Bjartur dagur í lífi þjóðar

Varla er hægt að hugsa sér bjartari dag í lífi íslensku þjóðarinnar sem daginn í dag. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga fordæmalausa umsókn Samfylkingar um aðild að ESB til baka.

Dagurinn er bjartur í tvennum skilningi, fyrsta lagi vegna þess að nú sér loks fyrir endann á þeirri ófæruferð sem einn lítill stjórnmálaflokkur leiddi þjóðina út í, með klækjum á Alþingi og án aðkomu þjóðarinnar. En dagurinn er ekki síður bjartur vegna þess að núverandi stjórnvöld hafa enn og aftur sannað að þau láta ekki stjórnast af fámennum en háværum sérhagsmunahópum, heldur hefur vegferð lands og þjóðar í fyrirrúmi.

 


mbl.is Ekki sótt um án atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarflokkarnir hafa ekki samþykkt að draga fordæmalausa umsókn Samfylkingar um aðild að ESB til baka. Enda ekki á þeirra valdi að gera það. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi dragi umsókn Íslands um aðild að ESB til baka. Sú umsókn var samþykkt á Alþingi af síðustu stjórn með stuðningi Framsóknarflokks meðal annarra.

Og nýjustu fregnir herma að ríkisstjórnin hafi ekki nægan stuðning innan eigin raða til að fá þingsályktunartillöguna samþykkta. Ætli helgin fari ekki í kattasmölun og atkvæðakaup hjá forustumönnunum.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Atkvæðakaupahelgi?

Það er flott, þá hafa þeir þingmenn sem voru ekki að ljúga um skuldaleiðréttinguna vogarafl á hina í þeim viðskiptum.

Kannski gæti eitthvað gott komið út úr því eftir allt saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:49

3 identicon

Skuldaleiðrétting og umsókn dregin til baka...

Engin skuldaleiðrétting og umsókn dregin til baka...

Skuldaleiðrétting og umsókn ekki dregin til baka...

Engin skuldaleiðrétting og umsókn ekki dregin til baka...

Þar sem við erum að tala um Íslenska stjórnmálamenn þá er ekki erfitt að sjá hver verður útkoman........en náfrændur hverra verða seðlabankastjórar er ennþá spurning án svars.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband