Undarleg vinnubrögð

Það eru vægast sagt undarleg vinnubrögð viðhöfð í Seðlabankanum. Peningastefnunefnd, undir stjórn Más Guðmundssonar, kastar fram fullyrðingum sem engar rannsóknir né rök liggja að baki.

Það þarf ekki að undra þó illa gangi að komast út úr vanda kreppunnar, þegar æðstu fjármálastofnun þjóðarinnar er stjórnað af mönnum sem láta dagdrauma ráða för.

Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans koma fram fullyrðingar um að skuldaleiðréttingin sem ríkisstjórnin hefur boðað, muni leiða til aukinnar eftirspurnar og verðbólgu. Í næstu setningu kemur fram að fljótlega skuli hafin vinna innan bankans við að skoða áhrif þessara skuldaleiðréttingar á hagkerfið!

Þarna er því fullyrt eitthvað sem ekkert liggur að baki, þar sem vinna við að skoða þau áhrif var ekki hafin. Hvers konar stjórnu er þetta eiginlega? Hvað veldur því að menn í þessari stöðu skuli geta leift sér að koma fram með einhverja dagdrauma? Fyrir hverja eru þessir menn að vinna? 

Það er útilokað að taka mark á mönnum sem svona tala. Það væri kannski í lagi ef um einhverja misvitra pólitíkusa væri að ræða, en þarna er um að ræða bankastjóra seðlabanka landsins og hans nánustu samstarfsmenn!

Allstaðar annarstaðar í heiminum væru menn í þeirri stöðu taldir með öllu ófærir til að sinna sínu starfi og reknir samstundis, eftir að hafa kastað fram slíkum fullyrðingum, án haldbærra raka.

Seðlabanka verður ekki stjórnað með dagdraumum eða spámennsku. Þar þarf að viðhafa ábyrgða stjórn, byggða á staðreyndum!!

 


mbl.is Aukin eftirspurn og verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú sérð eld á stofugólfinu getur þú strax sagt að það muni hitna í stofunni að öðru óbreyttu. Þú getur síðan farið að reikna út hve mikið brennur og hve mikil hitaaukningin verður.

Peningastefnunefnd kastar fram fullyrðingum sem byggja á almennri skynsemi og grundvallaratriðum hagfræðinnar. Fullyrðingar sem hafa sannað sig gegnum áratugina hér á Íslandi og eingöngu þeir treggáfuðustu neita að viðurkenna fyrr en þeir standa í ljósum logum...og dugar oft ekki til.

Peningastefnunefnd er bara að benda á þá augljósu staðreynd að tillögur ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna muni að öðru óbreyttu auka innlenda eftirspurn og auka verðbólgu. Hversu mikið á eftir að reikna út.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 18:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú verður að fyrirgefa Hábeinn, en ég hlýt að vera hluti þeirra sem þú telur til treggáfaðra. Þá skoðun verður þú auðvitað að eiga við þig sjálfann.

Vissulega má segja að ef ekkert annað kæmi til þá myndi skuldaleiðrétting ein sér geta leitt af sér aukna eftirspurn og verðbólgu, það þarf ekki speking til að sjá það.

En peningastefnunefnd seðlabankans gaf þessa skýrslu frá sér EFTIR að ríkisstjórnin hafði kynnt sínar áætlanir og í þeim kemur fram að aðgerðir stjórnvalda byggja á fleiri en einum þætti og að þar er um að ræða aðferðir sem vega hverja aðra upp, gagngert til að vinna gegn áhrifum af skuldaleiðréttingunni.

Því gagnrýni ég þennan málflutning peningastefnunefndar, þar sem hún velur að taka einn þátt út og dæma útfrá honum, jafnvel þó þá þegar hafi legið fyrir að fleira kæmi til en skuldaleiðrétting ein og sér. Á sama tíma segir hún að til standi að kanna áhrif þessara aðgerða. Hefði ekki verið skynsamlegra að bíða eftir þeirri úttekt og tala út frá staðreyndum?!  

Þá á peningastefnunefnd að vita að fyrir hverja tíumilljóna skuld mun afborgun lækka um minna en 5.000 kr á mánuði við leiðréttinguna. Vissulega munu einhverjir geta nýtt slíka upphæð til frekari eyðslu, en flestum dugir þetta vart til að rétta úr kútnum. Skuldalækkunin sjálf hlleypir engu fjármagni út í hagkerfið, hún er einungis bókhaldleg tilfærsla þar sem eignir bankanna munu minnka eitthvað og eignir skuldara aukast.  

Fyrir þá sem vilja nýta sparnaðarleiðina til lækkunnar höfuðstóls lána dugir ekki lækkun afborgunar lána eftir skuldaleiðréttingu, til þess verks. Því munu þeir hafa minna úr að spila við hver mánaðarmót en fyrir leiðréttingu. Víst er að flestir munu þó velja þá leið, þar sem eignarmyndun í fasteigninni mun aukast mun hraðar, þó ráðstöfunarfé minnki yfir þau 3 ár sem þetta verður heimilt.

Þá ætti peningastefnunefnd auðvitað að vera fyrir löngu búin að skoða hvað skeður ef ekkert er að gert. Það verk hefur nefndin þó látið vera að skoða, óttast sjálfsagt niðurstöðuna. En meðan það er ekki skoðað er útiloka að dæma áhrif leiðréttingar. Þau áhrif hljóta að vera mismunur þess að gera ekki neitt og að sýna kjark og taka á vandanum áður en hann verður með öllu óviðráðanlegur. 

Gunnar Heiðarsson, 26.12.2013 kl. 19:46

3 identicon

"Vissulega má segja að ef ekkert annað kæmi til þá myndi skuldaleiðrétting ein sér geta leitt af sér aukna eftirspurn og verðbólgu, það þarf ekki speking til að sjá það"

Gott að þú skulir loksins fatta það, því það er nákvæmlega það sem Peningastefnunefndin sagði. "Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að tillögur ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna muni að öðru óbreyttu auka innlenda eftirspurn og auka verðbólgu" Þessi skortur á lesskilningi hefur kostað þig mikinn spuna og þvælu.

Peningastefnunefnd velur að taka einn þátt út og dæma útfrá honum, eina þáttinn sem liggur nokkurnvegin fyrir.

Ríkisstjórnin hefur kynnt sínar áætlanir og í þeim koma ekki fram neinar mótvægisaðgerðir. Ennþá er augljóst að tillögur ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna muni auka innlenda eftirspurn og auka verðbólgu. Draumórar og óskhyggja breytir engu þar um.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 21:52

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer auðvitað eftir skilning eða skilningsleysi hvers og eins hvað hann telur spuna og þvælu Hábeinn.

Ég er nokkuð vel læs og einmitt þess vegna sem ég skrifa þetta blog. Ég er einmitt að gagnrýna að peningastefnunefnd skuli láta frá sér þessa skýrslu með því orðalagi sem þú sjálfur bendir á. Á þeim tíma sem skýrslan var kynnt átti nefndin að vita að tillögur ríkisstjórnarinnar eru margþættar og útilokað að dæma þær út frá einum punkti.

Þú segir að peningastefnunefnd velji að taka einn þátt útúr vegna þess að það sé eini þátturinn sem liggi fyrir. Ég er þess fullviss að peningastefnunefndin hefur lesið tillögur ríkisstjórnarinnar, jafn viss og að þú hafir ekki gert það. Í þessum tillögum koma vissulega fram mótvægisaðgerðir, þær eru hluti tilagnanna.

En mestu skiptir þó að peningastefnunefnd semji sínar skýrslur útfrá staðreyndum og þær staðreyndir liggja ljósar fyrir. Nefndin telur reyndar að sú skoðun sem fram hefur farið sé ekki haldbær og þeim ekki treystandi. Hún hefur því tilkynnt að seðlabankinn ætli sjálfur að skoða málið. Gott og vel, það má segja að það séu góð vinnubrögð að skoða málið nánar, að taka ekki trúanleg orð annara. En hvers vegna í andskotanum er nefndin þá að dæma aðgerðirnar áður en hún hefur látið gera slíka úttekt? Hvers vegna er ekki beðið með dóma þar til staðreyndir liggja á borðinu og hægt er að benda á hvað er rangt og rétt í málinu?

Blogg mitt er gagnrýni á þessi vinnubrögð peningastefnunefndar og trúverðugleik nefndarmanna eftir slíkar yfirlýsingar, sem ekkert stendur að baki!!

Gunnar Heiðarsson, 26.12.2013 kl. 23:50

5 identicon

Þetta er ekki úr skýrslu Peningastefnunefndar heldur fundargerð eins og flestir með eðlilegan lesskilning hafa tekið eftir.

Þetta er einfaldlega aðvörun til heimila, fyrirtækja og allra þeirra sem vaxtahækkun innan nokkurra vikna og verðbólguskot næsta haust getur haft áhrif á. Gerið ráð fyrir þessu og hagið fjármálum í samræmi við það meðan ekkert alvöru mótvægi hefur komið fram. Þetta eru fyrirhugaðar aðgerðir sem geta haft veruleg áhrif á allan rekstur. Farið varlega.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband