Er Gylfi Arnbjörnsson svona blindur eða ..... ?

Það er spurning hvað veltist í kolli Gylfa Arnbjörnssonar, ef á annð borð eitthvað fer þar fram. Hvort hann er svona blindur á málskrúð félaga sinna í SA eða hvort þarna er einfaldlega einfaldari skýring, skal ekki dæmt um.

Í pistli á Pressan.is fer Gylfi hörðum orðum um málflutning  Vilhjálms Birgisonar, formanns Vlf Akraness. Það er eitt að gagnrýna málflutning samherja sinna, en að taka út eitt atriði sem er alls ekki megin mál þeirra og gera að aðalefni, ber merki rökþurrðar.

Gylfi velur að taka út þá kröfu sem Vlfa og fleiri stéttarfélaga, um 13% launahækkun og gagnrýna út frá þeirri staðreynd. Hann lætur alveg vera að svar þeim atriðum sem meira máli skipta og allur málflutningur  og gagnrýni Vilhjálms byggir á, frekari leiðréttingu launa þeirra sem minnst hafa. Hvers vegna vill Gylfi ekki ræða þann hluta þessa samnings?

Krafa Vilhjálms er fyrst og fremst að lægstu laun verði hækkuð og þar í raun ekkert umsemjanlegt. Hins vegar er krafan um hækkun þar fyrir utan umsemjanleg, eins og t.d. hver prósentuhækkun skuli vera. Þá hefur Vilhjálmur verið harður á því að krefja þau fyrirtæki sem vel standa um frekari launahækkanir, en hlífa þeim sem verr standa. Þetta veit Gylfi er kýs að byggja sinn málflutning á öðru.

En aftur að þeirri spurningu sem ég velti  fram í fyrirsögn minni. Ástæða þess að ég velti fyrir mér hvort maðurinn sé blindur eða eitthvað annað verra, er að han er menntaður hagfræðingur. Sem slíkur á hann að vita að ekkert fyrirtæki er rekið á launakostnaði einum saman. Hjá sumum fyrirtækjum er launakostnaður tiltöluega stór hluti rekstrarkostnaðar, en hjá öðrum lítill. Talið er að launakostnaður í rekstri meðalfyrirtækis sé um 30% af rekstrarkostnaði.

Það er því með öllu útilokað að komast að þeirri niðurstöðu að 13% launahækkun leiði af sér 14% verðbólgu. Jafnvel færustu stærðfræðingar gætu ekki reiknað sig til slíkrar niðurstöðu.

Þar sem launakostnaðu er um 30% af rekstri meðal fyrirtækis ætti 13% launahækkun ekki að geta aukið verðbólgu um nema 4% að hámarki. Það er sá hluti sem fyrirtæki þarf að senda út í verðlagið til að halda sama rekstrargrunni. Það er ljóst að mörg fyrirtæki eru vel rekin og geta tekið á sig stórann hluta þessarar hækkunnar og sum jafnvel allan, án þess að senda hann út í verðlag. Því má ætla að verðbólga vegna 13% launahækkunnar geti orðið enn minni, jafnvel vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.  

Það má svo spyrja sig hvort 13% launahækkun yfir línuna er ofrausn.  Í ljósi þess að mörg fyrirtæki hafa þegar hækkað laun sinna starfsmanna um mun hærri prósentu, sum vegna þess að þeim gengur svo "óskaplega vel", eins og fjármálafyrirtækjum og tryggingafélugum, en önnur af öðrum og ókunnugri ástæðum. Það muna allir eftir þeirri "leiðréttingu" sem forstjórar ríkisfyrirtækja fengu á haustmánuðum, afturvirka um heilt ár. Víst er að ekki er ríkissjóður í stakk búinn að geta tekið slíkum launahækkunum hljóðalaust og enn síður hafa ríkisstofnanir skilað einhverjum afrekum í rekstri. Ríkisfyrirtæki hafa einna hellst verið dugleg við gjaldskrárhækkanir, en varla þarf snillinga á ofurlaunum til þeirrar framkvæmdar.

Það liggur ljóst fyrir að fjöldi starfsgreina hefur þegar hækkað laun sinna starfsmanna mun meira en krafa Vlfa og fleiri stéttarfélaga hljóðar uppá. Bæði hafa þar farið fram fyrirtæki með meintann hagnað sem og verr stödd. En verkafólk hefur setið eftir. Hjá því hafa launahækkanir ekki haldið í við verðbólgu, jafnvel starfsfólk fyrirtækja sem sýna tugi milljarða hagnað á ári, eins og fyrirtæki í fiskvinnslu. Þar eru peningarnir til og í umferð og því engin verðbólga þó þeir skiptu um eigendur, að í stað þess að þeir séu geimdir í yfirtroðnum veskjum kvótakónga, þá renni örlítið brot þeirra í tómt veski verkakonunnar sem stendur við færibandið!

Tölur og upplýsingar má setja fram á marga vegu, m.a. í formi línu- og súlurita. Þarna er listin að setja upplýsingar fram með þeim hætti sem best þykir hverju sinni, án þess þó að ljúga eða svindla. Þegar ég var á námskeiði fyrir trúnaðarmenn hjá ASÍ, fyrir margt löngu, var sérstaklega tekið á þessu máli, enda talið eitt af sterkari vopnum trúnaðarmannsins að geta sýnt fram á hluti myndrænt með áherslum á þá hluti sem hann vildi halda á lofti, án þess þó að fara með fleipur.

Það kemur því verulega á óvart þegar hagfræðingurinn Gylfi nýtir sér ekki þessa tækni, í sínum framsetningum, heldur færir fram staðreyndir með áherslum gagnaðilans. Sem fulltrúi launafólks á hann að standa á málum út frá sjónarmiðum launþega, ekki atvinnurekenda. Þá leifir Gylfi sér að taka gott og gillt að setjast að samningaborði með tölur um meðaltals hækkun launa yfir síðasta samningstímabil, jafnvel þó það meðaltal sé mun hærra en hans umbjóðendur þurftu að sætta sig við.

Hann sest að þessu borði sem fulltrúi ASÍ og á því ekki að taka í mál að ræða hlutina út frá öðru en þeim hækkunum sem félagsmenn þess hafa fengið, þ.e. þeim hækkunum sem síðasti kjarasamningur hljóðaði uppá. Það er ekki vandi ASÍ  þó stjórnendur sumra fyrirtækja hleypi hér launahækkunum upp úr öllu valdi og það er ekki vandi ASÍ þó kjararáð fái óráð einu sinni á ári. Þessir hlutir koma ekkert við þeim kjarasamningum er aðildarfélög ASÍ standa að og því á ekki að ræða afleiðingar þeirra við það borð.

Þá hefur oftar en ekki verið stórt spurningarmerki í hugum launþega þegar Gylfi tjáir sig opinberlega. Þar er engu líkara en fari einn hellsti talsmaður atvinnurekenda. Slíkur hefur málflutningur Gylfa stundum verið að fólki ofbíður og má segja að ritdeilan sem hann valdi að fara gegn Viljálmi Birgisyni sé eitt af þeim undrum. 

Vilhjálmur gagnrýnir réttilega þann kjarasamning sem undiritaður var í skjóli myrkrs á styðsta degi ársins.  Sá samningur var sem blaut tuska í andlit launþega og þó vissulega sé rétt hjá Gylfa að þeir muni ekki leiða til aukinnar verðbólgu, þá munu þeir ekki heldur hjálpa þeim sem eru með sultarólina strekkta í síðasta gati. Þetta eru samningar enn frekari mataraðstoðar, þrælahalds og eymdar.

Í stað þess að skoða gagnrýni Vilhjálms og reyna að finna lausn til bóta, ræðst Gylfi fram á ritvöllinn með skæting og hálfsannleik, blönduðum haldslausum rökum. Gylfi á að vera í sömu stöðu og Viljálmur, sem varðmaður launafólks. En því miður hefur hann brugðist þeirri skyldu og gengið til liðs við mótaðilann.

Því spyr ég enn og aftur; er Gylfi svona blindur eða ....... ? Í það minnsta er deginum ljósara að SA á engann jafn duglegann talsmann og Gylfa Arnbjörnsson!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allt sem bendir til þess að Gylfi Arnbjörnsson sé að gæta hagsmuna einhverra annarra en umbjóðenda sinna. Enda virðast ekki vera nokkur tengsl á milli Gylfa og umbjóðenda hans. Umbjóðendur hans virðast t.d. ekki geta kosið hann til þess að gæta hagsmuna sinna og ekki heldur geta losað sig við hann.

Og svo annað hvernig getur það verið trúanlegur málflutningur að hækkun lægstu launa sem eru undir útreiknuðum framfærsluviðmiðum um nokkra þúsundkalla þannig að launin væru ennþá langt undir framfærsluviðmiðum framkallað "óðaverðbólgu". Búum við þar með í samfélagi þar sem stór hluti þjóðfélagsins má ekki fæða sig og klæða án þess að það framkalli "óðaverðbólgu"?

Ég held að það sé augljóst að það þarf eitthvað að endurhugsa þetta þjóðfélag okkar.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 23:33

2 identicon

Auðvitað finnst manni 9þ. króna hækkun á mánuði hálfgerður skítur á priki, en þar sem verðbólgan er jú prósentvís rýrnun að þá helst þó eitthvað aðeins í horfinu með að vernda lægstu laun ef "bæting" þeirra heldur í við verðbólgu - svona prósentvís!

      Gylfi segir hugmyndir Vilhjálms valda meiri verðbólgu og kjararýrnun þegar upp verði staðið, en þær sem eiga nú að ganga eftir.  Þetta fær hann út með því að mata tölvuforrit á báðum hugmyndunum og viti menn, "computer says no" í tilviki Villa.    Ekki alveg nógu trúverðugt fyrir minn smekk ;-)

Þarf betri rök þarna til að sannfærast, er ekki að sjá að þau rök Gylfa standist að fyrirtæki í útfluttningi hafi ekki efni á að greiða hærri laun og því muni gegnið láta undan, yrðu launin hækkuð meira, sem ylli verðbólgu sem græfi undan launahækkununum og gott betur.

Á móti kemur að það virkar á mig sem þversögn hjá Villa að vilja  að menn fái að semja um góð laun hjá þeim sem geta greitt betur en um leið að gagnrýna launaskrið þar sem sumir fái meiri hækkanir en aðrir.

Það að Villhjálmur og félagar skuli ekki bara draga umboð sitt til baka ef þeir eru óánægðir með samningagerðina er náttúrulega heldur brosleg rök af hálfu Gylfa og fleiri, eða hvernig eiga 5% launamanna á almenna markaðnum að hafa eitthvað vægi gagnvart t.d. ríkisvaldinu ef þeir ganga ekki í takt við hina?

Þetta ósætti þeirra Gylfa og Villhjálms leiðir þó hugan að þeirri spurningu um hvað kjarasamningar snúist eiginlega.  

Er málið að bæta kjörin,vernda kjörin (að halda í við verðbólguna), jafna kjörin? 

Hverjir eru viðsemjendurnir?  

Eru það atvinnurekendur (bæta kjörin)?

Er það ríkið (hér er náttúrulega verið að tala um almenna vinnumarkaðinn)  og þá með aðgerðum eins og hátekjuskatti og raunhækkun persónuafsláttar,  tryggja lága verðbólgu (jafna og vernda kjörin) 

Þurfa launþegar kanski að semja betur sín á milli (jafna kjörin)?

Það er grábölvað að sú sátt sem náðist þó um launastigana í og eftir þjóðarsátt skuli vera í því uppnámi að mesta púðrið hjá leiðtogum launþega fer orðið í að berjast við hvern annann! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 08:30

3 identicon

Sæll.

Ég missti allt álit á Vilhjálmi Birgis þegar hann setti frá sér þennan bút úr Untergang þar sem allt gekk út á að kynda undir öfund á þeim sem hafa það gott.

Sá bútur var afar ómálefnalegur og höfðaði til hins frumstæða innra með okkur - öfundar.

Þetta verk Vilhjálms Birgis segir ansi mikið um hann.

Gylfi er auðvitað lítt betri - fannst mjög merkilegt hvernig hann hefur beitt ASÍ fyrir eigin vagn - það var hvergi augljósara en í kringum Icesave.

Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 07:36

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Helgi. Menn geta auðvitað haft ýmsar skoðanir á þessu myndskoti sem Vilhjálmur setti á netið. Þarna notaði hann myndskot úr kvikmynd með nýjum texta, en einmitt þetta sama myndskot hefur verið notað af fjölda annara til að koma fram skilaboðum eða sem grín. Þarna var Vilhjálmur því ekki að finna upp hjólið, heldur að nýta sér þekkt myndskot til að koma fram skilaboðum. En eins og áður segir má auðvitað deila á þá aðferð.

En þetta myndskot kom ekki til af engu, það var ekki Vilhjálmur sem hóf þann leðjuslag, heldur forsvarsmenn SA, þ.e. hinir íslensku SA liðar. Þeir settu miðurfaglega auglýsingu á ljósvakamiðla, auglýsingu sem ekki stenst skoðun og má með réttu kalla falsupplýsingar, þar sem ráðist var gegn þeim sem minns mega sín. Þessu varð verkalýðshreyfingin að svara en forsvarsmenn ASÍ létu það ógert. Af þeim sökum sendi Vilhjálmur þetta myndskot á veraldarvefinn. 

Og vissulega hafði það áhrif. SA liðar ruku upp til handa og fóta, en kannski það sem mestu máli skipti var að þeir endurhönnuðu sína auglýsingu og færðu nær raunveruleikanum, auk þess sem henn var nú beint til þeirra sem hún átti erindi til, fyrirtækja landsins.

Það má því segja, hvernig sem menn þokka framtak Viljhálms, að það virkaði. Ef SA hefði ekki farið af stað með sinn falska áróður gegn launþegum, eða ef ASÍ hefði sýnt dug til að svara þeim áróðri, er fullvíst að Vilhjálmur hefði aldrei sett þetta myndskot á veraldarvefinn.

Hinu geta menn svo velt fyrir sér, í ljósi þess kjarasamnings sem undirritaður var í skjóli myrkurs á styðsta degi ársins, hvort þetta myndskot hafi ekki einmitt sagt sannleikann. Það eina sem hugsanlega vantar, er að koma persónu forseta ASÍ inn í það líka!

Gunnar Heiðarsson, 29.12.2013 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband