Styttist í byssugelt?

Erum við að horfa upp á enn eina styrjöldina í Evrópu? Er það virkilega svo að þjóðverjar ætli að í þriðja sinn á rétt rúmum eitthundrað árum, að koma af stað styrjöld í álfunni?

Allir vita hvaðan þessi skilyrði koma, sem réttilega eru nefnd sem valdarán. Jafnvel Angela Merkel hefur fundið sinn ofjarl innan eigin ríkisstjórnar. Höfundur þeirrar atburðarásar sem nú stendur yfir er Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands. Þessi maður hefur tekið völdin af Merkel og hún orðin handbendi hans. Helsti stuðningsaðili Schauble eru Serbar. Kunnugleg samvinna? Aðrir sem fylgja þessum aðilum að málum eru þjóðir sem sjálfar eru svo illa staddar að þær hafa einfaldlega ekki bolmagn til að leggja fram frekari aðstoð, án þess að skaða eigin efnahag verulega, s.s. Eystrasaltríkin og Finnland

Schaubel ætti að skammast sín og kannski það sem meira er að ef einhver sómi er af forsvarsfólki annarra ríkja Evrópu, ætti það að sjá til þess að þessi maður verði tekinn úr umferð áður en lengra gengur. Kannski er það orðið of seint.

Saga þjóðverja á síðustu öld er ekki til sóma. Tvær heimstyrjaldir sem leiddu til áður óþekktar hörmungar fyrir álfuna, voru af þeim hafnar. Eftir að hafa tapað þeim báðum komu önnur lönd til hjálpar og reistu landið úr öskustó. Stríðsskaðabætur voru afnumdar, m.a. gagnvart Grikkjum.

Við upphaf þeirrar aldar sem nú ríkir kom evran í umferð. Allt frá upptöku hennar hefur vöruskiptajöfnuður Þýskalands aukist og tekið stökk hin síðustu ár. Á sama tíma hefur þessi sami jöfnuður verið í mínus hjá öllum öðrum ríkjum evrunnar, jafnvel Frakkland hefur farið verulega halloka frá upptöku evrunnar. Þýskaland er hægt og örugglega búið að soga til sín allt fjármagn evrulanda. En þetta dugir ekki Schauble, ekki frekar en yfirráð Hitlers yfir stæðstum hluta Evrópu á sínum tíma. Eins og Hitler þá vill Schaubl meira. Nú ætlar hann að innlima Grikkland. Ef einhverjum dettur í hug að hann láti þar við sitja, er hinn sami í mikilli afneitun. Ef Schaubl nær þeim völdum sem hann virðist vera að ná, munu öll lönd Evrópu vera undir, fyrst ríki evrunnar, síðan ESB og að lokum öll álfan. Nasisminn hefur vaknað aftur upp í Þýskalandi!

Verkfæri Schaubl eru auðvitað ESB, evran og Evrópski seðlabankinn.

Hitler yfirtók Evrópu með vopnum, Schaubl notar fjármagnið. Mismunandi aðferðir en niðurstaðan sú sama. En þegar engu er lengur að tapa munu byssur fara að gelta, með tilheyrandi hörmungum. Auðvitað mun þetta stríð Þýskalands gegn nágrannaríkjum sínum tapast, eins og fyrri stríð sem þessi þjóð hefur stofnað til. Það er bara spurning um hvenær og hversu stór skaðinn verður. Hversu mikið aðrar þjóðir heims þurfa að láta af hendi til að byggja enn einu sinni upp þetta ríki, sem virðist ekki með nokkru móti geta unnið með öðrum ríkjum, þetta ríki sem virðist telja sitt hlutverk að dóminera yfir öllum öðrum, með góðu eða illu.

Kannski voru stæðstu mistökin á Yalta ráðstefnunni, fyrir rúmum 70 árum, að skipa ekki málum Evrópu með þeim hætti að Þýskaland væri ekki lengur á landakortinu. Að lendur þess lands hefðu ekki verið lagðar undir þau nágrannaríki sem næst þeim voru.

 

 


mbl.is „Þetta er valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki gleyma að árið 1953 voru þjöðverjar gersamlega gjaldþrota með skuldir yfir 200% af þjóðarframleiðslu. Þá tóku nágrannar þeirra og lánadrottnar sig saman og gáfu þeim upp skuldirnar þannig að þeir fengu nýtt start alveg gratís.

og daginn eftir voru þeir farnir að syngja "uber alles in der welt" og hafa kyrjað síðan. 

Það er ekkert vandamál í evrópu nema þjöðverjar.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2015 kl. 03:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú þetta á Yalta ráðstefnunni.Einhvern vegin heldur maður alltaf að þessi voði kræli ekki á sér aftur.Svo er það fyrirgefningin,þegar runnin er af manni reiðin. En rétt er það að ekki er ýkja langt síðan voðaverk voru framin í gömlu Júgóslavíu... Þá skiptir engu máli hvað okkur almenningi hugnast,en e.t.v hjálpar núna samheldnin á samf.miðlum. Ekkert valdarán.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2015 kl. 03:09

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já það gæti farið svo Gunnar að geltið færðist yfir í byssurnar.  Grikkjum tókst að lifa af í aldir og þola margar raunir, meðal annars vélbyssur og hersetu Þjóðverja og ræningja krumlur þeirra. 

Nú ætla þessir siðblindu, fjársjúku, auðlindasjúku þjóðverjar að gera Grikkland að verndarsvæði sínu með því að sauma að þeim og svelta til hlýðni.  Það voru þá kannski ein helstu mistök Þjóðverja að skikka Grikki til að kaupa þýsk vopn fyrir lánsféð sem átti að vera þeim til styrktar.  

Grikkjum tókst að lifa af í aldir án þjóðverja, en þeir eins og Ítalir hafa alltaf haft hjáguði sem starfa utan við hið eiginlega hagkerfi og því hafa aldrei verið ein lög fyrir alla.  Þá meinsemd þurfa Grikkir að uppræta, en það gerist ekki undir stjórn Þjóðverja, því að þá eflist öll neðanjarðar starfsemi         

Hrólfur Þ Hraundal, 13.7.2015 kl. 09:05

4 identicon

Takk fyrir góðan pistil.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 11:31

5 identicon

Published on Jul 10, 2015

My talk with Dr Paul Craig Roberts about the financial situation controlling Greece, and the consequences of the Greeks staying in the Euro or leaving it. Paul explains what, who, has, is, and will be, influencing the situation, and what outcomes we might expect, and how Washington will no doubt be doing all they can to manipulate that outcome at any cost.

https://www.youtube.com/watch?v=cZTFFDZTRoY

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband