Er kollan orðin mófugl ?

Æðakollan er sjófugl, verpir við fjöru og í hólmum, nærri sjó. Vatnsmýrin, er eins og nafnið ber með sér, mýri.

"Sérfræðingum borgarinnar" er slétt sama. Þeir spá ekki svona smámuni, heldur ætla að rækta upp æðavarp í mýrinni, sama hvert eðli fuglsins er. Hann skal bar hlýða.

Það tekur mörg ár, jafnvel áratugi, að byggja upp æðavarp, jafnvel við bestu aðstæður. Hætt er við að enn lengur takist að byggja upp slíkt varp í mýri, hef reyndar ekki heyrt að það hafi tekist hingað til.

En gott og vel, segjum nú að fuglinn óttist "sérfræðinga borgarinnar" meira en náttúruna, segjum að fuglinn taki nú uppá því að hlýða. Þá gæti tekið nokkur ár að byggja upp sæmilegt varp þarna, stofn æðafugls sem ekki þekkir annað en að verpa í mýri.

Þá gæti staðið á endum að þegar loks væri búið að brjóta niður eðli þessara fugla og þeir orðnir sáttir við að hreiðra í mýri, verði viðkomandi mýri lögð undir byggð. Hvert eiga þá þessir ágætu fuglar að fara? Kannski Klambratúnið komi þá upp í huga "sérfræðinga borgarinnar" sem ákjósanlegur staður fyrir þá?

Hún ríður ekki við einteyming "snillin" hjá borgaryfirvöldum!!

 


mbl.is Reykjavíkurborg ræktar æðarfugla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband