"Hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís"­

 

Fyrir ekki löngu síðan varð allt vitlaust innan sænsku stjórnmálaelítunnar vegna ummæla sem Trump lét frá sér um slæmt ástand í Svíþjóð, vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum, eða öllu heldur stefnuleysis og þeirra vandamála sem því stefnuleysi fylgdi.´

Styttra er síðan norskum stjórnmálamanni var nánast vísað burt af sænskri grund, fyrir að nefna þennan vanda, sem Svíar hafa byggt sér.

Í báðum þessum málum varð sænska stjórnmálaelítan frávita af bræði, fullyrti að enginn vandi væri af innflytjendum þar í landi og fordæmdi alla þá sem efuðust.

Nú er ástandið orðið svo slæmt að forsætisráðherra landsins hótar að láta herinn í málið. Í umræðum á sænska þinginu sagði leiðtogi Svíþjóðardemókrata:

Þetta er hin nýja Svíþjóð; hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís ­sem svo marg­ir á þessu þingi hafa bar­ist fyr­ir svo lengi.“

Árið 2016, ári áður en þeir tveir stjórnmálamenn sem voguðu sér að nefna vandamál í Svíþjóð, voru 300 skotárásir og í þeim létust 106 manns. Hafi það ekki verið vandamál er ljóst að tíðni skotárása og dauðsfalla hefur aukist töluvert, úr því sænskir stjórnmálamenn, bæði innan og utan ríkisstjórnar, telji þörf á að kalla út herinn til að berjast gegn innflytjendum! Enn hafa tölur fyrir árið 2017 verið opinberaðar.

 


mbl.is Sænski herinn gegn glæpagengjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst flytja Svíar inn glæpagengi frá Austurlöndum nær, Mið-Asíu og Afríku í hundruðþúsundatali og síðan fara þeir að kvarta og kveina. Ekki hef ég neina samúð með þeim, sem hafa skitið í eigin hreiður. í raun og veru hef ég alltaf haft sáralítið álit á Svíum.

Ég vona að Guðni hafi það gott í Sænska kalífatinu og þurfi ekki að koma nálægt óþverranum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.1.2018 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband