Lög nr.73/2001

Eitthvað virðast stofnanir ríkisins vera utangátta. Samkvæmt lögum 73/2001 eru ákvæði um fólksflutninga á landi alveg skýr, hvaða leifi þarf, hver veitir þau leifi og hvernig farið skuli með þá sem ekki fara að þessum lögum. Samkvæmt þessum lögum starfa allir innlendir aðilar og því ætti Samgöngustofu að vera full ljóst um tilveru þessara laga. Það vekur því furðu að nú telji hún þessa starfsemi "falla milli laga".

Varðandi kjaramál þeirra sem starfa hjá þessum erlendu fyrirtækjum hér á landi, þá á ASÍ og aðildarfélög þess að hafa fullt vald til að taka á þeim vanda. Það eru í gildi kjarasamningar í landinu og eftir þeim skal farið, þar fellur ekkert milli laga. Þetta veit Halldór, þó hann virðist helst vilja að einhverjir "aðrir" taki á vandanum.

Um skattaundirskot þessar erlendu fyrirtækja er það eitt að segja að meðan til þess bær eftirlitskerfi, Samgöngustofa og ASÍ, ekki standa sig í sínu hlutverki, er andskoti erfitt fyrir skattayfirvöld að taka á málinu. Það er erfitt að skattleggja það sem hvergi er til á blaði.

Það er því lítil tilgangur að kalla saman fjölda fólks, víðs vegar úr stjórnkerfinu vegna málsins og einungis til þess eins að þæfa það og tefja lausnir. Í raun snýr þetta vandamál fyrst og fremst að Samgöngustofu og ASÍ og þeirra að leysa það. Vel getur hugsast að aðstoðar þurfi frá lögreglu til lausnar málsins og þá verður svo að vera.

Ástæða þess að erlendir aðilar flæða inn á íslenskan ferðamarkað er fyrst og fremst vegna þess að þeim er leift slíkt, að viðkomandi aðilar sem eftirlitinu eiga að framfylgja, eru ekki að standa sig. Lögin eru til staðar, kjarasamningar eru til staðar og því ekkert sem stendur í veginum.

Ef íslenskur aðili kaupir sér rútu og fer að praktísa með hana án tilskilinna leifa, eru þessar stofnanir fljótar til, mæta með lögreglu og stöðva starfsemina.

Hvers vegna ekki þegar erlendir aðilar stunda sömu lögbrot?!


mbl.is Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Íslenskar eftirlitsstofnanir eru sérstaklega sniðnar að því að berja á hérlendum fyrirtækjum og einstaklingum. Flestar hafa þessar stofnanir vaxið svo að umfangi, að vandratað er um regluverk þeirra, nema að sjálfsögðu fyrir þá sem þar starfa. Eða hvað? Svo virðist sem ekki einu sinni forstöðumenn, hvað þá undirsátar þeirra, viti neitt í sinn haus. Báknið snýst orðið um það eitt að viðhalda sjálfu sér og helst að bæta aðeins í. Að eiga í samskiptum við þessar stofnanir er bæði tímafrekt, ruglingslegt og að auki rándýrt. Léleg þjónusta á hæsta hugsanlega verði, enda fær enginn rönd við reist gegn kerfinu. Sú staðreynd að um vegi landsins bruni erlendar rútur, með erlendu starfsfólki á óræðum launum, án nokkurrar íhlutunar steinrunninna ríkisstofnana, er lýsandi dæmi um aumingjaskap og slugs viðkomandi stofnana, sem eiga að hafa eftirlit með þessum málaflokki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.4.2017 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband