Síminn ekki hleraður

Sameiginlegir sjóðir landsmanna er notaðir til að byggja upp innviðakerfi landsmanna. Síðan eru ýmsir hlutar þess selt sérvöldum aðilum, án þess að eitthvað samhengi sé milli þess verðs sem þeir greiða fyrir þá og þess kostnaðar er landsmenn lögðu til þeirrar uppbyggingar. Þér sérvöldu hafa síðan á sínu valdi þessa innviði og geta gert það sem þeim sýnist við þá, án allrar ábyrgðar. Til dæmis selt þá úr landi ef þeir sjá af því góðan hagnað.

Uppbygging ljósleiðarakerfisins um allt land var þarft verkefni, fjármagnað af ríkinu. Til þeirrar fjármögnunar var málaflokkurinn settur undir þann lið á fjárlögum er fer með samgöngur, að mestu fjármagnaður af vegafé. Því er ljóst að þessi þarfa uppbygging svelti á meðan viðhald vegakerfisins. Nú nýtur franskur fjárfestingasjóður, voru eitt sinn kallaðir hrægammasjóðir, góðs af lélegu vegakerfi á landsbyggðinni. Landsmenn sitja eftir með sárt enni, meðan Síminn telur sína milljarða. 

Innviðir þjóða eru ekki oft settir á markað braskara. Þegar slíkt gerist upphefst alltaf heljarinnar brask með þá, þar sem hluturinn gengur kaupum og sölum uns blaðran springur. Eðli málsins samkvæmt eru innviðir þjóða yfirleitt engum verðmæti nema viðkomandi þjóð. Fyrir aðra eru slík verðmæti einungis froða, til þess eins að græða á meðan einhver lætur blekkjast. 

Hvernig á því stóð að Síminn eignaðist Mílu veit ég ekki. Síminn var seldur á sínum tíma vegna krafna ees samningsins um aðskilnað sölu og dreifinu símakerfisins. Að Síminn, sölukerfið, skuli komist yfir Mílu, dreifikerfið, hlýtur því að vera brot á ees samningnum. 

Hvað um það, nauðsynlegir innviðir sem byggðir eru upp af sameiginlegum sjóðum landsmanna, eiga að vera í þeirra eigu. Annað verður ekki við unað. 

Forsvarsmenn Símans telja sig hafa fengið loforð þessa erlenda fjárfestis um að þeir muni ekki hlera strengina. Það er minnsti vandinn, enda Ísland smátt á alþjóðavettvangi og lítil verðmæti í því sem við segjum. Þá er ljóst að slík loforð frá fjárfestingasjóð eru haldlítil, auk þess sem litlar líkur eru á að þessi sjóður verði lengi eigandi að Mílu. Þessi kaup sjóðsins eru á nákvæmlega sama grunni og öll kaup fjárfestingasjóða, til þess eins að græða á þeim. Um það snýst verkefni fjárfestingasjóða, að ávaxta sitt fé. Þeirra verkefni er ekki að standa vörð samfélagsins, allra síst í öðrum löndum.

 


mbl.is Hefur áhyggjur af innviðum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú gæti komið best í ljós hvaða flokkar eru tilbúnir að standa í lappirnar tengt þjóðarhag.

Þetta stnýst ekki endilega um hleranir 

heldur að nú mun stór hluti okkar fjármuna renna út úr íslenska haagkerfinu og inn í það franska.

Jón Þórhallsson, 23.10.2021 kl. 13:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt málið Jón, þetta snýst ekki um hleranir, heldur mun stærri hluti. Þú nefnir það augljósa, að gjaldeyrir mun nú flæða í stærra mæli úr landi. Einnig má nefna gjaldskrá til notenda. Hætt er við að hún muni hækka og þjónustan minnka. Enda, eins og fram kemur í mínu bloggi, þá eru fjárfestingasjóðir ekki byggðir upp til að efla eða standa vörð um innviði þjóða, heldur eru þeir stofnaðir í þeim eina tilgangi að ávaxta fé sitt. 

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2021 kl. 14:33

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er nú ekki "of seint í rassinn gripið?":

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/10/23/ardian_kaupir_milu_af_simanum/

Jón Þórhallsson, 23.10.2021 kl. 14:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og framkvæmdastjóri Mílu er svo "stropaður" að hann lætur það út úr sér að "FYRIRTÆKIÐ SÉR EKKERT AÐ FARA", það þarf nú ekki að vera neinn spekingur til að sjá að það er í sjálfu sér rétt EN ÞAÐ SEM ER ALVARLEGI HLUTINN AF ÞESSU ER AÐ HLUTI AF INNVIÐUM LANDSINS ERU AÐ FARA Í EIGU ERLENDRA AÐILA og það sem meira er að um er að ræða HAGNAÐARDRIFNA AÐILA sem er skítsama um notendur þjónustunnar svo lengi sem þeirra hagnaður verður nægur að eigin mati.......

Jóhann Elíasson, 23.10.2021 kl. 14:52

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Erum við þá ekki allir sammála  um að það hafi verið

mistök hjá íslenska ríkinu að einkavæða þetta fyrirtæki á sínum tíma? 

Voru það ekki fulltrúar xd sem að gerðu það á sínum tíma? 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2005/07/28/fjarmalaradherra_sattur_vid_soluverd_simans/

Jón Þórhallsson, 23.10.2021 kl. 15:06

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvernig stendur á thví ad thad skuli vera svona

margir glaepamenn á thingi...???

Thetta er ekkert annad en thjófnadur og alltaf

sami flokkurinn sem tengist ollum theim solum sem

hafa verid gerdar med almennings eignir sl. 20 ár.

Sveiattan.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.10.2021 kl. 18:56

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Að hver þjóð veðrskuldi það sem hún kýs yfir sig?".

Segir máltækið.

Jón Þórhallsson, 23.10.2021 kl. 19:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála um mistök fyrri þjóna okkar Jón og gera ekki neitt. Væri ekki nær að rekja upp alla innviðagerðina þangað sem menn tóku að missa niður lykkjur,taka þær upp og klára gripina eins og þeim var ætlað að vera.Það hlýtur að finnast við stofnun lýðveldisins klausa sem sannar að við eigum kröfur í nafni lýðveldisins;líklega í Stjórnarskránni. Það er kominn tími til að við hreyfumst án þess að apa eftir þeim sem heimtuðu að við greiddum ólögvarða kröfu Icesave,s    

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2021 kl. 01:22

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir með orðum ykkar allra og prísa sérstaklega Helgu, sem er sannur snillingur í að greina kjarnann frá hisminu.

Nú að nýafstöðnu kosningaklúðurs brasi loknu, þá má vænta að einhverjir flokkar geti sameinast um skiptingu embætta og bittlinga, en alveg örugglega borin von um að tekið verði á hrörnun og víðsvitandi niðurrifi allra þjóðlegra hefða og hagsmuna, eins og nú blasir við, rétt eina ferðina, í upphafi þjófnaðar Landsvirkjunar.

Hlægileg er fjarveru afsökun þings og ríkisstjórnar á meðan myrkraverkið er framkvæmt og nálgast að vera jafn lúpulegt og þegar svonefndur forseti Lýðveldisins hlýddi yfirvaldinu í Brussel og kúrði heima undir pilsföldum, í stað þess að standa stoltur með sínum mönnum á fyrsta og eina úrslitamóti Íslands í knattspyrnu í Rússlandi 2018.

Jónatan Karlsson, 24.10.2021 kl. 10:20

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Máltækið þitt Jón Þórhalls er orðin kækur sem óspart er flíkað. Hvert okkar hér er líklegt að hafa kosið yfir sig þessa esb,flokka.

Jónatan það er harla lítið Íslenskt í hegðun fyrri ríkisstjórnar, eygjum við einhverja von að söfnuðurinn verji íslensk gildi og láti vera að ganga erinda ESB meira en samningarnir segja um.Ekki treysti ég þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2021 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband