Ha, ha, Árni Páll bara kominn í uppistand!!

Það er fyndið að lesa þessi ummæli Árna Páls. Hann telur stjórnarflokkana ekki hafa umboð til að draga umsókn að ESB til baka. Höfðu fyrri stjórnarflokkar umboð til að hefja þá vegferð?!

Fyrir kosningarnar vorið 2009 var lítið rætt um aðildarumsókn að ESB, enda höfðu landsmenn meiri áhyggjur af öðru, eins og t.d. hvort þeir myndu hafa í sig og á, næstu misseri. Einn flokkur nefndi þó aðild og það var auðvitað Samfylkingin. Aðrir flokkar ræddu þetta mál lítið, utan VG, sem lagðist alfarið gegn slíkri umsókn. Niðurstaða þeirrar kosningar var að Samfylking hélt naumlega sínu fylgi, meðan VG vann sinn stóra og eina sigur. Þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn og hennar fyrsta verk var að sækja um aðild að ESB. Tillögu um að kanna vilja þjóðarinnar til þeirrar umsóknar var hafnað.

Fyrir kosningarnar vorið 2013 voru eitt af stæðstu málum kosningabaráttunnar hvort halda ætti áfram þeirri fenjaferð sem Samfylkingin hafði dregið þjóðina út í, nærri fjórum árum fyrr. Tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru með skýra stefni í þessu máli, stefnu sem ákvörðuð hafði verið á landsfundum þeirra flokka. Þessi stefna þeirra var skýr og engum dulin, Íslandi væri betur borgið utan ESB. Einn flokkur, Samfylking, barðist hart fyrir áframhaldi fenjaferðarinnar. BF var hugsandi og vildu ekki segja af eða á um þetta mál, a.m.k. ekki fyrr en eftir kosningar. VG var eins og vindhani sem vissi ekki hvaðan vindurinn blés.

Niðurstaða þessarar kosningar var skýr. Þeir flokkar sem samþykkt höfðu innan sinna raða að hætta skyldi fenjaförinni og reyna að koma landsmönnum aftur á fast land, unnu sigur, meðan sá eini flokkur sem vildi halda áfram að vaða fenið, beið afhroð. Svo mikið var tap þess flokks að sumir töluðu um hamfarir!

Það er því spurning, hvort hafði ríkisstjórnin sem hóf fenjaförina umboð þjóðarinnar, eða sú ríkisstjórn sem vill snúa að föstu landi?

Ef skoðað er undanfari kosninga og síðan niðurstaða þeirra, annars vegar áður en fenjaferðin hófst og hins vegar við lok hennar, er auðvelt að svara þessari spurningu. Og hvað getur verið betri mælikvarði á umboð stjórnarflokka en einmitt niðurstaða kosninga í ljósi kosningabaráttunnar.

Kannski Árni Páll lesi þetta á einhvern annan veg, en mun nærtækari skýring er að hann sé að prófa sig á nýjum vettvangi. Að hann stefni á uppistandsmarkaðinn. 


mbl.is Hafa ekki umboð til að ákveða þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eina rökrétta skýringin.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:33

2 identicon

Stjórnarflokkarnir hafa ekki umboð til að draga umsókn að ESB til baka. Fyrri stjórnarflokkar fengu umboð Alþingis til að hefja þá vegferð. Til þess þurfti stuðning Framsóknarflokks. Ætli stjórnarflokkarnir að draga umsóknina til baka geta þeir það aðeins með því að fá fyrst umboð Alþingis, það umboð hafa þeir ekki enn fengið.

Fyrir kosningarnar vorið 2013 var stærsta mál kosningabaráttunnar að fella niður vísitöluhækkanir sem orðið höfðu á húsnæðisskuldum. Flestir létu sér ESB afstöðu flokkana í léttu rúmi liggja þar sem kjósa átti sérstaklega um inngöngu þegar þar að kæmi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 21:40

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað voru fleiri málefni en bara ESB í umræðunni, bæði fyrir síðustu kosningar og kosningarnar 2009. Þá var m.a. mikið rætt loforð Samfylkingar um "skjaldborrg heimila". Allir vita hvar sú skjaldborg endaði!

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2014 kl. 22:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jós. Stjórnarflokkarnir hafa umboð frá þjóðinni til að draga þetta til baka. Þeir hlutu kosningu og meirihluta einmitt til Þessa og eru að efna loforð sín, sem væntanlega er framandi í eyrum vinstrimanna.

Síðasta Ríkistjórn hafði ekkert umboð til að fara í þessa vegferð. Fyrir það fyrsta, þá skrifaði forseti aldrei upp á það og þar var 17. Grein Stjórnarskrárinnar brotin. Í öðru lagi þá höfnuðu vinstriflokkarnir því að leyfa þjoðinni að taka ákvörðun um þetta. Ástæðan var sú að 70% kjósenda var á móti umsókn samkvæmt skoðanakönnunum, svo ákveðið var að sniðganga þann vilja.

Að auki var þetta haft fram ,eð blekkingum og lygu á þinginu, þar sem sagt var að þetta væru "könnunarviðræður" sem seinna var kallað að kíkja í pakkann, þegar í raun lá fyrir að ekkert er um að semja, auk þess sem við værum búin að taka upp regluverk sambandsins óþynnt að þessu ferli loknu. Það eitt flokkast undir landráðabrugg.

Hér er einvörðungu verið að leiðrétta lögleysu og gefa mönnum tækifæri á að byrja upp á nýtt með lýðræðið að leiðarljósi. Nokkuð sem er nánast guðlast að nefna í ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2014 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru margir milljarðarnir sem töpuðust í endurreisninni fyrir það hve fyrirferðarmikið þetta mál var og glapti frá raunverulegum aðgerðum, svo ekki sé minnst á undanlátsemi við kúgara okkar og sjálfsmorðsdíla við kröfuhafa bankanna til að þóknast nómenkladíunni í Brussel.

Ætli við höfum ekki séð af nálægt þúsund milljörðum í þessu feigðarflani.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2014 kl. 23:04

6 identicon

Og hvar er skuldaniðurfellingin? Og hvenær verður þjóðaratkvæðagreiðslan sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði að kosningaloforði? Furðulegt hve Íslendingar verða undrandi þegar kosningaloforðin eru svikin þegar í áratugi það hefur verið undantekning að þau séu efnd.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband