SJS að vakna af dvala?

Mynni mitt er kannski betra en margra annarra, í það minnsta man ég vel átta ár aftur í tímann. Þá sat í stól fjármálaráðherra maður sem gerði sér mjög svo dælt við fjármagnöflin og "nýfrjálshyggjuna".

Ekki að mér svo umhugað um að verja gerðir og hamskipti Óttars Proppé, heldur hitt að þeir sem gagnrýna ættu fyrst og fremst að hafa efni á slíku.

Ef ekki hefði komið til árvekni þáverandi forseta lýðveldisins og síðan þjóðarinnar, hefði SJS fært fjármagnsöflunum og "nýfrjálshyggjunni" Ísland á silfurfati. Með þessari aðkomu forsetans og svo þjóðarinnar, tókst að lágmarka þann skaða sem SJS olli landi og þjóð.

Það er merkilegt að þessi maður skuli enn sitja á Alþingi, enn merkilegra að hann skuli þora að tjá sig þar innan veggja.


mbl.is Handjárnar BF sig við nýfrjálshyggjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave er fyrst og fremst myllusteinn um háls Íhaldsins. Landsbankinn var þeirra banki, Valhallar glæpastofnun. FLokkurinn hélt þar í taumana, með Kjartan Gunnarsson í stjórn bankans. Þarna tóku sjallarnir lán og kúlulán eins og þeim sýndist og einu veðin voru flokksskírteinin. Þjófnaður bankans á sparifé fólks í Bretlandi og Hollandi er einhver svartasti blettur í sögu íslensku þjóðarinnar. Stór hluti þýfisins var fluttur til Íslands, afhentur bófum og bröskurum sem fluttu það til aflandseyja og biðu þar til gengi krónunnur lækkaði um 50%. Síðan var þessum sömu bófum veittur 20% gengisafslátt í verðlaun fyrir að koma með þýfið til baka. Keyptu m.a. húsnæði til að okra á fátækum leigjendum. Allt þetta glæpagengi banka og útrásar leikur enn lausum hala, en ekki nóg með það, sjálfur Panama prinsinn, Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra. Faðir hans, Big Daddy Bensi, var einn af þeim sem tók stöðu gegn krónunni, flutti litlar 500 millur í hörðum gjaldeyri til aflandseyja.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2017 kl. 21:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir þá sem stóðu að icesavereikningunum, Haukur.

Hitt liggur ljóst fyrir að SJS hafði ekki kjark til að standa á rétti þjóðarinnar gegn erlendu fjármagnsöflunum og því sem hann kallar nú nýfrjálshyggju, þann tíma sem hann var í embætti fjármálaráðherra. Þetta átti ekki bara við um hinar óréttmætu icesavekröfur Breta og Hollendinga á okkur, heldur átti þetta kjarkleysi hans við í öllum samskiptum við erlenda fjármagnseigendur og "nýfrjálshyggjumenn".

Sem dæmi um þetta var að meðan hann var í stól fjármálaráðherra var tekin upp sú undarlega tilhögun að gefa hverjum þeim sem kæmi með peninga inn í landið 20% álag á þá fjármuni og ekki var neitt skeytt um hvaðan það fé koma eða hvernig það varð til.

Samskiptin við kröfuhafa gömlu bankanna þekkja allir sem fylgdust með fréttum á þessum tíma og hvernig hann færði þeim stóran hluta bankakerfisins á silfurfati. Samhliða þeim gjörning ákvað þessi blessaði maður að verðlauna ákveðna starfsmenn nýju bankanna með hlutabréfum í þeim, næðu þeir að hámarka innheimtu lánasafna bankanna, sem þeir fengu afhenta á gjafaprís. Þar vó hann freklega að þeim sem verst komu út úr hruninu hér á landi.

Ekki má gleyma gífuryrðum SJS gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, allt fram til fyrsta febrúar á því herrans ári 2009. Þá breyttist tónninn snarlega, enda SJS þá orðinn fjármálaráðherra. Svo duflaði hann við þennan sjóð að um tíma mátti ætla að dálæti þeirra sem þar réðu myndi duga til að losa landið okkar við þessa óværu, með því að senda hann til Grikklands. Reyndar var enginn annar en SJS til frásagnar um þessar hugmyndir AGS. En vissulega hefði það orðið mikið happ fyrir Ísland, þó vorkenna mætti þá Grikkjum enn frekar.

Það er langur listinn sem hægt er að telja upp og vissulega eru icesave lögin, nr. 1, 2 og 3 á þeim lista líka.

Því fer best fyrir SJS að halda kjafti um íslenska pólitík, hans aðkoma, valdamegin við borðið á þeim vettvangi, hefði dugað flestum eða öllum öðrum til að yfirgefa sviðið. Siðblinda SJS er hins vegar svo svakaleg að hann bauð sig fram aftur og með 90 atkvæðum tókst honum að halda efsta sæti í sínum flokki í NA-kjördæmi. Þessi 90 atkvæði tryggðu honum því áframhaldandi þingsetu. 

Gunnar Heiðarsson, 27.4.2017 kl. 05:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er merkilegt að lesa bullið í honum Hauki Kristinssyni og sýnir það okkur svart á hvítu, hversu langt "Vinstri Hjörðin" er tilbúin að ganga í lygum og óhróðri, til að "verja" SITT fólk, sem þó hefur ekki með nokkru móti unnið til þess að verða "varið" á nokkurn hátt.

Jóhann Elíasson, 27.4.2017 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband