Dekksta mynd verktakastarfsemi

Sem betur fer er kannski ekki mikið um jafn svört dæmi verktakavinnu og það sem uppgvötaðist í Vík í gær. En eitt slíkt dæmi er einu of margt.

Þetta lýsir þó í raun hvernig verktakastarfsemi virkar og undarlegt að nokkuð fyrirtæki skuli vilja koma nálægt svona sóðaskap. Auðvitað eru sum störf hjá fyrirtækjum með þeim hætti að auðveldara og betra er að vinna þau í verktöku og má þar m.a. nefna tímabundin verkefni eða verk sem krefjast sérþekkingar eða vélakosts sem fyrirtæið sjálft vill ekki eða getur ekki átt. Að öðru leiti skilar verktakavinna einungis lægri tekjum til launafólksins.

Þetta skýrist auðvitað af því að til að fyrirtækið, verkkaupi, geti haft hagnað af verktakavinnu þarf það að fá verktökuna fyrir lægri upphæð en laun og launakostnaður sem til viðkomandi launafólks fer. Þetta er augljóst. Þá þarf auðvitað verktakafyrirtækið sjálft að fá eitthvað fyrir sinn snúð, bæði kostnað vegna utanumhalds og auðvitað einhvern hagnað. Þar sem það fær væntanlega eitthvað minna til sín frá verkkaupa en sem nemur launum og launatengdum gjöldum starfsfólksins, er verktakanum nauðugur sá eini kostur að taka sinn kostnað og sinn hagnað af launum sinna starfsmanna. Niðurstaðan er að til að verkkaupi, fyrirtækið sem býður út verkið græði og til að verktakinn hafi fyrir sínum kostnaði og einhvern hagnað, þarf að lækka verulega laun þeirra sem svo starfið vinna. Þetta er einföld staðreynd sem ekki þarf mikla vitsmuni til að sjá.

Því miður er þetta vel þekkt í sumum atvinnugreinum, s.s. byggingariðnaði og ýmsum þjónustustörfum tengdum ferðaþjónustu. Þar er málið jafnvel enn svartara þar sem hver undirverktakinn tekur við af öðrum.

Í stóriðju hefur einkum eitt fyrirtæki haft sig í frammi um kröfu á þessu sviði og vill setja það í kjarasamninga. Svo langt hefur gengið að þetta fyrirtæki er jafnvel tilbúið að fórna tilveru sinni hér á landi, svo þetta fáist í gegn. Ekki er þó séð að hagur þess geti orðið mikill vegna þessa, nema því aðeins að það starfsfólk sem verkin vinna lækki verulega í launum, jafnvel svo að fela verði það fólk frá umhverfinu!

Hjá öðrum stóriðjufyrirtækjum er þetta á annan veg. Að vísu gerði Elkem tilraun á þessu sviði um og eftir síðustu aldamót, með slæmum afleiðingum fyrir viðkomandi starfsfólk. En þetta fyrirtæki er hægt og örugglega að ganga til baka með þessa tilraun sína. Annarsstaðar þykir sjálfsagt að ekki sé um verktöku að ræða í föstum störfum og hjá Norðurál er dæmið á hinn veginn, tiltekið í kjarasamningi hvaða störf megi vera í verktöku og eru þau ákaflega fá. Þá hafa stéttarfélög, bæði á Akranesi og eins á Reyðarfirði, unnið að því að þau fyrirtæki sem þjóna stóriðjuna á þessum svæðum, greiði sömu laun til sinna starfsmanna og stóriðjan, þ.e. að jafnræði sé meðal launafólks innan veggja stóriðjunnar, sama hver launagreiðandinn er. Þetta veldur því að þessi stóriðjufyrirtæki eru ekki með verk í verktöku, nema um tímabundin störf sé að ræða, eða störf sem kalla á sérþekkingu eða dýrann eða flókin vélakost, sem fyrirtækin sjálf geta ekki eða vilja ekki reka. Að vísu eymar enn svolítið af verktöku hjá Elkem, en eins og áður sagði þá er hún hægt og örugglega að ganga til baka, varðandi föst störf.

Það yrði gífurleg afturför ef Rio Tinto tækist að brjóta á bak aftur starfsfólk sitt. Alveg ótrúlegt hvað það fær litla samstöðu í þjóðfélaginu, sem einkum má kenna þekkingarleysi almennings. Þetta eru grundvallarréttindi sem verið er að reyna að taka af starfsmönnum Straumsvíkur og í algjörri andstöðu við það sem er að gerast gagnvart öðrum fyrirtækjum í stóriðju.

Reyndar má undrun vera að svona verktakavinna skuli þekkjast yfirleitt hér á landi. Fyrirtæki sem er í fullum rekstri á auðvitað að hafa alla þá starfsmenn sem vinna föst störf á sinni launaskrá. Öðru máli gegnir um tímabundin störf, þau má auðvitað bjóða út og láta önnur fyrirtæki með sérþekkingu og tækjakost vinna þau. Byggingaverktaki sem tekur að sér að byggja hús fyrir einhvern, getur auðvitað boðið út jarðvinnuna, en hann ætti auðvitað að vera með alla þá sem að byggingavinnunni standa, á sinni launaskrá. Að öðrum kosti getur hann vart talist byggingaverktaki. 

Það er stórmannlegt af Víkurprjóni í Vík að bjóða því fólki vinnu sem fyrir þessu þrælahaldi varð og víst er að stjórnendur þess munu hugsa sig vandlega um áður en þeir fara að bjóða aftur út störf í sínu fyrirtæki.

Skömmin er nefnilega þeirra, þó brotið sé kannski utan fyrirtækisins.


mbl.is Oft mjög háðir kvölurum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" ... vélakosts sem fyrirtæið sjálft vill ekki eða getur ekki átt  ...  eða dýrann eða flókin vélakost, sem fyrirtækin sjálf geta ekki eða vilja ekki reka."  Ósjálfrátt kemur jáeindaskanninn hans Kára upp í hugann.  Tækið sem hann vill hafa afnot af en vill þó ekki eiga.  Segir svo sjálfsagt að hann hafi afnotarétt af tækinu sem hann "gaf" að það taki því ekki að nefna það :) 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 14:22

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stórmannlegt!  Er það rétta orðið Gunnar? Ég held að Víkurprjón sé ekki í aðstöðu til að bjóða eitt né neitt. Það vill nefnilega svo til að svona ráðningar verða að fara í gegnum lögformlegt ferli. Og það er óhjákvæmilegt að vísa þessum konum úr landi á kostnað þrælahaldarans.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2016 kl. 15:23

3 identicon

Af hverju þurfa svona ráðningar að fara í gegnum lögformlegt ferli?  Mér skilst á Kára að samningurinn varðandi jáeindaskannann hafi ekki einu sinni verið skriflegur.  Sumt þarf einfaldlega ekki að ræða.  Það hirðir enginn um svona tittlingaskít eins og lögformlegt ferli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 15:42

4 identicon

Er Sigmundur Davíð ekki að gefa skít í lögformlegt ferli og rissa upp nokkra torfkofa í miðbæinn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 15:56

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Elín þeir sem ekki búa á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa atvinnu og dvalarleyfi til að mega vinna hér. Skil ekki hvað þú ert að blanda Kára og jáeindaskannanum í þetta! Þitt innlegg flokkast undir trolling

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2016 kl. 15:57

6 identicon

Ég er að benda á það að það þurfa ekki allir að fara eftir reglum.  Ef þér finnst það eðlilegt þá segir það meira um þig en mig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 16:01

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Jóhannes, auðvitað eiga svona gerningar að fara gegnum lögformlegt ferli. Nú þekki ég ekki hvernig Víkurprjón ætlar að standa að ráðningum þessara kvenna, geri fastlega ráð fyrir að það muni sækja um dvalar- og starfsleyfi fyrir þær. Það er nóg komið nú þegar hjá þessu fyrirtæki, þó það fari nú ekki að brjóta innflytjendalögin líka.

Og Elín er ekki að "trolla" á þessari síðu, aldrei. Hún er hér velkominn gestur og hef ég aldrei orðið var við að hennar athugasemdir væru skemmandi á neinn hátt.

Varðandi Kára, þá hefur Elín hárrétt fyrir sér, hann fer sínu fram. Landspítalanum hefði verið nær að afþakka pent þessa gjöf sem fyrirtækið sem Kári vinnur hjá bauð. Spítalinn átti einfaldlega að kaupa tækið sjálfur og spara sér með því nokkur hundruð milljóna króna. Gjöfinni fylgdi nefnilega krafa, ekki af gefandanum sjálfum heldur starfsmanni hans, Kára Stefánssyni. Krafan sem Kári setti var að byggja skyldi nýtt hús um skannann og það eftir hans höfði. Þessi krafa kostar Landspítalann vel á annan milljarð króna, eða mun meira en sjálfur skanninn kostar. Á sama tíma er laust pláss innan spítalans, pláss sem hefðu auðveldlega getað hýst þennan skanna og það sem honum fylgir.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2016 kl. 16:28

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gunnar, ég hélt það væri lágmarkskurteisi að einskorða athugasemdir við efni færslu en ekki eitthvað allt annað. Elín er eflaust ágætis persóna sem slík en henni hættir við að fara langt útfyrir efni þeirra pistla sem hún skrifar athugasemdir við tongue-out..  Þekki það af eigin bloggsíðu og fannst það dálítið þreytandi satt að segja að þurfa að fara í andsvör um eitthvað allt annað en færslan snérist um..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2016 kl. 18:05

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki óalgengt að athugasemdir við blogg fari út í aðra sálma en bloggað var um. Það sést á öllum bloggsíðum. Athugasemdir Elínar við þetta blogg er þó hægt að tengja blogginu sjálfu eða athugasemdum við það.

Ég ritstýri hins vegar ekki athugasemdum við mín blogg, leyfi fólki að skrifa það sem því þóknast, hvort heldur er við efnið eða ekki, svo fremi að þar sé ekki farið með persónuleg níð á fólk. Á slíka einstaklinga loka ég einfaldlega. 

Einu athugasemdirnar sem ég geri er þegar fólk ritar undir dulnefni og lengi vel svaraði ég ekki slíkum athugasemdum. Þykir smámannlegt þegar fólk hefur ekki kjark til að skrifa undir eigin nafni.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2016 kl. 21:09

10 identicon

Ég verð að leiðrétta þetta með Jáeindaskannan.

1. Húsið sem byggt verður í kringum skannan er kostað af Decode en ekki spítalanum. Kostnaðurinn sem hlýst af tengingu byggingarinnar við núverandi myndgreiningardeild LSH verður kannski nokkrir tugir miljóna.

2. Innan LSH er ekkert svæði laust sem getur hýst Jáeindarskanna og Cyclatronin sem honum fylgir. Í fyrsta lagi er nánast ekkert laust pláss á Hringraut eða i Fossvogi sem eru þeir staðir sem kemur til greina að hýsa búnaðinn á og í öðru lagi þá krefst búnaðurinn sérhæfðrar aðstöðu vegna verulegrar þyngdar og geislahættu.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.2.2016 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband