Sannur framsóknarmaður

Fyrir utan hagsmunaaðila hafa sennilega engir verið eins ötulir í því að halda Reykjavíkurflugvelli á lofti en framsóknarmenn. Þingmenn flokksins og aðrir flokksfélagar hafa verið duglegir í ræðu og riti í vörn flugvallarins. Þar hefur núverandi formaður ekki látið sitt eftir liggja. Þar til fyrir skömmu.

Framsókn fékk góðan byr í síðustu borgarstjórnarkosningum, undir merkjum þess að nú væri kominn tími breytinga í borginni. Ekki tók þó langan tíma fyrir oddvita flokksins að brjóta það kosningaloforð og gekk til liðs við þann flokk sem borgarbúar höfðu þá hafnað í tvígang. Breytingar í borginni voru ekki lengur forgangsmál. Og formaðurinn spilaði með, rétt eins og sannur Framsóknarmaður.

Nú eru það túlkanir Dags sem blífa. Segi hann að byggja verði við flugvöllinn, samþykkir formaður framsóknar byggingu við flugvöllinn, enda flokkur hans orðinn samherji Dags. Samkomulag sem formaður framsóknar gerði við Dag er ekki lengur heilagt, eða kannski ekki lengur túlkað samkvæmt því sem þar er ritað, heldur er það nú túlkað eins og Dagur vill túlka það.

Í því samkomulagi var sagt að völlurinn skildi rekinn á sama stað þar til annar sambærilegur kostur fyndist, að öryggi vallarins yrði jafn gott eða betra en áður,  þar til nýr völlur hefði verið byggður. Þetta er einföld setning sem segir í raun allt sem segja þarf. Þó hefur Dagur viljað hoppa yfir þessa setningu í samkomulaginu, eins og honum er tamt þegar eitthvað er ekki eins og hann vill. Er með einstaklega sérstakan lesskilning. Og nú hefur mótaðilinn, undir stjórn framsóknar, tekið undir þann skilning Dags.

Sagt er að Framsóknarflokkur sé opinn í báða enda og vissulega er formaðurinn sannur framsóknarmaður.


mbl.is Neikvæð áhrif bygginga á flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband