Skammastu þín Gylfi !!

Það gengur gjörsamlega fram af mér hvernig Gylfi tekur þeirri gagnrýni sem svokallaður nýr kjarasamningur fær. Hann ræðst með offorsi gegn þeim mönnum sem gagnrýna samninginn og hikar ekki með að nýta sér rök SA máli sínu til stuðnings.

Hvers vegna valdi Gylfi þessa leið? Hvers vegna hlustaði hann ekki á gagnrýnisraddirnar meðan þær voru enn innanhúss? Hvers vegna valdi Gylfi að hundsa þá menn sem ekki voru sáttir og gera þeim einn leik á borði, að færa þá deilu út á frétta og vefmiðla? Hvað veldur því að Gylfi Arnbjörnsson er svona blindur á hvernig verkalýðshreyfingunni skuli best stjórnað?

Gylfi er kokhraustur og telur sig hafa skrifað undir þennan svokallaða samning í umboði 96% félagsmanna ASÍ. Viðskulum sjá hvernig kosning um þennan nýja samning fer, þá verður hægt að sjá hversu margir samþykkja samninginn og þá fær Gylfi að vita fyrir hversu marga hann er fulltrúi fyrir. Það er klárt mál að allir sem eru samningnum samþykktir munu ekki sitja heima, heldur mæta og gefa honum sitt atkvæði. Það er nefnilega svo að Gylfi er ekki eina skemmda eplið í tunnu stéttarfélaga. Hann á trygga fylgismenn í stjórnum margra stéttarfélaga, einkum þeirra sem fylla millistéttina og yfirstéttina. Sem forseti ASÍ á hann þó að vera fulltrúi allra launþega á almennum markaði, ekki bara millistéttar og yfirstéttar.

Um prósentuskrif og fullyrðingar Gylfa er fátt að segja. Hann reynir að afvegaleiða umræðuna með þeirri skreytingu. Þetta er vart svaravert og ætla ég ekki að elta ólar við þær yfirlýsingar hanns. Hef áður skrifað um þann þátt. Þó er rétt að benda á að miðað við fyrri skrif og rangfærslur Gylfa á því sviði, er vart að sjá að þar fari hagfræðingur, hvað þá æðsti fulltrúi launþega, svo arfavitlaus sem rökfærsla mannsins er þar.

Það er eitt að gera mistök, annað að viðurkenna þau. Og vissulega voru gerð mikil mistök í skjóli myrkurs, á styðsta degi síðasta árs. En voru þetta mistök? Var þetta ekki með vilja gert? Fór ekki meiri tími þann dag hjá Gylfa að tala til eiginn umbjóðendur en viðsemjendur? Það er auðvitað ekki hægt að viðurkenna mistök ef verkið er unnið vísvitandi og með fullu ráði!!

Það sjónarspil sem landsmenn urðu fyrir þenna styðsta dag síðasta árs var nokkuð undarlegt. Fyrr um haustið og veturinn höfðu flest aðildarfélög ASÍ fært sambandinu sitt samningsumboð. ASÍ hafð gert örfáar tilraunir til samninga við SA þegar gefist var upp og samningsumboðið fært til aðildarfélaganna aftur. Þá hófst stutt lota samninga, þar sem aðildarfélögin sjálf gerðu tilraunir til samninga við SA, en öllum lauk þeim með vísan til sáttasemjara. Ekkert heyrðist frá honum um nokurt skeið, eða þar til hann boðar til fundar skömmu fyrir jól.

Til þess fundar boðaði hann forseta ASÍ og fulltrúa SA. ASÍ hafði hvorki samningsumboð né hafði vísað málinu til sáttasemjara og átti því ekkert erindi á þennan fund. Til fundarins mættu einnig formenn sérsambanda og nokkurra stéttarfélaga, en sá hópur fékk ekki að setjast að samningsborðinu fyrr en allt var yfirstaðið. Þess í stað settust fulltrúar ASÍ gegn fulltrúum SA með sáttasemjara. Þar voru fulltrúar ASÍ án umboðs. Þeir fundir voru stuttir, en ekki verður sama sagt þegar Gylfi síðan færði sig yfir í herbergið sem umbjóðendur hanns sátu í. Þarna fór fram einhver undarlegasta samningsgerð sem sést hefur um langann tíma á Íslandi. Ekki var betur að sjá en að ASÍ og SA væru nokkuð sammála, þ.e. að leið SA skyldi farinn að fullu. Fyrst reyndi á Gylfa þegar hann þurfti að sannfæra sína umbjóðendur, sem ekki fengu sæti gegn SA. Þegar honum hafði, eftir nokkuð langann tíma, tekist að sannfæra nógu marga fulltrúa sérsambanda og stéttarfélaga um að þennan samning yrðu þeir að skrifa undir, fengu þeir loks að ganga til borðs með fulltrúum SA og sáttasemjara. Það er fjarri því að einhver sátt hafi ríkt innan þess hóps sem þá gekk til borðs.

Það var ekki eins og einhver tímaþröng væri farin að herja á þessa samningsgerð, eða að samningsaðilar væru búnir að funda einhver ósköp. Því lá í sjálfu sér ekkert á að klára málið. Vel hefði mátt ganga þarna frá borði og kanna hvernig baklandið lægi fyrir þeirri leið sem Gylfi og SA vildu fara. Því hefði betur farið ef Gylfi hefði haft vit til að óska eftir frestun undirritunna fram yfir hátíðir og tíminn nýttur til skoðunnar og kynningar á málinu. Þess í stað keyrði hann málið áfram og skrifað var undir.

Ef Gylfi hefði beðið um frestun undirritunnar og síðan komið í ljós að launþegar væru ekki sáttir, mátti setjast aftur að borði með fulltrúum SA og sáttasemjara og gera frekari tilraunir til samnings. Boðun verkfalla hefði þá ekki komið til, að minnsta kosti ekki að sinni. Þess í stað er núna undirritaður samningur sem óvíst er að verði samþykktur, í það minnsta hjá verkalýðsstéttinni. Vel má vera að millistétt og háaðalinn láti sér þetta vel líka, enda samningurinn þeim nokkuð hagstæður.

Fari svo að samningurinn verði felldur, erum við í enn verri stöðu en áður. Þá er í raun ekkert eftir annað en að boða til verkfalla og ef eitthvað gæti ógnað þjóðarbúinu núna eru það verkföll. Því hefði verið tryggara fyrir Gylfa að óska frestunnar undirritunnar og nýta þann tíma til kynningar á því sem hann segir vera tímamótasamning. Nema að þetta sé einhver pólitískur hráskinnsleikur hjá Gylfa, að þetta sé gert einmitt til að koma hér öllu í bál og brand. Að hann sé þarna að leggja sitt af mörkum til stjórnarslita svo hanns eiginn stjórnmálaflokkur geti komist að aftur.

Því miður get ég ekki þakkað fyrir 9.000 kallinn sem þessi kjarasamningur mun gefa mér. Af honum mun ég fá rúmann fimmþúsundkall í vasann, hitt fer skatt. Þetta er fjarri því að duga fyrir þeim hækkunum á gjaldskrám sem boðaðar hafa verið, hvað þá allar þær hækkanir sem eiga eftir að fylgja á eftir. Þetta er upphæð upp á rúmlega 180 krónur á dag. Ég horfi á hverju kvöldi í ríkissjónvarpinu á auglýsingu frá 365 miðlum þar sem þeir bjóða kostaboð á áskrift, einungis um 250 krónur á sólahring. Það er fjarri því að launahækkun mín leyfi mér að hugsa til þess að taka því kostaboði!!

ASÍ er samband allra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, samnefnari allra launþega. Forseti ASÍ er því fulltrúi allra launþega, ekki bara sumra. Það á ekki að nægja fyrir forseta ASÍ að hafa fulltrúa 96% stéttarfélaga að baki sér við undirskrift kjarasamnings, hann á að hafa fulltrúa allra að baki sér við slíkt tilefni. Það er nefnilega svo að fulltrúar stéttarfélaganna hafa ekki alltaf sterkann styrk heima í héraði. Ástæða þess er einkum sú að stjórnkerfi verkalýðshreyfingarinnar er með þeim ósköpum að nánast útilokað er að losna við menn úr stóli formanns stéttarfélags, jafnvel þó mikill meirihluti félagsmanna séu honum andvígir. Síðast þegar slík hallarbylting var gerð þurfti mikið til, jafnvel þó þáverandi formaður hafi verið búinn að setja sitt stéttarfélag nánast á hausinn. Þetta var gert rétt eftir síðustu aldamót.

Það er því staðreynd að jafnvel þó 100% formenn stéttarfélaga, aðildarsambanda og ASÍ skrifi undir kjarasamning, er alls ekki víst að hann hljóti náð launþega. Strax þegar 4% neita að skrifa undir, eykst þessi hætta til mikilla muna.

Við munum svo sjá, eftir að kosið hefur verið um þennan svokallaða samning, hversu mikið fylgi Gylfi hefur innan íslenskrar verkalýðshreyfingar. Burtséð hvort samningurinn verður samþykktur eða felldur, mun sú kosning segja til um fylgi forseta ASÍ. Þessi kjarasamningur er hanns gerð og vonandi að hann sé maður til að standa og falla með þeirri gerð!!

Gylfi getur býsnast og látið sem fram af honum gangi. Hann ætti kannski að setja sig í spor okkar launþega, sem verðum að sætta okkur við þessa sultarkjör sem við búum við. Hann ætti kannski að spá í hvernig okkur leið örstuttu fyrir jól, þegar við sáum að ekkert ætti að gera af viti fyrir okkur. Það var hugguleg jólagjöf, eða hitt þó heldur! Hann ætti kannski að reyna að setja sig í spor þeirra sem verða að lifa af 191.000 krónum á mánuði í heildarlaun og fá nú hækkun upp í 200.000 króna heildarlaun. Það dugir ekki að segja að einungis fá prósent þjóðarinnar lifi á þessum launum.

Þau prósent eru fólk en ekki tölur!!

Skammastu þín  Gylfi og reyndu að fara að haga þér eins og maður!!

 

 


mbl.is „Gengur gjörsamlega fram af mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gylfi er kominn í EES/ESB-netið.

Þeir sem komnir eru í mútunetið, eiga ekki útkomuleið á lífi.

Það er valinn maður í hverju fórnarlambs-kúgunar-plássi, í öllu stjórnsýslubatteríinu. Það er ekki fýsilegur kostur að berjast gegn aftöku-kúgaranum (mútaranum/hótaranum).

Ja, ef jafn margir Íslands-búar ætla að vera áfram jafn bláeygir, eins og þeir hafa hingað til verið, gagnvart voðalegri stjórnsýslu-spillingunni í þessu samspillingarkerfi lífeyrissjóða og banka, þá er þeim bláeymingjum ekki viðbjargandi.

Sá sem afneitar sannleikanum, lifir virku lífi í lyginni.

Þeir sem gera sitt besta til að upplýsa af heiðaleika og réttlæti, eru ekki vinsælustu kjaft-askarnir, hjá þeim sem telja sig af "hinum æðri", meðal jafningja-kjaft-aska.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.1.2014 kl. 20:49

2 identicon

gunnar, telur þú virkilega að fylgið skipti nokkru máli, menn sitja sem fastast þrátt fyrir 500 milljarða tapið í lífeyrissjóðunum og svo þrjár atlögur gegn félagsmönnum sínum með því að hvetja til að borga icesave reikninginn. Svo haldið þið áfram að kjósa þetta lið yfir ykkur, og greiða iðgjöldin til að halda þeim uppi á margföldu verkamannakaupi. Það er ekki heil brú í þessu hjá ykkur

ólafur (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband