Það étur enginn sömu kökusneiðina tvisvar
8.7.2017 | 07:59
Aflátsbréfin svokölluðu, þ.e. sala á upprunaábyrgð framleiðslu orku, voru fundin upp af kontóristum ESB, suður í Brussel. Væntanlega strangtrúuðum kaþólikkum. Um aldir hafa slík aflátsbréf verið vinsæl hjá kaþólsku kirkjunni, þar sem syndarar hafa getað greitt sig frá syndum sínum.
Hvað um það, þessi viðskipti eiga sér stað og íslensk orkufyrirtæki hafa verið dugleg við að stunda þau. Héðan eru seldar upprunaábyrgðir fyrir framleiðslu á hreinni orku til kolaorkuvera á meginlandi Evrópu. Þau fyrirtæki skreyta sig síðan með þeim fjöðrum og selja sitt kolarafmagn sem hreina orku. Íslensku orkufyrirtækin taka á sig skítinn fyrir þau.
Vissulega geta íslensku orkufyrirtækin haldið því fram með sanni að þau framleiði einungis hreina orku, en þegar kemur að sölu til neytenda, er þessi orka langt frá því að vera hrein. Hreinleikinn var seldur úr landi, það étur enginn sömu kökusneiðina tvisvar.
Svona til upplýsinga þá seldu íslensku orkufyrirtækin aflátsbréf fyrir um 11% af sinni framleiðslu árið 2011, við neytendur fengum orku sem var framleidd 5% með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti.
Árið 2015 var hluti aflátsbréfanna orðinn 79% af framleiðslu íslensku orkufyrirtækjanna, 20% fóru til kjarnorku og 59% til jarðefnaeldsneytis. Einungis 21% þeirrar orku sem íslenskir orkuframleiðendur framleiða telst vera endurnýjanleg orka!!
Smá viðbót:
Vegna þessara viðskipta sitjum við Íslendingar uppi með 154 kíló af geislavirkum úrgangi og höfum dælt 289.641 tonni af kóldioxídi út í andrúmsloftið. Þetta skrifast alfarið á Ísland.
Hreinleikinn var seldur úr landi!!
Rafmagnið 100% endurnýjanleg orka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar var þetta kerfi ekki fundið upp í Brüssel heldur á Wall Street. Ekki þó að það sé neitt skárra...
En það er eitt sem ég hef aldrei skilið við þetta kerfi. Þegar einhver kaupir mengunarheimildir, af hverjum kaupir hann þær? Hver tekur við greiðslunni? Ég kannast nefninlega ekki við að hafa nokkurntíma fengið greidda neina þóknun sem neinn hefur greitt fyrir að fá leyfi til að menga andrúmsloftið mitt.
Það er einhver maðkur í mysunni því einhversstaðar úti í heimi hlýtur einhver snillingur eða snillingar að sitja á miklum auðæfum sem þeir hafa safnað með því að selja heimildir til þess að menga andrúmsloftið fyrir okkur hinum sem ekki njótum góðs af því. Þessa svikamyllu hlýtur að þurfa að rannsaka og upplýsa um.
Hver er að leyfa sér að selja andrúmsloftið okkar???
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2017 kl. 14:43
Veit einhver,hvaða stjórnmálaflokkar samþykktu þessar vendingar?
Veit einhver,hvað fékkst fyrir gæðin ?
Veit einhver , hver tók við þeim peningum ?
Veit einhver, í hvaða gjaldmiðli það var?
Veit einhver , hvaða hag við höfum af því að brenna kolum, þegar við þurfum þess ekki ?
Hrólfur Þ Hraundal, 8.7.2017 kl. 20:16
Spyrjið Al Gore og aðra bjálfa, sem með stanslausri markaðssetningu á því, að við getum stjórnað hitastigi á jörðinni, hafa á undanförnum árum meðal annars smalað saman þúsundum skriffinna til Parísar, þar sem lögð var blessun yfir sölu á mengunarkvótum. Al Gore er stór hluthafi í umboðsfyrirtæki með mengunarkvóta. Hann þénar milljónir dollara á ári, með fyrirlestrahaldi. Opinmynntir
Halldór Egill Guðnason, 8.7.2017 kl. 23:54
Slitið samband. Opinmynntir gleypa fjölmiðlar og stjórnmálamenn við dellunni, athugasemdalaust. Einmitt þeir sem gagnrýnastir ættu að vera. Það er svo þægilegt að láta aðra hugsa fyrir sig. Þetta fer svo djöfull vel í fjölmiðlana, allt saman. Forsprakki þess að halda því síðan fram að Ísland sé hreinasta orkuframleiðsluland í heimi, er forstjóri Landsvirkjunar. Gaman væri að fá það niðurraðað, hvernig Landsvirkjun og hérlendum orkuframleiðendum er greitt fyrir að menga minna, gegn greiðslu, frá umhverfissóðum úti í hinum stóra heimi. Hvert fer kommisjónin? Njóta hérlendir neytendur orkusölunnar og orku náttúrunnar og hvað þetta heitir allt saman, þetta djöfulsins rugl, arðsins?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.7.2017 kl. 00:31
Það er rétt hjá Halldóri að það var Al Gore og hans peninga elitu vinir sem komu þessar markaðssetningu á og sá gífurlegan gróða í því að leggja skatt á andardrátt fólks.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.7.2017 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.