Snilld eða heimska ?

Sú ákvörðun að ákveða að leggja skatt á þá sem leggjast á spítala er vægast sagt undarleg. Að vísu má réttlæta þetta með samræmingu milli þeirra sem leggjast inn og hinna sem fá sína lækningu á göngudeildum. En réttara hefði verið að leiðrétta þann mismun á hinn veginn, að fella niður skatt á komu til læknis. Það sem kannski manni óar mest við þessa stefnubreytingu er að þarna er búinn til nýr skattstofn og sumir stjórnmálamenn eru gýrugir að hækka alla skatta. Ef slíkir menn komast aftur til valda verður auðvelt verk fyrir þá að hækka þennan skatt.

En hvað veldur því að i Bjarni Ben lætur þetta í sitt fjárlagafrumvarp? Hvað veldur því að Sjálfstæðisflokkur stendur að upptöku á nýjum skatt?

Varla er hægt að réttlæta þetta með fjárþörf, þar sem upphæðin sem áætlað er að komi í ríkiskassann er ekki svo há, auk þess sem sú áætlun er klárleg ofmetin, eins og með flesta nýja skatta.

Landspítalinn og heilbrigðiskerfið í heild sér á í miklum vandræðum og fjárskortur þar gífurlegur. Þær 200 milljónir  sem innleggsskatturinn á að gefa eru einungis smáaurar í þessu sambandi. Mun engi breyta í rekstri heilbrigðiskerfisins og engann vanda laga hjá Landspítalanum. Þessa aura hefði auðveldlega verið hægt að sækja til fjármálastofnananna, með örlítið hærri prósent skatts á þær.

En hver er þá ástæða þessa útspils? Er hugsanlegt að þeir félagar Bjarni og Kristján telji að með þessu útspili væri umræðunni stýrt frá raunverulega vandanum yfir í atriði sem litlu sem engu skiptir, málefni sem auðvelt verður að falla frá á síðari stigum? Er hugsanlegt að þeir félagar hafi ákveðið að nota sömu aðferð og SJS? Að kasta fram einhverju sem miklar skoðanir almennings eru um, til að afvegaleiða umræðuna og draga síðan þá ákvörðun til baka síðar? Þetta gagnaðist SJS vel framanaf, en svo sá fólk í gegnum plottið.

Það er slæmt ef BB ætlar að líta til vinnubragða SJS og hafa þau eftir. 

Hvernig væri ef fjölmiðlar sneru sér að hinum raunverulega vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að elta eitthvað málefni sem engu eða litlu skiptir og nánast víst er að ekki muni hljóta náð Alþingis. Það eru fjölmiðlarnir sem skapa umræðuna í þjóðfélaginu og þeir eiga að hafa vit á að stýra henni á þau málefni sem mestu skipta.

Og hvernig væri að stjórnarherrarnir kæmu af heiðarleik fram, að í stað þess að reyna að afvegaleiða umræðu um vandann, sé hún tekin af fullu afli. Það er alveg á hreinu að kjósendur kusu ekki Sjálfstæðisflokk og Framsókn til að viðhafa sömu vinnubrögð og fyrri ríkisstjórn, þessir flokkar voru kosnir í von um að breyting yrði þar á.

Því á fjármálaráðherra strax að draga þennan skatt út úr sínu frumvarpi, svo umræðan geti farið á rétta braut. Samhliða þeirri ákvörðun ætti að draga til baka skatt á heimsókn til lækna og samræma misréttið með þeim hætti.

Þá peninga sem tapast út úr fjárlögum við þessa aðgerð er hægt að sækja til fjármagnsstofnanna, einfaldlega með því að hækka örlítið skattprósentuna á þær. Reyndar er staða þeirra stofnanna með þeim hætti að alveg má hækka skattprósentuna nokkuð og færa það fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Ef það er einhver rekstur eða hópur í landinu sem getur greitt meira til samfélagsins er það fjármálakerfið. Gróði nýju bankanna er með þeim ósköpum að útilokað er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því. Á hverri klukkustund hagnast þessir bankar um 6.000.000 króna og hafa gert allt frá hruni. Það er margur launþeginn sem er með árslaun langt, langt undir þeirri upphæð!!

 


mbl.is Frumvarp stuttbuxnastráka í matador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sammála þér, nær hefði verið að leiðrétta þetta á hinn veginn.

Kristbjörn Árnason, 3.10.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband