Við getum auðvitað hjálpað Bretum

Lagning ljóshunds til Bretlands er einhver arfavitlausasta hugmynd sem skotið hefur upp kollinum um langann tíma. Það er meiriháttar undarlegt að fólk sem vill láta taka sig alvarlega skuli leggja nafn sitt við svona fávisku!

Ýmist er talað um svo mikla umframorku sem þarf að losna við, eða þá menn nefna einhverja magntölu sem ekki er til staðar og þarf því að virkja til að geta afgreitt. Um umframorkuna er það að segja að nú í þessum mánuði var allri orku til bræðslustöðva stöðvuð og skert afhending til stóriðjunnar. Ástæðan var smá bilun í einni virkjun Landsvirkjunnar. Hvar var öll umframorkan þá?

Jafnvel þó hver lækjarspræna yrði virkjuð og hver einasti hver í landinu, dygði sú raforka ekki nema til að þjóna einu litlu hverfi í London. Allt það magn sem við hugsanlega gætum sent til Bretlands breytir nánast engu í orkuþörf þeirra. 

Hins vegar yrðum við að öllu leiti háð Bretum eftir slíkann samning og yrðum að sitja og standa eftir þeirra skipunum. Þeir myndu ná fullkomnu kverkataki á okkur, kverkataki sem ekki væri með nokkru móti hægt að komast úr.

Þá hefur allt of lítið verið fjallað um tæknilegu hlið þessa máls. Lengd hundsins yrði sú lengsta sem þekkist í heiminum, nærri helmingi lengri en nokkur annar slíkur ljóshundur. Þá er dýpið í hafinu milli Íslands og Bretlands meira en helmingi meira en áður hefur verið lagður sæstrengur um. Tæknilega hlið þessa máls er því algjörlega óráðin. Menn hafa horft framhjá þeirri staðreynd og einfaldlega reiknað kostnað við lagningu þessa ljóshunds með því að taka þekktann kostnað við slíka lagningu og bætt aukinni lengd við. Þannig hafa menn komist að því að það muni kosta á milli 250 og 500 milljarða að leggja strenginn. Reyndar nokkuð frjálst bil, eða sem svarar 250 milljörðum!!

En við getum vissulega hjálpað Bretum í þeirra orkuþörf. Í stað þess að bjóða þeim sjálfa orkuna gætum við boðið þeim að taka til okkar eitthvað af þeirra framleiðslufyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum væri væntanlega hægt að bjóða orkuna á því verði sem Landsvirkjun hugsar sér að verðleggja hana Íslands megin við ljóshundinn. Þannig gætu Bretar fengið mun ódýrari orku fyrir sín framleiðslufyrirtæki og um leið sparað einhverja orku hjá sér. 

Þannig væri hægt að stór auka virðisauka raforkuframleiðslunnar hér á landi. 


mbl.is Arður af sæstreng óviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband