Draumkennd fjárhagsáætlun

Það er vissulega rétt að erfitt er að spá í snjóþyngsli hér á Íslandi. Sérstaklega þar sem meir en að ár getur liðið frá gerð fjárhagsáætlunnar þar til síðasta snjó er rutt af götum, samkvæmt henni.

En eitt geta menn þó litið til við slíkar spár og það er fortíðin. Hvað kostaði þessi mokstur á síðasta ári og var það snjóþungt eða snjólétt. Út frá þessu má með einhverri vissu nálgast markið og skekkjan því minni.

En Reykjavíkurborg velur aðra leið. Þrátt fyrir að kostnaður við snjómokstur á síðasta fjárhagsári hafi farið nærri þrefallt yfir áætlaðann kostnað var lítil sem engin hækkun á þessari áætlun fyrir þetta ár. Síðasta fjárhagsár var sérega snjólétt hér á suðvestur horninu. Því hefðu borgaryfirvöld átt að sjá að sá kostnaður sem féll til vegna þessa verkefnis það ár væri stórlega vanreiknaður í fjárhagsáætlun og því átt að auka fjárhæðina verulega fyrir þetta ár.

Það var hins vegar ekki gert, heldur haldið sig við nánast sömu áætlun og árið áður. Það er því ekki vegna snjóþyngsla eða óvenjulegs veðurfars sem áætlun borgarinnar stenst ekki, heldur vegna rangrar fjárhagsáætlunnar. Þær eru draumkenndar og oft á tíðum eins og markvisst sé sótt í gjaldstofna sem útilokað er að komast hjá að greiða, til að halda uppi hinum ýmsu gæluverkefnim þeirra sem með stjórnina fara. Svo er vælt þegar sannleikurinn bítur.

Raunhæf áætlun byggir á raunhæfu mati, ekki enhverjum draumum. Þegar það kemur fyrir ár eftir ár að sami liður fjárútláta fer langt yfir áætlun er einungis tvennu hægt að kenna um: Annað hvort er þarna um að ræða heimsku, en varla er það trúanleg orsök. Hitt og það sem líklegara er, er að þarna sé verið að taka meðvitaða ákvörðun, tekin til að nota skattfé borgaranna til annara þarfminni verka.

Við skulum bara átta okkur á þeirri staðreynd að jafnvel þó ungviðinu þyki stundum mikill snjór í Reykjavík, hafa ekki komið snjóþynsli í borginn á þessari öld. Það gæti hins vegar skeð hvenær sem er og þá er hætt við að 500 milljónir dugi skammt til snjómoksturs.

Svo gæti borgin sparað nokkurt fé með því að sleppa auglýsingaherferðum á hverju hausti, þar sem fólk er hvatt til að fórna öryggisþáttum bílsins. Þetta fé gæti betur nýst til snjóhreinsunar, auk þess sem minna gerði til þó götur væru ekki alltaf í saltpækil, ef allir væru á nöglum. Þannig væri með sömu aðgerð hægt að auka tekjustofn til snjóhreinsunnar og jafnvel einnig að minnka kröfur um hreinsun og um leið minnkað þann kostnað sem þarf til þessara hluta. Það eru ekki naglarnir sem eyða upp malbikinu, heldur saltpækillinn sem á götunum liggur stórann hluta árs.

 

 


mbl.is Ryðja í Reykjavík fyrir 500 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband