Í hvers umboði fara þessar viðræður fram ?

Samnigsréttur hvers stéttarfélags liggur hjá félaginu sjálfu. Það er síðan viðkomandi stéttarfélags og þess aðildasambands sem það er í innan ASÍ að færa samningsréttinn til ASÍ.

Í haust var Gylfi Arnbjörnsson farinn að ræða við Samtök atvinnulífsins um komandi kjarasamning, löngu áður en aðildarsamböndin innan ASÍ höfðu fært honum samningsréttinn. Þarna fór hann í algeru umboðsleysi fram fyrir hönd launafólks, sem fæst hefur trú á þeim manni til að standa vörðu um kjararéttindi þess.

Loks fékk ASÍ samnigsréttinn og eiginlegar viðræður hófust. Þær strönduðu fljótlega og og ASÍ vísaði málinu aftur til aðildasambandanna. Þar með var samningsrétturinn aftur kominn af hendi ASÍ og til stéttarfélaganna sjálfra.

Nokkrir fundir voru haldnir milli SA og hinna ýmsu sérsambanda. Þeim lauk öllum með með vísun til sáttasemjara. Þar hefur það legið þar til í gær.

Þá kallar sáttasemjari fulltrúa SA og ASÍ til fundar. Það skal tekið fram að ASÍ vísaði ekki kjarasamningum til sáttasemjara, enda hefur sambandið ekki heimild til þess. Hvers vegna sáttasemjari kallar fulltrúa þess til fundar er undarlegt. Hann átti að sjálfsögðu að kalla til fundarins formenn þeirra félaga sem vísuðu málinu til hans.

Því spyr ég; í hvers umboði er Gylfi Arnbjörnsson að semja? Mér vitanlega hafa stéttarfélögin ekki samþykkt að færa ASÍ samningsréttinn aftur.  

Sáttasemjari á auðvitað að vita hvernig þessum málum skal haldið. Hann á að vita og þekkja grunnreglur kjaraviðræðna og þau lög sem um stéttarfélög og vinnudeilur gilda.

Það væri enn ein uppþornaða svarta rósin í hnappagat Gylfa að skrifa undir kjarasamning án umboðs.

 


mbl.is Viðræðum lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband