Samgöngubót

Nú geta íbúar norðanverðra Vestfjarða farið að hlakka til, það styttist í að Dýrafjarðagöng opni.

Þá mun verða greiður vegur suður í Arnarfjörð, aldeilis ágæti sunnudagsrúntur. Vonandi sér Vegagerðin sóma sinn í að gera síðan hringtorg Arnarfjarðar megin við göngin, til að auðvelda mönnum að snúa við. Það er víst einhver bið eftir áframhaldi á vegabótum og nýjustu fregnir herma að bensín og díselbílar verði löngu úreltir, þegar loks næst að klára tenginu gangnanna við umheiminn, að sunnan verðu.

Vegamálaráðherra hefur nú gengið til liðs við hreppstjóra Reykjavíkurhrepps og ætlar að vera honum innan handar við að koma fjármunum í lóg. Borgarlína er nú fremst á dagskrá þeirra félaga svo kannski má ætla að ekki einungis bensín og díselbílar verði úreltir, heldur verði rafbílar búnir að fá sinn heiðurssess á byggðasöfnum landsins, þegar loks er hægt að klára þjóðveginn um Vestfirði!

 

 


mbl.is Lengd ganganna orðin 3.658 metrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var spurður; heldurðu að það geti verið að beðið verði með Dynjandisheiðina og veginn milli Arnarfjarðar og Flókalundar. Ekki séns, svaraði ég um hæl. Og það er vegna þess að það væri einum of, nei þrisvar sinnum of heimskulegt. Hvaða stjórnmálamaður vill slá um sig með heimsku, bætti ég við. Enginn. Taldi ég og trúði.

Vegabætur milli Arnarfjarðar og Flókalundar væru ódýrastar þessum leggjum og kæmi strax að gagni. Miklu gagni.

Vegabætur um Dynjandisheiði líklega næstdýrastar og kæmu vissulega að einhverju gagni.

Dýrafjarðargöngin eru langdýrust af þessu þrennu og eru nánast gagnlaus.

Aftur var ég spurður hvort ég væri enn á því að enginn stjórnmálamaður vildi slá um sig með heimsku.

Mig setti hljóðan.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljóst Arnar að ætið er nægt framboð af fávitum og klárt mál að sá síðasti þeirra er ekki enn sestur í stól samgönguráðherra, annað mætti halda!

Gunnar Heiðarsson, 25.9.2018 kl. 09:49

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

, annað mætti halda.

Gunnar Heiðarsson, 25.9.2018 kl. 09:52

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hringtorg við enda gangna, sem ekkert leiða er snilldarhugmynd, Gunnar. Eflaust hægt að selja túrhestum ferðir til einskismannslands, svo lengi sem þeir ná að snúa við án stórslysa. Hringtorgshugmyndin er tær snilld og svona í stíl við Winchester húsið í ameríkunni.

 Ótal hæðir, en fátt annað en stigar sem enda í engu. Gatna og vegakerfi Íslands undir handleiðslu fávita, sem skeina sig varla sjálfir, án aðstoðarmanns eða bílstjóra.

 Held menn geti verið sammála um að þetta er ekkert annað en alger fíflagangur, framreiddur af fíflum, í algerum fíflagangi, en sökum fíflskapar sjá þessi fífl ekki eigin fíflagang. Læt ég þar með lokið fíflaumræðunni og vísa fíflagangnum aftur til fíflanna. Megi þau fíflast til andskotans, fyrir mér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.9.2018 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband