"Vér erum þeir einu sem vitum"

Yfigangur borgarstjórnar ætlar engann endi að taka. Nú skal rætt um lokun neyðarbrautar, svokallað "áhættumat" vegna þeirrar lokunnar. Allir vita hvernig sú umræða mun fara fram. Þar mun verða stuðst við pantaðar skýrslur svo niðurstaðan sé eins hagfelld og hægt er.

Ekki skal hlusta á vilja um 70.000 Íslendinga um málið. Ekki skal fara að þeim samþykktum sem skrifð hefur verið undir, enda undirskriftir borgarstjóra einskis virði, rétt eins og undirskrift undir gúmmítékka.

Og merkilegt nokk, það á að ræða málefni þess hóps sem kallar sig Valsmenn hf. á sama fundi. Tilviljun? Þessi hópur, sem hefur og mun skaða Íþróttafélagið Val meir en nokkur dæmi eru um áður, í íslenskri íþróttasögu.

Og auðvitað eru öll gögn um málefnið bundin trúnaði fram yfir fundinn. Það má ekki offra fyrirfram ákveðinni niðurstöðu með því að opinbera málið, fyrr en afgreiðslu þess er lokið!

Evruhópurinn svokallaði er sagður hafa komið fram við Grikki sem hersetna þjóð. Afnumið þar allt lýðræði. Það sama má segja um borgarstjórn Reykjavíkur, ekki bara í málefnum flugvallarins, heldur flestum þeim málum er snúa að skipulagi borgarinnar. "Vér erum þeir einu sem vitum", er mottóið, rétt eins og hjá stjórnendum ESB.

Ekki skrítið að þessi hópur sem stýrir borginni sé einn af þeim sjaldséðu hér á landi sem enn aðhyllast aðild að ESB. 


mbl.is Ræða lokun neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir aðhyllast ofbeldi og yfirgang.  Það er ekkert flóknara.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband