Að búa til sparnað með kúluláni

Það er nú þannig frú Þorgerður að allir gjaldmiðlar eru góðir meðan maður á þá og jafnframt slæmir þegar þeir eru í skuld. Krónan okkar er þar ekkert undanskilin. Munurinn á henni og öðrum gjaldmiðlum er að stjórnmálamenn ákváðu á sínum tíma að taka upp verðtryggingu skulda, hér á landi. Ekkert annað land í hinum vestræna heimi ástundar slíka okurstarfsemi, ekki einu sinni Mafían vill láta bendla sig við slíka viðskiptahætti.

En þetta þekkir frú Þorgerður Katrín auðvitað mæta vel. Hún stofnaði fyrirtæki, fyrri hluta árs 2008, til að halda utanum sparifé sitt. Spariféð var sótt í bankann, í formi kúluláns, upp á tæpar tvö þúsund milljónir, eða mánaðarlaun 10000 verkamanna. Þegar bankakerfið hrundi tapaði hún auðvitað þessu meinta sparifé sínu. En henni til happs voru kröfuhafar og dómstólar henni hliðhollir, þannig að lánið þurfti ekki að borga! Nafn gjaldmiðilsins breytir þar engu.

Það sannaðist þarna að það er gott að eiga peninga, verra að skulda þá. Nema auðvitað að hægt sé að komast hjá að greiða skuldir sínar!! 


mbl.is Krónan fín meðan þú átt hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarf ekki að segja frúmÞorgerður Katrín svona til aðskilnaðar frá Kötu litlu forsætis. 

Í upphafi voru það útrásarbankarnir sem heimtuðu evru. Kaupþing fór meira að segja í malaferli við ríkið til að fá það í gegn. Þorgerður var eðlilega á sömu nótum og vildi líka víðari lendur að braskska á enda allir banka komnir með dulið eignarhald í sjálfum sér nær 100%. 

Nú heldur hún áfram að elta útrásardauminn og standa með storkapítaalinu og vogunarsjóðunum, en samt allt undir þeim formerkjum að hún beri hag "fólksins" í fyrirrumi. 

Samfylkingarmiðlarnir láta hana og fortíð hennar alveg eiga sig. Engir skandalauppslættir þar, því Þorgerður er að makka rétt að þeirra mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2018 kl. 13:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meira að segja engeyingurinn Benedikt er stikkfrí með allt sitt drullumall og bankabrask. Rauða pressan sér um sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2018 kl. 13:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka ábendinguna Jón Ragnar, er búinn að bæta úr.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2018 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband