Blessað skammtímaminnið
7.12.2021 | 08:13
Það hefur gjarnan verið sagt að minni kjósenda sé skammt, sérstaklega kringum kosningar. Verra er þegar þeir sem treysta á þetta skammtímaminni kjósenda eru sjálfir haldnir þeim kvilla.
Ólína Þorvarðardóttir gagnrýnir að kísilverið að Bakka hafi fengið tvöþúsund milljónir af almannafé við stofnun. Svo sem ekki fráleit gagnrýni. En man Ólína ekki hverjir voru við stjórnvölin þegar þessi höfðinglega gjöf var gefin? Sjálf sat hún þá á þingi, fyrir samfylkinguna, sem leiddi þá stjórn.
Auðvitað man Ólína þetta, hún er fjarri því að vera heimsk. En þarna, eins og svo oft áður, velur hún að fegra söguna og treystir þar á að skammtímaminni almennings sé bilað. Og vissulega má segja að henni hafi tekist ætlunarverk sitt, að hluta. Skammtímaminni annarra er voru í þessu viðtali virðist ekki ná aftur til síðasta áratugar.
Það er ekkert búið að loka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað man Ólína þetta, hún er fjarri því að vera heimsk. En þarna, eins og svo oft áður, velur hún að fegra söguna og treystir þar á að skammtímaminni almennings sé bilað. Og vissulega má segja að henni hafi tekist ætlunarverk sitt, að hluta. Skammtímaminni annarra er voru í þessu viðtali virðist ekki ná aftur til síðasta áratugar.
Eru allir sammála þessu?
Halldór Jónsson, 8.12.2021 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.