Mann rekur í rogastans

Vissulega er gleðilegt að Landsvirkjun skuli skila arði. En hvernig er þessi arður fenginn? Hvað liggur að baki? Og mun þessi arður skla sér?

Stóriðjan er stæðsti kaupandi orku af Landsvirkjun og ljóst að stóriðjan er ekki að fá orkuna ókeypis, eins og svo margir vilja meina. Varla væri þá mikill arður frá fyrirtækinu. Raforka til annarra kaupenda, heimila og annarra fyrirtækja en stóriðju, gætu seint mynda þann arð sem Landsvirkjun stefnir í.

En það er fleira sem kemur til, þegar um arðmyndun er að ræða, það eru auknar tekjur án aukins kostnaðar. Og þessa leið stefnir Landsvirkjun, ef marka má orð forstjórans. Hann vill hækka verð á orku, einkum til stóriðjunnar. Til að gera slíkt mögulegt býr þetta fyrirtæki til ímyndaða samkeppni, samkeppni sem útilokað er að búa til á svo litlum markaði sem Ísland er, sérstaklega þegar einn aðili hefur tögl og haldir á þeim markaði. Slíkt kallast einokun.

Í nafni þessarar samkeppni býr Landsvirkjun svo um að skortur verði á orku hér á landi. Það er einfalt fyrir ráðandi fyrirtæki, einungis séð svo um að nóg sé selt af orkunni án þess að byggja upp framleiðslu á móti. Nú er svo komið að þegar er búið að selja meiri orku inn í framtíðina en áætlanir um framleiðsluaukningu ráða yfir. Því þarf að koma einhverjum kúnnanum af markaði og að því stefnir Landvirkjun.

Fyrir liggur að samningar bæði við Elkem og Norðurál eru komnir á seinni hlutann og að semja þarf þar að nýju. Forstjórinn segir það meginverkefni að semja við þessi fyrirtæki. Verðin sem í boði eru af hálfu Landsvirkjunar eru svo há að að óbreyttu munu bæði þessi fyrirtæki passa og leggja niður starfsemi. Þegar hefur verið samið við Rio Tinto á þessum háu verðum Landsvirkjunar og stefnir það fyrirtæki hratt í lokun.

Þessi stefna Landsvirkjunar, að fela sig bak við einhverja ímyndaða samkeppnisstöðu til að nýta sér einokunaraðstöðu sína, getur snúist hratt í höndum fyrirtækisins. Það mun hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir land og þjóð. Atvinna getur hrunið, ekki bara í þeim fyrirtækjum sem leggja upp laupana, heldur hjá þúsundum annarra sem vinna við þjónustu við þau. Menntun og tækniþróun mun fara áratugi aftur í tímann, en ein mesta þróun á því sviði hefur einmitt orðið til vegna tilkomu stóriðju og orkuframleiðslu. Og svo mun orkan til landsmanna hækka upp úr öllu valdi, til þess eins að mögulegt verði að halda uppi lágmarks orkuframleiðslu fyrir heimili landsins.

Vissulega má segja að Landsvirkjun sé í samkeppni, þegar um stórnotendur er að ræða. Sú samkeppni er ekki hér innanlands, eins og forstjórinn vill meina og alls ekki um framboð og eftirspurn. Sú samkeppni er á alþjóðamarkaði og einungis um verð. Í þeirri samkeppni stendur Landsvirkjun sig einstaklega illa. Þegar verð til stórnotenda lækkar allt í kringum okkur, svo tugum prósenta skiptir, hækkar orkuverð frá Landsvirkjun og enn frekari hækkun boðuð. Á þessum markaði keppir Landsvirkjun um stórnotendur, stóriðju, gagnaver og fleira í þeim dúr.

Forstjórinn hefur nefnt sérstaklega gagnaver í þessu sambandi. Það eru litlar líkur á að aukning verði á því sviði hér á landi, með sömu stefnu Landsvirkjunar á orkuverði. Fjarlægð frá markaði og tiltölulega takmarkað og óöruggt samband við markað á þessu sviði gerir Ísland frekar óaðlaðandi og einungis með hagstæðum verðmun á raforku sem fyrirtæki sjá sér hag í að setja upp slík ver hér á landi. Eins og staðan er í dag er orkuverð til gagnavera mun lægra beggja megin Altanssála og því engar líkur á að nokkur vilja setja slík ver upp hér, lengst norður í Ballarhafi. Til þess verður Landsvirkjun að breyta verulega sinni verðstefnu.

Þá er ljóst að gagnaver skila fáum störfum, sér í lagi miðað við stóriðjufyrirtækin. Báðar þessar greinar eru þó stórkaupendur og nota jafna orku, svo þeir eru hagstæðir kaupendur fyrir Landsvirkjun. En það skiptir bara ekki nokkru máli, meðan Landsvirkjun telur Ísland afmarkað samkeppnissvæði og stýrir framleiðslunni þannig að um skort á orku er að ræða. Þessar tvær greinar keppa á heimsmarkaði, þar sem orkuverð og önnur aðstaða, eins og nálægð við markað, skipta öllu máli.

Vissulega væri best ef hægt væri að græða enn frekar á sölu orku til stórkaupenda. Að græða enn meira en við þegar höfum grætt. Orkuuppbygging og dreifing á hvert heimili landsins er sannarlega ágætis gróði, sem einungis varð að veruleika vegna stórkaupenda orku og nú stefnir í að fyrirtækið sé að fara skila arði í þjóðarbúið. Auðvitað væri gaman ef þessi gróði gæti orðið enn meiri. Hann verður þó ekki fenginn með einokunartilburðum.

Slíkur gróði verður einungis fenginn með því að selja orku til stórnotenda á því verði að þeir sjái sér hag í að kaupa orkuna. Enginn fer að setja upp eða halda hér gangandi fyrirtæki til að tapa á því, svo Landsvirkjun geti grætt. Þetta ætti jafnvel Hörður að vita. Slíkur gróði verður einungis fenginn með því að halda jafnvægi á framleiðslu orku og sölu og að verð séu í samræmi við markaðslögmál heimsins, ekki Íslands. Ef verð eru lág, eins og nú, á fyrirtækið að draga úr sölu svo ekki þurfi að virkja. Þegar verð hækka má selja meira og virkja fyrir það, svo fremi að vilji landsmanna sé til frekari virkjanna.

En Landvirkjun verður alltaf og undir öllum kringumstæðum að tryggja rafmagn til heimila og smærri notenda. Þar má aldrei verða skortur. Í slíkan skort stefnir nú hraðbyr, þar sem Landsvirkjun hefur þegar gert stærri sölusamninga en framleiðslugeta fyrirtækisins ræður við, jafnvel þó strax yrði farið í allar þær virkjanir sem fyrir liggja.

Reyndar má fastlega ganga út frá því sem vísu að sum þeirra fyrirtækja sem Landsvirkjun hefur samið við muni ganga úr skaftinu, þegar kemur að alvörunni. Að þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir muni ýta þeim til baka og að ekkert verði af framkvæmdum, vegna óhagstæðs orkuverðs. Það sem verra er, er að með sömu stefnu Landsvirkjunar munu rótgróin fyrirtæki í stórnotkun orku einnig leggja upp laupana.

Það er því ekki tryggt að sá hagnaður sem forstjórinn boðar verði að veruleika. Allt eins gæti fyrirtækið horft upp á gífurlegan taprekstur, vegna einokunartilburða sinna. Að landsmenn muni horfa upp á störf fara úr landi í stórum stíl, bæði vel launuð verkamannastörf sem og enn hærra launuð hátæknistörf og samhliða þeirri skelfingu muni orkuverð til heimila tvöfaldast eða meira, til þess eins að halda uppi neyðarframleiðslu á orku fyrir heimili landsins.

Ofana á þessa dökku mynd dreymir svo forstjórann um vindmillur og sæstreng. Vindmillur þar sem hver orkueining er margfalt dýrari í framleiðslu en með vatnsafli og sæstreng sem er svo gjörsamlega fávís hugmynd að engu tali tekur.

Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hvenær á að skipta út stjórn Landsvirkjunar og forstjóra fyrirtækisins. Forstjórinn, með velþóknun stjórnar fyrirtækisins hefur sýnt að hann er með öllu ófær að stjórna þessum gullkálf þjóðarinnar og mun að óbreyttu leiða slíkar hörmungar yfir land og þjóð að hrunárin verða talin til góðæris!!

  


mbl.is Stefnt að arði upp á 10-20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Gunnar, tek mjög undir mál þitt.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2016 kl. 12:46

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Fínt Gunnar! en vanir menn frá verktakabransanum, smiðirnir,bílstjórarnir og allra mest, gröfukallarnir eru farnir úr landi til Noregs og koma ekki aftur og þatta á við alla hina líka. Tæknimennirnir eru ennþá eitthvað að dóla hér og bílstjórar sem núna eru á vegum landsins eru með meirapróf fengna með póstinum og þetta er látið viðgangast. Ekki er hægt að notast við  svona fólk hér í virkjunarvinnu. Og þetta veit hann Hrólfur líka!

Eyjólfur Jónsson, 23.2.2016 kl. 13:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gröfukallarnir gera núekki miklar rósir í Noregi.  Þar eru festir þeir Íslendingar, sem fluttu til Noregs í og eftir hrunið, að missa vinnuna og er lítið sem þeir sjá af birtu framundan þar.  Svo líklega eru þeir að koma aftur.

Jóhann Elíasson, 23.2.2016 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband