Bjargvættur eða úlfur í sauðagæru ?

Hreiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, fer mikinn þessa dagana. Hann er að leggja undir sig HS veitur í gegnum eignarhaldsfélag sitt Úrsus. Nú leggur hann til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur, a.m.k. flugstöðin sjálf. Væntanlega sér hann þar fjárfestingatækifæri.

Ef saga Hreiðars Márs er skoðuð kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós og þá er ég eingöngu að tala um það sem er opinbert. Læt alveg vera að ræða gróusögur DV.

Vogunnarsjóðurinn GIR Capital var undir stjórn Heiðars fyrir hrun. Við kynningu á þessum sjóð hélt hann fyrirlestur um hvernig fjárfestar í þessum vogunnarsjóð gætu komist framhjá skattkerfinu íslenska og sloppið við greiðslu skatta. A.m.k. 5 lífeyrissjóðir létu blekkjast af skrúðmælgi Heiðars og settu töluverða fjármuni í þennan vogunarsjóð. Við bankahrunið tapaðist það fé að mestu eða alveg.

Heiðar Már heldur því fram að engin lán á hans nafni hafi verið afskrifuð. Að engin fyrirtæki sem hann átti aðild að hafi fengið afskriftir, vegna bankahrunsins. Að allt tap sem hann varð fyrir vegna bankahrunsins hafi hann sjálfur tekið á sig. Spurning hvort hann muni þá hafa greitt þeim lífeyrissjóðum sem töpuðu á GIR Capital.  

Eftir hrun hefur hann hins vegar verið duglegur. Hann gerði tilraun til kaupa á Sjóvá, en varð að láta í minnipokann. Þá hefur hann verið ötull talsmaður þess að leggja niður krónu og taka upp dollar. Heiðar Már er einnig harður talsmaður þess að sæstrengur verði lagður til Bretlands og telur sig hafa fjárfesta sem tilbúnir eru að leggja 450 milljarða í það verk. Og nú er honum að takast að eignast ráðandi hlut í HS veitum með afgerandi tökum á stjórnun þess fyrirtækis.

Þetta er í stuttu máli hin opinbera saga Heiðars Más Guðjónssonar. Við verðum svo að bíða dómsmála um hvort gróusögur DV séu gróusögur eða sannleikur.

Sjálfur hef ég verið á þeirri skoðun að rekstur fyrirtækja eigi að vera sem mest á hendi einkaaðila, að ríkið eigi ekki að koma að rekstri nema í undartekningartilfellum. Eftir hrun hefur komið í ljós að kannski eru þessi undantekningartilfelli fleiri en ég sjálfur taldi. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að samkeppni hér á landi er ekki næg vegna fæðar og því einokun auðveld.

Bankahrunið kenndi okkur að við þurfum virkilega að fara varlega í slíkri einkavæðingu. Að vel þurfi að búa um hnúta til að ekki fari illa. Einkavæðing byggir auðvitað á því að ná sem mestum gróða út úr fyrirtækjum og ef engin eða lítil samkeppni er, bitnar það vissulega á neytandanum og getur endað með skelfingu fyrir þjóðina.

Það má telja mörg fyrirtæki sem áður voru í rekstri ríkis en hafa verið gerð að hlutafélögum, bæði opinberum sem einka. Eitt þessara fyrirtækja er Isavia ohf. Það fyrirtæki var stofnað sem opinbert hlutafélag í rekstri allra flugvalla á landinu, þar með talið Keflavíkurflugvelli. Hagræðing þessa fyrirtækis hefur fyrst og fremst legið í minni þjónustu, m.a. lagt niður fjölda flugvalla á landinu. Þá hafa eilíf deilumál um rekstur þessa fyrirtækis á Keflavíkurflugvelli fyllt fjölmiðla, þar sem fyrirtækið er ásakað um að hygla sumum fyrirtækjum umfram önnur. Enn sem komið er er þetta fyrirtæki ohf. og því ekki einkarekið sem slíkt. Þó er sjálfsstjórn þess meiri en ef um ríkisrekstur væri að ræða.

Það hefur því sýnt sig að þjónustan hefur ekki batnað við að færa rekstur Keflavíkurflugvallar yfir í ohf., þó vissulega megi segja að kostnaður hafi minnkað. En það er fleira en beinn kostnaður sem þarf að horfa til þegar verið er að horfa á lífæðina til og frá landinu, loftleiðina.

Það er ljóst að hagnaður af sölu flugvallarins til einkaaðila er óljós, þó auðvitað megi segja að ríkið muni fá skammvinnan gróða af slíkri sölu.

Eins og ég sagði áður, er ég þeirrar skoðunar að rekstur fyrirtækja eigi öllu jöfnu að vera á hendi einkaaðila. Þarna þarf þó að skoða hag þjóðarbúsins til lengri tíma. Fyrirtæki, eitt sinnar tegundar á landinu hefur augljóslega enga samkeppni og því hægur vandi fyrir einkaaðila sem komast yfir slíkt fyrirtæki að ástunda einokun af ýmsum toga. Því er veruleg spurning hvort rétt sé að setja slíkt fyrirtæki í hendur einkaaðila, þar sem einföld krafa um aukinn gróða er megin markmið.

Þegar verið er að meta hvort selja eigi rekstur sem er í eigu ríkisins til einkaaðila, á fyrst og fremst að horfa til hagnaðar af slíkri sölu, til langs tíma. Þetta er sama hugarfar og þegar fyrirtæki í einkaeigu eru seld. Aldrei má sá hvati til sölu vera að þarna geti fengist skammvinnur gróði. Það er þó einmitt það sem Heiðar Már leggur til.

Það er alveg á tæru að enginn einkaaðili er tilbúinn til að kaupa fyrirtæki nema hann sjái gróða í slíkum kaupum. Ef hægt er að ná gróða út úr rekstri Keflavíkurflugvallar ætti sá gróði kannski betur heima í ríkissjóð. En þá þarf líka að sjá hverju er fórnað fyrir þann gróða. Hugsanlega gæti verið allt eins gott að miða við að völlurinn sé rekinn án taps og þjónustu sé haldið eins hátt uppi og hægt er. Þannig myndast sjálfkrafa gróði án skertrar þjónustu, en það getur tekið nokkur ár, ár sem ekki er víst að einkaaðilinn sé tilbúinn að fórna.

Í öllu falli þarf að taka hugmyndum Heiðars Márs með mikilli varúð, á það við um flest sem frá honum kemur. Sæstreng til Bretlands, einhliða upptaka dollars og ekki síst sala Keflavíkurflugvallar, hafna og þjóðvega. Of seint er að vara við kaupum hans á HS veitum.

Hitt má svo vissulega taka undir með Heiðari, að samskipti okkar við Grænland þarf að auka til muna. 

 

 


mbl.is Mætti selja Keflavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Varðandi einkavæðingu ríkisfyrirtækja er af til vill hollt að minnast örlaga nokkurra fyrirtækja sem urðu græðgisvæðingunni að bráð, eins og Síldarverksmiðja Ríkissins, Áburðarverksmiðju Ríkissins, Sementverksmiðju Ríkissins ofl. Það er einfaldlega ekki á færi eikaaðila að reka þannig fyrirtæki, því þau eru jafnan holuð innan frá áður en þau leggja upp laupana í höndum einkaaðila sem sem eru blindaðir af græðgi.

Stefán Þ Ingólfsson, 29.12.2013 kl. 23:12

2 identicon

@1:

Þú mátt auðvitað trúa svona gróusögum eins og þú berð á borð. Staðreyndin er hins vegar sú að ef einkaaðilar reka fyrirtæki illa fara þau á hausinn. Hvar er gróðinn í því? Ef þú trúir því sem þú segir ættir þú að sjá sæng þína útbreidda, stofna fyrirtæki og hola það að innan svo þú verðir í góðum málum!!

Varðandi Sjóvá átti ríkið ekki að bjarga því fyrirtæki - hið opinbera á ekki að koma nálægt fyrirtækjarekstri - engin undantekingartilvik. Það voru líka mistök að bjarga bönkunum enda er tilvist SÍ risastór mistök og sóun á fjármunum.

Helgi (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 16:09

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Ég er þeirrar skoðunar að ef Ríkið hefði ekki komið að stofnun Sementsverksmiðju á sínum tíma þá værum við ennþá í torfkofum og sennileg ennþá með kertaljós til að lýsa upp þau hýbýli. Það var líka mikil framsýni að stofna Áburðarverksmiðjuna sem jók framleiðni gífurlega í landbúnaði. Værum við ef til vill betur sett án þessara framfara ?

Stefán Þ Ingólfsson, 31.12.2013 kl. 16:50

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við skulum ekki festa okkur í árinu 1958, Stefán. Í dag er komið árið 2014.

Sennilega hafið þið báðir, Stefán og Helgi, eitthvað misskilið minn pistil. Þar kemur skýrt fram að þó ég telji flestann fyrirtækjarekstur vera á betri hendi í einkageiranum en á ríkisforræði, þá set ég sterka fyrirvara. Fyrir það fyrsta þarf að vera heilbrigð samkeppni til staðar svo þessi hugsjón skili tilætluðum árangri. Því miður erum við fámenn þjóð og samkeppni ekki mikil. Því hallast ég að því að undantekningarnar frá meginhugsjóninni séu kannski fleiri en ég hafði áður talið.

Sementsverksmiðjan er kannski einmitt dæmi um þetta. Hún var reyst að ríkinu laust eftir miðja síðustu öld og rekin af því fram undir aldarlok. Þar var engin samkeppni til staðar og ljóst að einkavæðing hennar því tilgangslítil. Þegar svo samkeppni kom til staðar og farið var að flytja inn sement, til höfuðs því íslenska, var fyrirtækið selt. Þá hafði það verið rekið sem ohf um nokkurra ára skeið og tekist illa til.

En ekki vildi þó betur til þegar verksmiðjan var seld, en að hún var gefin. Þarna fór fram einhver undarlegast gjörningur í gjörvallri sögu íslensks iðnaðar. Verksmiðjan var seld á 68 milljónir, eignir voru um 500 milljónir í sementslager, nýr bílaflotu upp á nærri 100 milljónir auk annara tækja, húsa og lóða. Skuldir verksmiðjunnar voru einna helstar lífeyristryggingar frá tímum ríkisrekstrar, en þær hljóðuðu upp á nærri 500 milljónir.

Ríkið tók á sig lífeyristryggingarnar við söluna, þó það hafi með öllu hafnað Sementsverksmiðjunni ohf að taka þær til sín og þótt skýrt hafi verið í tilboðsgögnum að þessar skuldir væru hluti þess sem selja skyldi. Því má segja að kaupandinn hafi greitt fyrir verksmiðjuna 68 milljónir, fengið nærri 500 milljónir til baka og eignast hátt í einn milljarð í fasteignum, tækjum og lager. Geri aðrir betur!

Það sorglega við þetta allt saman var að fleiri voru um hituna og mun hagstæðari tilboð komu, en þessu var stýrt á þann veg sem fór. Og kaupandinn var stæðsti viðskiptavinur verksmiðjunnar, með skuldir við hana á þeim tíma upp á hundruði milljóna.

Það kom svo strax í ljós hver tilgangur kaupanna var. Þar var aldrei meining að fara í einhverja samkeppni á þessum markaði, sem verksmiðjan hafði þó alla burði til, heldur var tilgangurinn einn og hann að sjúga sem mest væri út úr verksmiðjunni áður en hún færi á hausinn.

Þetta dæmi um Sementsverksmiðjuna og sögu hennar er því vart marktæk, því þó oft hafi verið illa staðið að sölu ríkisfyrirtækja, kemst engin sala í hálfkvist við þessa raunasögu.

Nú er ekkert sement framleitt á Íslandi. Hins vegar er samkeppni í innfluttningi og hún hefur skilað lægra verði til neytenda. Ástæða þess að ekki er framleitt sement hér á landi er þó ekki vegna samkeppninnar, heldur vegna þess að markvisst var ákveðið að rústa starfseminni og áttu þáverandi bæjaryfirvöld á Akranesi stórann þátt í því, svo merkilegt sem það kann að virðast.

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2014 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband