Hausar fjúka

Það verður ekki annað sagt en að Pútín er duglegur að losa sig við andstæðinga sína, jafnt innan sem utan landamæranna. Minnir nokkuð á ástandið í Rússlandi á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina, þegar Stalín lét sem mest að sér kveða innan eigin landamæra. Geðveikin hjá honum var slík að þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland var Stalín búinn að farga flestum reyndum herforingjum sínum og stóð uppi með höfuðlausan her.

Pútín hefur einnig verið duglegur að farga sínum herforingjum, en virðist þó leggja meiri áherslu á að losa sig við þá sem gætu ógnað honum á viðskiptasviðinu. Í dag eru það jú peningar sem stjórna.

Annars þyrfti sá fréttamaður er skrifar viðhengda frétt aðeins að rifja upp stærðfræðikunnáttu sína. Hann segir Nosov hafa fallið í febrúar síðastliðinn, 41 árs að aldri, fæddan 1978?!


mbl.is Fannst látinn á eyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband