En erum við tilbúin að hafa hann áfram

Það kemur ekki á óvart að Már vilji sitja áfram í Svörtuloftum, en er þjóðin tilbúin að hafa hann þar lengur? Og kannski það sem meira máli skiptir og þyngra vegur, vilja núverandi valdhafar hafa þennan mann yfir Seðlabankanum?

Á viðskiptaþingi snupraði forsætisráðherra stjórn Seðlabankans fyrir slæleg og röng vinnubrögð. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld hafa gefið til kynna að stjórnun bankans sé ekki sem best skildi. Þá hefur vaxtastefna bankanns oftar en ekki byggst á frekar hæpnum forsendum. Stjórn bankanns virðist endalaust sjá einhver merki í framtíðinni um að hugsanlega gæti verðbólga farið á skrið og heldur uppi ofurvaxtastenfu vegna þeirra ógreinilegu merkja, sem reyndar fáir aðrir sjá. Jafn skjótt og í ljós kemur að þau merki sem stjórn bankanns taldi sig sjá, bresta, eru fundin ný. Þannig hefur þetta gengið síðastliðið ár. Við hvera vaxtaákvörðun er vöxtum haldið uppi vegna einhverra ímyndaðra tákna um að hugsanlega gæti komið til verðbólgu, einhverntímann í framtíðinni. Þar sem vextir spila stórt í rekstri fyrirtækja og heimila, hefur bankinn með þessum aðgerðum unnið markvisst gegn stöðugleika og lágri verðbólgu. Í dag má rekja nánast alla verðbólguna til hárra vaxta og er hávaxtastefna bankanns ein hellsta ógn landsmanna.

Það er því ekki spurning hvort Már vill sitja lengur, heldur hvort stjórnvöld hafi kjark til að láta hann fara.

 


mbl.is Már tilbúinn að gegna starfinu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endilega látið hann fara . hann gaf i skin að hann væri eiginlega of góður firrir starvið og að kaupið væri lagt en það skipti ekki mali af því peningar væru nú  ekki alt .svo nokkrum mánuðum seinna fer hann i mal við atvinnurekandann sin til að lata reina a hvort hann eigi ekki að hafa hærra kaup .endilega lata strengjabruðuna fara

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 11:53

2 identicon

The Biggest Scam In The History Of Mankind - Hidden Secr

 http://www.youtube.com/watch?v=iFDe5kUUyT0

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband