Firringin í ráðhúsinu við Tjörnina

Það er spurning í hvaða heimi borgarfulltrúinn lifir. Fyrir ekki löngu síðan var mikil hálka á þjóðvegum landsins, jafnvel í byggð á sumum stöðum. Loka þurfti vegum vegna snjóa á hluta landsins. Miðborg Reykjavíkur slapp að mestu en morgunhálka var í efri byggðum borgarinnar. Þó skammvinn hlýindi hafi komið til okkar aftur, síðustu daga, er full ástæða fyrir þá sem þess þurfa að setja naglafdekkin undir. Sér í lagi þeir sem þurfa að fara yfir fjallvegi.

Fyrir nokkrum vikum gerði logn í Reykjavík. Þetta var fagur og bjartur dagur og fjallasýn hin besta. Þegar litið var til borgarinnar var þykkt mengunarský yfir henni, reyndar svo þykkt að vart sáust þar húsin, héðan ofanaf Skaganum.

Ekki voru menn komnir á nagladekkin á þessum tíma, þannig að vart var hægt að tengja þá mengun við nagla. Þarna opinberaðist greinilega sóðaskapur borgaryfirvalda. Í logninu og þurrkinum þyrlaðist drullan upp af götum borgarinnar, enda götusópar eitthvað sem borgfaryfirvöld hræðast.

Hafi Hjálmar svona miklar áhyggjur af svifryksmengun innan borgarmarkanna ætti hann að byrja á því að hreinsa eigin rass, byrja á því að þrífa götur borgarinnar. Vegna þéttingastefnu borgaryfirvalda er óhemju magni jarðefna mokað á stóra flutningabíla og keyrt út fyrir borgarmörkin. Sömu bílar ferðast síðan sömu leið skömmu síðar til að koma með jarðefni til fyllingar þeim holum sem grafnar voru. Öll þessi umferð og allt þetta jarðrask skapar mikla rykmengun. Þetta ryk sest bæði á götur borgarinnar en ekki síður í illa hirt græn svæði, þar sem það liggur og bíður síns tíma. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að víða um land eru sandar, einkum í fjörum suðurlandsins. Þaðan fýkur sandur yfir borgina. Allt skapar þetta síðan sviðryksmengun, sér í lagi þegar þéttingastefna borgarinnar leiðir til þess að stórir og þungir flutningabílar aka um götur hennar af miklum móð og mala rykið niður í svifryk.

Undrun borgarfulltrúans á því að bílaleigubílar skuli komnir á nagladekk er eiginlega toppurinn á heimskunni. Undanfarna vetur hafa bílaleigur verið harðlega gagnrýndar fyrir að hafa sína bíla ekki á viðeigandi dekkjabúnaði. Sú gagnrýni skapast vegna þess fjöld slysa sem hafa orðið og flest hægt að rekja til þess þáttar. Það ætti að gleðja hvern mann að bílaleygur skuli vera að gera bragabót þar á. Langstærsti hluti þeirra er leigja sér bíl eru erlendir ferðamenn. Þeir leigja sér ekki bíl til að ferðast um höfuðborgina, heldur til að ferðast um landið. Það er skammarlegt af stjórnmálamanni, sama hverja skoðun hann hefur á notkun nagladekkja, að láta svona ummæli frá sér. Fyrir okkur sem þurfum að ferðast um þjóðvegi landsins, nær daglega og þurfum að mæta erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. er örlítið meira öryggi að vita til þess að bílaleigur skuli vera að bæta þarna úr. Rétt eins og við sem þurfum að aka þjóðvegi til vinnu, sama hvernig færið er, ferðast erlendir ferðamenn um þessa sömu þjóðvegi, án tillits til færðar.

Að aumkunarverður borgarfulltrúi telji sig hæfan til að gagnrýna lögreglu landsins lýsir kannski best þeirri firringu sem ríkir í ráðhúsinu við Tjörnina.

 


mbl.is Eðlilegt að gagnrýna lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er einn aumasti og lélegasti drullusokkur

sem setið hefur í borgarstjórn ásamt Degi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.11.2022 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband