"Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim"

Björt framtíð er í gönguferð, fer reyndar skref fyrir skref. Eftir því sem ræðumenn BF telja, þá halda þeir sig vera á heimleið.

Hvar þeirra áfangastaður er nákvæmlega kom þó ekki fram, en skylja mátti að þeir teldu sitt heimili vera einhverstaðar í Belgíu, sennilega nálægt Brussel. 

Það sem verra er, er að ræðumenn BF boðuðu að þeir ætluðu að taka með sér orkuna okkar. 

Það mun enginn sakna BF þó hún gangi til síns heima, ef þeir átta sig á hvar þeirra heimili er.  En eftir orkunni munu landsmenn sjá. Þeir vilja fá að halda þeim gullkálfi eftir á landinu.

BF hefur innan sinna banda margt gott söngfólk og líklegt að á fundum þeirra sé sungið lag Valgeirs; "Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim". Það á vel við eftir ræður kvöldsins.

 

 


mbl.is Vikið af stefnu sem sátt ríkti um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband