Fyrir hvað stendur Vilhjálmur Bjarnason á þingi ?

Sagt er að menn sigli undir fölsku flaggi þegar þeir koma sér fyrir með því að svindla og svíkja. Og vissulega má segja að Vilhjálmur hafi svindlað á kjósendum síðasta vor og svíki síðan flokk sinn núna.

Þegar Vilhjálmur Bjarnason gaf kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokk, fyrir síðustu kosningar, þá lágu fyrir samþykktir landsfundar. Meðal þeirra samþykkta var að laga skyldi skuldastöðu lántakenda, sem reyndar fékkst ekki samþykkt fyrr en eftir verulega útþynningu frá upphaflegu tillögu. Einnig lá fyrir samþykkt landsfundar um afstöðuna til ESB viðræðna og stöðu Íslands gagnvart sambandinu. Sú tillaga fékk hins vegar mikið meirhlutafylgi innan flokksins og má segja að aðildarsinnar innan Sjálfstæðisflokks hafi verið kveðnir niður að fullu.

Í kosningabaráttunni sjálfri opinberaði Vilhjálmur sína skoðun í sambandi við aðgerðir til skuldugra heimila landsins, en hann veigraði sér við að opinbera sína skoðun til ESB aðildar þar til kosningar voru afstaðnar. Vissi sennilega sem var að þessi tvö mál voru kjósendum flokksins huglæg og því ekki vænlegt til atkvæða að opinbera andstöðu við þau bæði fyrir kosningar. Andstaða hans við að hjálpa almenningi var hins vegar svo djúpstæð að hana gat hann ekki falið.

Vitað var, snemma síðasta vetur að þessi tvö mál yrðu ofarlega í kosningabaráttunni og vitað var hver afstaða Sjálfstæðisflokks til þeirra var. Því verður ekki annað sagt en að maður sem var í svo mikilli andstöðu við samþykktir flokksins í þessum málum skildi velja að bjóða sig fram til starfa á Alþingi fyrir einmitt þann flokk, hafi verið að sigla undir fölsku flaggi. Hefði ekki verið heiðarlegra af honum að velja flokka sem stóðu hans hugðarefnum nær? Þar gat hann valið a.m.k. tvo aðra flokka.  

Nú er það svo að hver þingmaður er bundinn eigin sannfæringu. EN þá verður líka það fólk sem sækist eftir þingmennsku að kynna kjósendum hver sú sannfæring er, áður en kosið er. Það verður ekki falið sig bak við það að ESB umsóknin og hvernig hún skyldi afgreidd, sé eitthvað mál sem komi óvænt upp. Þetta málefni var rækilega rætt í aðdraganda kosninga, en Vilhjálmur kom sér hjá að láta sína skoðun uppi um það. Hann faldi sína sannfæringu fyrir kjósendum. Það var ekki fyrr en stjórnasáttmálinn var kynntur sem hann loks lét hana uppi, svo ekki væri misskilið.

En nú spyr maður, fyrir hvað stendur Vilhjálmur, á Alþingi. Hann er á móti þeim tveim málum sem að ofan eru nefnd, þó þau hafi kannski verið fyrirferðamest í aðdraganda kosninga.  Af málflutningi hans á Alþingi má að vísu vel sjá að honum er mjög í mun að fjármagnsöflunum sé hyglt og ef lesið er úr orðum hans í þeirri frétt sem þetta blogg hengist við, má einnig sjá að honum er umhugað um velferð þeirra sem hann kallar "menn sem bera mikla ábyrgð í íslensku samfélagi". Það er svo hægt að velta fyrir sér hverjir það eru, að hans mati.

Ef Vilhjálmur sóttist eftir setu á Alþingi til þess eins að verja hagsmuni fjármagnsaflanna og einhvers hóps sem hann telur "menn sem bera ábyrgð í íslensku samfélagi", er skiljanlegt að hann hafi talað lágt fyrir kosningar. Það er nefnilega svo að þegar kemur að atkvæðum þá er vægi verkamannsins jafnt við forstjórann, en forstjóranrnir eru hins vegar fekar fáir. Því kemst enginn á þing með því einu að ætla að sækja atkvæði þangað, það þarf meira til. 

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þó Vilhjálmur telji sig ekki geta stutt tillögu um afturköllun aðildarumsóknar. Málflutningur hans frá kosningum hefur ekki farið fram hjá neinum, þó fáir muni hvað hann sagði fyrir kosningar, enda var það bæði fátt og fátæklegt. Vilhjálmur setur sig á bekk með þeim félögum Steina og Benna. Þeim sjáfstæðismönnum sem ekki enn hafa áttað sig á að þeir voru ofurliði bornir innan flokksins, á landsfundi. 

Engu að síður er ljóst að Vilhjálmur svindlaði á sínum kjósendum síðasta vor og nú stefnir hann á að svíkja einnig samþykktir þess flokks sem hann situr fyrir á Alþingi.

 


mbl.is „Ég styð ekki þessa tillögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er algerlega út í hött Gunnar.  Vilhjálmur hefur alltaf verið trúr sannfæringu sinni og þannig þingmenn viljum við hafa, ekki satt?  Alveg eins og Pétur Blöndal og Vigdís Hauks sem dæmi. Að halda því fram að þingmenn eigi að fara í einu og öllu eftir samþykktum landsfunda lýsir forneskju hugsun sem þarf að breyta.  Það virðist klofningur í Sjálfstæðisflokknum og við eigum að fagna því.  Því meiri ágreiningur þeim mun færri atkvæði.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2014 kl. 05:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jóhannes.

Þú ættir kannski að lesa skrif mín aftur, það er greinilegt að þú misskilur þau hressilega.

Það er ekkert í þessum skrifum hjá mér sem segir að Vilhjálmur hafi verið ótrúr sinni sannfæringu. Hins vegar gagnrýni ég hvað hann hélt þeirri sannfæringu fyrir sig í aðdraganda kosninga. Þegar fréttamaður reyndi að draga upp úr honum afstöðu til ESB, fyrir kosningar, þá yppti hann öxlum, hallaði undir flatt og brosti. Ekkert skýrt svar kom. Það var svo ekki fyrr en að loknum kosningum, eftir að stjórnarsáttmálinn hafði verið kynntur, sem Vilhjálmur gaf skýrt út hvar hans hugur væri í þessu efni.

Ég er sammála þér, við eigum að hafa fólk á Alþingi sem er trútt sinni sannfæringu, en við hljótum að gera þá kröfu að það fólk sem sækist eftir þingsæti kynni þá kjósendum þá trú sína, áður en gengið er til kosninga, ekki eftir að þeim er lokið!

Pétur Blöndal hefur aldrei legið á sinni skoðun og kjósendur ganga að því krislatæru fyrir hvað hann stendur fyrir. Hann er heiðarlegur, jafnt fyrir sem eftir kosningar. Það sama má segja um Vigdísi Hauksdóttur, sem og marga aðra þingmenn.

Sumir telja að Sjálfstæðisflokkur muni klofna við þessa málsmeðferð, en frekar mætti segja að úr honum gæti flísast eitthvað örlítið. Að skemmdu eplin láti sig hverfa úr körfunni. Það gæti allt eins leitt til frekara fylgis flokksins. Það er margur flokksmaðurinn sem á erfitt með að sættast við þann fámenna en freka hóp sem kallar sig "Sjálfstæða sjálfstæðismenn".  

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2014 kl. 06:25

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt Gunnar Heiðarsson, að segja það sem þarf um fláráðar pöddur sem alltaf þurfa að smygla sér inn á meðal ærlegra í þeim einum tilgangi að þjóna sinni eigin lund.  

Það er mér löngu ljóst hvern mann  Vilhjálmur Bjarnason hefur að geima, því þó honum lukkist að vera skemmtilegur á stundum, þá fer þar hrokafullt , undirförult,  snobbhænsn.  Hænsn sem á mun betri samleið með aftaka Jóhönnu vitlausu. 

Eða hvaða vit var það hjá henni að eiða öllu afli ríkisstjórnar sinnar í Stjórnarskrár brot, Evrópuumsókn, stjórnarskrár þvælu, dæmalausasta fjár kúunnar mál sem nokkur ríkisstjórn hefur reynt að beita þjóð sína, Icesave?. Og það á örlaga tíma þegar allt annað þurfti að gera.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2014 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband