Er Dagur ekki læs ?

Í skýrslu hinnar svokölluðu Rögnunefndar kom fram að sennilega væri Hvassahraun besti staðurinn fyrir flugvöll, EF völlurinn í Vatnsmýri yrði aflagður. Það kom einnig fram að frekari rannsókna væri þörf í Hvassahrauni og lagt til að þær rannsóknir yrðu gerðar. Því er í raun ekki enn vitað hvort sú staðsetning sé heppileg. Þá var skýrt sagt í skýrslu nefndarinnar að ekki skyldi hrófla við núverandi flugvelli, fyrr en og ef, nýr völlur væri tilbúinn.

Þrátt fyrir þetta kallar Dagur eftir að stofnað verði félag með aðkomu ríkisins, til byggingar á nýjum flugvelli í Hvassahrauni. Hann krefst að neyðarbraut verði lokað hið fyrsta. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar átti að ræða áhættumat vegna flugvallarins í Vatnsmýri, en kynningu og umræðum um það mat var frestað. Þess í stað var einungis rætt bréf borgarstjóra til innanríkisráðuneytis um fyrrgreindar kröfur.

Ef horft er framhjá þeirri staðreynd að Dagur virðist ekki læs, þá er ekki annað séð en borgarstjórn ætli að halda áfram með þessa lönguvitleysu frá öfugum enda. Uppgraftarleyfi er gefið við enda neyðarbrautar, þrátt fyrir að hún sé í fullum rekstri. Ákvarðanir eru teknar og staðreyndum síðan hagrætt eftirá.

Hefði t.d. ekki verið rétt að byrja á að kynna þetta áhættumat, sem sumir segja reyndar að sé fengið eftir pöntun frekar en það byggi á staðreyndum, áður en samið er og samþykkt til sendingar bréf með einhverjum kröfum?

Yfirgangur borgarstjórnar í þessu máli, sem flestum, virðist engan enda ætla að taka. Það er virkilega kominn tími til að stjórnvöld taki í taumana og stöðvi þetta rugl, meðan það er enn hægt!

Svo væri ágætt ef kratar leituðu sér að fólki sem kann að lesa og skilur einföldustu staðreyndir, í trúnaðarstöður flokksins. Það er engum til sóma, ekki einu sinni Samfylkingu, að hafa svona skoffín sem Dagur er, í stól borgarstjóra. Þó flokkurinn sé kannski lítill og fari minnkandi, hljóta að vera til hæfari einstaklingar en hann innan flokksins.

 


mbl.is Áhættumat bíður næsta fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Mannslíf eru þessu fólki einskisvirði- það vantar bara lóðir fyrir ríkisbubba sem vilja flugvallarsvæðið - þetta er jafnaðaðarstefnan  cool

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.7.2015 kl. 21:34

2 Smámynd: Örn Johnson

Þetta er gott innlegg hjá þér, Gunnar. Staðreyndin er líka sú að niðurstaða Rögnunefndarinnar er lögleysa vegna setu Dags B í henni, vegna vanhæfi hans, margbúinn að tjá sig opinberlega um málið fyrirfram. Enginn dómsstóll tæki mark á svona rugli.

Örn Johnson, 16.7.2015 kl. 23:11

3 identicon

Dags verdur minnst sem versti borgarstjori sem

Reykjavik hefur haft. Allt hja honum verdur ad

svartnaetti.

Sigurdur K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 04:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kenneth Máni og borgarstjórinn í Reykjavík vidast vera af svipudu kaliberi, thegar kemur ad lesskilningi. Annar eins bjálfaháttur og nú á sér stad er algert einsdaemi í stjórn borgarinnar. Ad auki hefur heyrst ad Dagur Bergthóruson, ásamt Hjálmari midbaejarskelfi, aetli ad drita nidur thremur háhýsum í vidbót í Skuggahverfinu, thrátt fyrir ad thau séu ekki á skipulagi! Vonandi er thetta ekki rétt, en ef svo er, hlýtur almenningur í borginni ad láta í sér heyra, eda hvad? Láta thessir menn ekki einmitt svona vegna thess ad their virdast komast upp med thad?

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.7.2015 kl. 06:37

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó ekki sé hægt að kenna Jóhönnu um veru Dags hins treglæsa, hrokafulla borgarstjóra í Reykjavík þá er hann af hennar rækt.   

En það hafa víða dagað uppi í stjórn sýslunni síðan á dögum Jóhönnu vitlausu, slefandi, treglæsir vanvitar og er þar nærtækast að nefna Landsvirkjun og er það graf alvarlegt mál að þar skuli að megin efni vera stundaðir lekir með vindmillur og þúsund megavatta jafnstraums dót bara til að eiga þess kost að leika við Skota.  Svo er okkur sagt að það sé svo mikil umfram orka í kervinu að það þurfi ekkert að virkja.

Það er vænt um að forstjóri landsvirkjunar sé í andlegu jafnvægi í sínum leikjum, en að við séum að borga honum kaup fyrir þá leki er varla sanngjarnt.  Þegar við vorum strákar þá fengum við í mestalagi eins og hálfs Volts rafhlöðu í vasaljósið til að framkalla ævintýri og það var gaman, en við fengum ekkert kaup fyrir það.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.7.2015 kl. 09:21

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er einföld lausn á þessu flugvallarmáli, Rikið á að taka það landsvæði sem Reykjavik tilheyrir með eignarnámi og hætta þessu þrasi.

Þrasið er orðið leiðinlegt og flugvöllurinn er ekkert á förum næstu 50 árin.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 17.7.2015 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband