Úr glapkistu Björgólfs gamla

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans hefur greinilega fundið glapkistu Björgólfs gamla. Þessa sem hann geymdi sín helstu áhugamál í, West Ham, Hörpuna og stórar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir bankann sinn. Allir vita hvernig fór fyrir kall greyinu Björgólfi. Áhugamálin glöptu honum sýn og nú virðist sama glýja komin í augu Steinþórs.

En nú er Landsbankinn nánast allur í eigu þjóðarinnar. Þetta er ekki einkabanki, sem eigendur geta notað sem sína buddu. Því hljóta þeir sem með þetta eignarhald okkar fara að hafa eitthvað um málið að segja. Forsætisráðherra hefur marg oft deilt sinni skoðun á málinu, en minna heyrist frá fjármálaráðherra, sem með umboðið fer. Hver er hans sýn á þessari hugmynd úr glapkistunni? Er ekki komin tími til að þjóðin fái að heyra hans skoðun á málinu?

Steinþór segir að kostnaðurinn verði átta þúsund milljónir, sparnaður verði sjö hundruð milljónir á ári og því taki ekki nema tíu ár að greiða niður kostnaðinn. Það er vissulega huggulegt að hafa svo talnaglöggan mann sem stjórnanda stæðsta banka landsins, eina bankans sem þjóðin á.

Fyrir utan að kostnaðaráætlunin mun aldrei standast, ekki frekar en aðrar kostnaðaráætlanir hér á landi og að það vanti í þessa jöfnu bankastjórans alla vexti, þá gerir 10 sinnum 700 einungis 7000. Enn vantar eitt þúsund milljón króna upp á að jafna bankastjórans gangi upp. 

En hann hefur ekki áhyggjur af svoleiðis smámunum, hann hefur heldur engar áhyggjur af því þó eigendur bankans séu kannski ekki tilbúnir með honum í ævintýrið. Allar áhyggjur bankastjórans eru um hvort þetta glæsihýsi muni skyggja á Hörpuna. Eða er það kannski öfugt?

Ef það er einhver stofnun sem ætti að sýna ráðdeild þá er það bankastofnun. Þar inni fer fram meðhöndlun peninga annarra, þetta er einföld skrifstofuvinna. Ef hægt er að byggja glæsihús á dýrustu byggingalóð landsins fyrir átta milljarða, er ljóst að hægt er að byggja yfir sömu starfsemi fyrir einn fjórða þeirrar upphæðar, með því einu að byggja hagkvæmt og velja húsinu stað á ódýrri lóð.

Þá stendur eftir sú stóra spurning; hvaða áhrif hefur þessi bygging á verðbólguna? Mun ekki verðstöðugleika í landinu verða ógnað? Hvað segir Már um þetta? Telur hann ekki rétt að hækka stýrivexti, eitthvað örlítið, vegna þessara áforma? Það hefur nú minna þurft til að hann hækki vexti!

Það mætti halda að Steinþór hafi gleymt að hér varð bankahrun vegna offjárfestingar. Kannski mynni hans sé í sama takti og stærðfræðikunnáttan!!


mbl.is Á ekki að skyggja á Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

í frettinni minnir mig að hann teldi þessi áform spara útgjöld vegna búana sem eru dreifð,t.d. Kóp.mjódd,ofl.En ég segi eins og Halldór hversu oft fara svona venjulegir viðskiptamenn í aðalstöðvarnar niður í umferðarkaósið,flestir eru með netbanka. Aðalstöðvar bankans ættu að vera við gott aðgengi fyrir bíla,hvað sem þeim finnst um það.- Það verður að stöðva svona ráðslag.Auðvitað veit hann af hagnaðinum sem myndast af alltof háum vöxtum og verðtryggingu,hann ætti að hugsa um að þeim fjölgar sem vilja afnema verðtryginguna.Annars ert þú með þetta á hreinu Gunnar. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2015 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband