostnað heimila landsins. Ef ekki hefði komið til afskipti forseta af störfum þessarar ríkisstjórnar, væri Ísland sennilega orðin hjálenda Breta og Hollendinga. Aðildarumsókn að ESB var eitt fyrirferðamesta mál þeirrar stjórnar, sem var að lokum gerð afturreka á þeirri vegferð af sambandinu. Allt það sorgartímabil í sögu Samfylkingar þarf svo sem ekki að rifja upp fyrir fólki, svo stutt sem liðið er frá henni. En endalokin voru skýr, flokkurinn mátti þakka fyrir að lifa af kosningarnar vorið 2013.

Ekki er huggulegra að hugsa um aðkomu Samfylkingar að borgarstjórn. Þar hefur flokkurinn verið við völd í 13 löng ár, síðustu 9 árin með forsetu. Nú er ástand borgarinnar komið á þann veg að skuldahlutfallið er komið langt umfram þau viðmið sem sett voru, svo borgin gæti talist stjórnhæf. Reyndar var viðmiðið hækkað fyrir skömmu, svo ekki þyrfti að grípa til aðgerða strax, af hálfu landsstjórnarinnar, en það var einungis örstuttur frestur. Greiðslufalli borgarinnar verður ekki afstýrt.

Það er því undrun hversu hátt Samfylking mælist í skoðanakönnunum. Ætla rétt að vona að þar sé eitthvað gruggugt í gangi, neita að samþykkja að landsmenn séu svona víðáttu vitlausir. Það er alveg sama hversu fólki finnst um aðra flokka, hvort heldur er til hægri eða vinstri, engum stjórnmálaflokk hefur tekist á jafn stuttum tíma að skaða þjóðina jafn mikið og Samfylkingu.

Það er vægt til orða tekið að segja að Samfylking sé skaðleg fyrir land og þjóð.

 


mbl.is Þegar farin að undirbúa ríkisstjórnarstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hverju orði sannarra. Held að ris Kristínar verði jafn hratt og fallið, helst fyrir næstu kosningar. Allt tal hennar um fjármál er svo fjarri þjóðhagfræði að það væri líkllegra til að setja þjóðina beint á hausinn.

Rúnar Már Bragason, 2.5.2023 kl. 11:19

2 identicon

Þarft verk og gott, að minna á þjösnaskap og illvirki Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.

Oft er flagð undir fögru skinni.

Þó margir hafi trú á hinum nýja formanni, þá er öllum ljóst að flokkseigendafélagið er flagðið,

draugar fortíðarinnar sem véla enn um á bakvið tjöldin.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.5.2023 kl. 12:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er heldur úr vegi að skoða pólitíska sögu hins nýja formanns Samfylkingarinnar.  Hún hóf sinn pólitíska feril í Sjálfstæðisflokknum en varð fljótlega ljóst að þar var engin von um að komast í neina áhrifastöðu.  Þá tók hún sig til og gerðist einn af stofnendum Viðreisnar, það sama gerðist í Viðreisn þar kom fljótleg í ljós að þar voru áhrifastöðurnar mun FÆRRI en þeir sem vildu þær.  Þá kom hún sér í SAMFYLKINGUNA og þar á bæ var NÆGT PLÁSS FYRIR HANA OG MEIRA AÐ SEGJA VAR HENNI FAGNAÐ ÁKAFT og sumir líta reyndar á hana sem BJARGVÆTT SAMFYLKINGARINNAR.  ÉG TEK HEILSHUGAR UNDIR ORÐ SÍMONAR PÉTURS FRÁ HÁKOTI "OFT ER FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI"..........

Jóhann Elíasson, 3.5.2023 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband