Tvær fréttir um sama mál

Í þeirri frétt sem þetta viðhengi er tengt við er rætt við Gunnar Haraldsson, forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í henni kemur fram afdráttarlaust svar við því hvort hann telji möguleika fyrir okkur að ná fram varanlegum undanþágum í sjávarútvegi og landbúnaði. Svarið er afdráttarlaust NEI og vísar hann þar til þess engu ríki hafi hingað til tekist að ná slíkri varanlegri lausn í þessum málaflokkum samhliða því að hertari reglur eru gegn slíkum undanþágum nú en áður. Því sé nánast útilokað að við gætum náð fram slíkum varanlegum undanþágum.

EN það er einnig viðtal við þennan sama mann í fréttum ruv. Þar kveður við annan tón. Að vísu kemur ekki fram í því viðtali hvort hann hafi verið spurður út í undanþágur á þessum tveim sviðum, sjávarútvegs og landbúnaðar, eða hvort verið var að ræða einhverjar aðrar og efnisminni undanþágur. Í þessu viðtali segir Gunnar að EF TÆKIST að ná fram undanþágu og EF TÆKIST að setja hana í aðildarsamning, mundi slík undanþága halda. Einnig bendir hann á að varasamt sé að horfa til fyrri aðildarsamninga varðandi slíkar undanþágur, enda samningsumhverfið mun strangara nú en áður.

Því má segja að þessar tvær fréttir segi það sama, að ekki sé nein von til varanlegra undanþágna. Að samningumhverfið nú sé svo breytt frá því sem áður var að ekki sé hægt að vísa til fyrri samninga. Að regluverkið um inngöngu nýrra ríkja hafi verið hert svo mikið að útilokað sé að finna smugu fyrir slíkar varanlegar undanþágur.

En þar sem fréttamönnum ruv tókst að klippa sína frétt á þann veg að hægt var að koma inn tveim EFum og auk þess búinn til "réttur" formáli að henni, hefur landsölufólkið gripið þessa frétt sem einhvern heilagann sannleik. Formáli fréttarinnar, þar sem fréttamaður telur upp undanþágur frá fyrri tímum, fellur um sjálft sig, þegar hlustað er á alla fréttina. Bæði vegna þess að þar er um að ræða undanþágur sem sumar hverjar eru ekki varanlegar og einnig vegna þess að þær fjalla ekki um undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Í frétt mbl.is, sem þetta blogg hengist við, er hins vegar spurningin einföld og svarið, sem tekið er orðrétt eftir forstöðumanninum, enn einfaldara!

 

 


mbl.is Óraunsætt að undanþágur fáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Gunnar Haraldsson viti lítið hvað hann er að tala um.

"Jumping to conclusions (JTC)". 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband