Af hverju ekki hækkun persónuafsláttar ?

Hækkun skattmarka milli neðri og mið skattþreps kemur ekki þeim lægst launuðu til góða. Lækkun skattprósentu á milliþrep launaskatts kemur heldur ekki þeim lægst launuðu til góða. Ef Gylfa er alvara með tali sínu um að verja kjör hinna lægstlaunuðu, hefði hann auðvitað átt að fara fram á við stjórnvöld að sá skattpeningur sem þau telji að tapist við lægri skattprósentu á milliskattþrep, eins og fjárlagafrumvarpið hljóðar upp á, skuli allur vera lagður til hækkunnar persónuafsláttar.

Hækkun persónuafsláttar er eina raunhæfa aðgerðin og hún kemur öllum jafnt krónulega séð, en þeim sem lægstu launin hafa best hlutfallslega séð. Þá er persónuafsláttur sú aðgerð sem er gagnsæjust og öruggust. Hana er ekki hægt að misnota, en eins og flestir vita eru skattar þess eðlis að þeir leiða til þess að öllum ráðum er beytt til að komast hjá þeim, bæði löglega og ólöglega.

Þessi leið ætti því að hugnast öllum. Stjórnvöldum sakir gagnsæi, atvinnurekendum til hjálpar illa stæðum fyrirtækjum við launagreiðslur og launafólki, þar sem þarna yrði horft fyrst og fremst til þeirra sem mesta þörf hafa.

Það er umhugsunarvert hversu stjórnvöld eru treg til þessarar aðgerðar, en enn meiri umhugsun hversu lítinn vilja Gylfi hefur til að fylgja þeim eftir, jafnvel þó mörg stéttarfélög hafi kallað einlægt eftir þeirri leið.

 


mbl.is „Þetta dugar ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er smmála þér í þessu efni Gunnar. En það er alls ekki einhugur um þetta innan ASÍ.

Iðnaðarmanna samfélagið innan sambandsins gerir kröfur um að þessi leið verði farin og þeir líta svo á að þetta sé sáttarleið.

Þetta þýðir verulega skattalækkun hjá þeim sem eru í neðri hluta millihóps. Þeir munu þá njóta lægsta þrepsins í botn.

Það munu þeir sem eru með rúmar 200 þús ekki gera,

kristbjörn árnason (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 20:54

2 identicon

Hækkun persónuafsláttar er ekki uppi á borðum hjá ríkisstjórn, ASI eða lífeyrissjóðum. Ástæðan er sú, að ef persónuaflsáttur hækkar, sem er eins og þú bendir á EINA raunhæfa kjarabótin, þá fær ríkið ekki neitt í formi skatts, verkalýðsfélögin og lífeyrissjóðir ekki heldur. Þetta er tappinn sem veldur því hvers vegna það er svo erfitt að fara þá leið. Þeim getur ekki hugnast það, að hér komi einhver hækkun til handa þeim láglaunuðu án þess að geta ekki tekið sína smörklípu af því. Meðan þau viðhorf eru til staðar, breytist persónuaflsáttur ekki neitt.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband