Mörður er eins og hundur á beini

Mörður telur það "minnisblað" sem hann hefur undir höndum vera það eintak sem lekið var til fjölmiðla. Á hverju byggir hann þá ályktun sína? Var það kannski hann sem lak umræddu minnisblaði í fjölmiðla?

Þá er umhugsunarvert að hann skuli ekki fyrir löngu hafa afhennt lögreglu þetta minnisblað, sérstaklega eftir að ríkissaksóknari vísaði málinu til frekari rannsóknar lögreglu. Það eru þekkt sannindi að stundum er betra að rekja mál frá báðum hliðum og þetta blað sem Mörður segist hafa undir höndum ættu að gera slíkt auðveldara. Er Mörður kannski hræddur? Hefur hann eitthvað að fela? Getur verið að málið sé að snúast í höndum Marðar, að hann sé að átta sig á að sennilega hafi verið betra fyrir hann að láta kjurt liggja?

Það er auðvitað hámark heimskunnar að halda því fram að Hanna Birna eða hennar nánustu samstarfsmenn hafi lekið þessum upplýsingum.  "Í pólitískum tilgangi" segir Mörður. Hvaða pólitíska ávinning gat Hanna Birna haft af þessu? Hitt er rétt og hefur sannast, að pólitískur ávinningur stjórnarandstöðu hefur verið nokkur af málinu, a.m.k. er það trú hennar. En spyrjum að leikslokum.

Í Innanríkisráðuneytinu eru margir starfsmenn og vel getur verið að einhver þeirra hafi séð sér leik á borði til að koma höggi á ráðherrann, með því að leka upplýsingum. Þá er vitað að fleiri aðilar en ráðuneytið hafa aðgang að þessum upplýsingum.

Því er nauðsynlegt að rannsaka þetta mál og sú rannsókn er komin í gang. Í fyrsta lagi þarf að rannsaka hvort umrætt bréf, sem borið var í fjölmiðla, sé raunverulega komið úr ráðuneytinu. Þar getur Mörður komið til hjálpar, þar sem hann er sannfærður um að hafa viðkomandi minnisblað undir höndum.

Ef svo er, að þetta blað á sannarlega upptök sín í ráðuneytinu, þarf auðvitað að komast að því hver það var sem lak því út til fjölmiðla. Það sér hver maður að slíkur starfsmaður er ekki æskilegur, hvorki innan ráðuneytis né hvar þar sem um viðkvæmar upplýsingar er fjallað. Og aftur getur Mörður hjálpað lögreglu, með því að upplýsa hana hvar hann komst yfir þetta minnisblað. Þá er kannski hægt að rekja það, koll af kolli, til þess einstaklings sem sökin er hjá.

Það er vissulega umhugsunarvert að Mörður skuli ekki hafa afhennt þetta blað sitt fyrir löngu. Það er ekki í fyrsta sinn í dag sem þingmenn skora á hann að gera slíkt, sú ósk hefur komið frá þingmönnum og ráðherrum allt frá því hann tilkynnti í ræðustól Alþingis að hann hefði þetta blað undir höndum, fyrir nokkrum dögum síðan.

Hver er ástæða þess að hann liggur á þessu eins og hundur á beini?!!

 


mbl.is Tilbúinn að sýna „réttum aðilum“ minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

mörðurinn er farinn að reskjast og gerir sér grein fyrir að hann hefur fátt til afreka unnið. En reynir að vekja athygli á sér og fá nafn og mynd í fjölmiðla.

Hvumpinn, 13.2.2014 kl. 12:56

2 Smámynd: Hvumpinn

mörðurinn er varaþingmaður núna og fær fá tækifæri til að koma sér á framfæri.  Eitthvað er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir að dunda annað núna og þá fær mörðurinn að koma í salinn í staðinn.

Og vantar athygli.

Hvumpinn, 13.2.2014 kl. 12:58

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þú ert nú eins og Ragnar Reykás í þessari færslu Gunnar. Rífst við eiginn strámann.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2014 kl. 17:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki að rífast við neinn, Jóhannes, hvorki mig sjálfann né einhvern annan.

Það sem ég leyfi mér að gera er að setja fram mína sjón á framkomu Marðar í þessu máli og velti ég einnig upp hvers vegna hann hafi ekki afhent réttmætum yfirvöldum það minnisblað sem hann telur vera það sama og lekið var til fjölmiðla.

Þetta er ekkert rifrildi, en hugsanlega má kalla þetta nöldur. En það verður auðvitað hver að eiga við sig.

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2014 kl. 20:08

5 Smámynd: rhansen

þetta er fyrst af öllu aðför vinsti manna og ekki sú eina ..skyrsla Seðlabankans  og fl að Rikisstjórn og miðar að þvi einu að kljúfa hana eða koma frá ...flóknara er það ekki !!!

rhansen, 13.2.2014 kl. 21:19

6 identicon

Sæll Gunnar jafnan - sem og aðrir gestir þínir !

rhansen !

Eigið þið Mörður ekki sitthvað sameiginlegt ?

Hann - varði Jóhönnu og Steingríms klíkuna fram í rauðan Dauðann / líkt og þú hengir þig á dugleysingjana og LYGARANA Sigmund Davíð og Bjarna.

Hver er munurinn - á þessu packi öllu - rhansen ?

Reyndu - að fara að Jarðtgengjast - og yrðir þar með á undan Merði með það ágæta kona.

Kemur - Vinstri / Hægri & snúningi ekkert við - íslenzka stjórnmálaliðið sem sezt hefir á alþingi hefir allt MENGAZT af viðbjóðnum sem þar ríkir - innandyra.

Íslendingum bezt komið úr þessu - undir BEINNI stjórn frá Ottawa og Moskvu rhansen mín - því miður !!!

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 00:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyndið að sjá Óskar tala um jarðtengingu. Ég verð að viðurkenna að ég skellti uppúr.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2014 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband