Mismunur plús og mínus vefst fyrir Gylfa

Gylfi Arnbjörnsson gefur förgangsröðun fjárlagafrumvarps falleinkunn. Sennilega svíður honum mest að rukka skuli fjármagnsöflin um nokkra milljarða króna.

En Gylfi reynir að sýnast klókur og dregur annað mál frekar upp, innleggsgjöld á spítala. Allir geta verið sammála honum um að þar er stigið nýtt skref, eða reyndar klárað það skref sem tekið var fyrir nokkrum árum að leggja gjald á fólk sem mætir til læknis. Þetta skref, sem klárað er nú, er óheillaskref og lendir á þeim sem síst skyldi.

En hvað segir svo þessi skattur, í tengslum við kjarasamninga. Jú þetta er álíka hátt gjald og Gylfi og félagar hafa náð fram í kjarasamningum yfir það sem launafólk fær greitt daglega fyrir að nesta sig sjálft til vinnu, komist það ekki heim í mat. Í þessu samhengi er kannski ekki verið að skattleggja þá sem leggjast á spítala, einungis verið að rukka upp í hluta þess mats sem borinn er fram á stofnuninni. 

Þó gerðin sé slæm og í raun verið að stíga óheillaskref, er fjárhæðin sem um ræðir varla þess virði að rífast þurfi um hana. Ég er hins vegar tilbúinn að berjast með Gylfa um að fella þessi gjöld bæði niður, heimsóknargjaldið og innleggsgjaldið. 

Um forgansröðunina má endalaust deila og ljóst að fólk er hissa, agndofa og rasandi. Eitt er þó sammerkt með öllu þessu fólki sem fram kemur í fjölmiðla, það gagnrýnir skerðingar sem að því sjálfu snýr, en vill samt standa vörð um heilbrigðisþjónustun. Í þess huga á að skerða hjá einhverjum öðrum!

Allir virðast geta séð skerðingar hjá sér og má sem dæmi nefna viðtal við Pál Magnússon, útvarpsstjóra. Honum tekst að sjá skerðingar um 7%, þó framlag til stofnunar hans haldi sínu gildi að fullu. Sennilega eru fleiri en færri sem telja að hjá stofnun Páls hefði að ósekju mátt draga verulega saman, jafnvel að setja þeirri stofnun að reka sig að fullu á eigin tekjum. 

Gylfi gagnrýnir forgangsröðunina. Sú staðreind að honum hugnaðist forgangasröðun síðustu ríkisstjórnar er ljóst að hann ætlar enn um sinn að verja fjármagnsöflin. Þar liggur hans hjarta. Stór aukinn skattur á þau er einhver mesta breyting þessa frumvarps og segir kannski mest um þá forgangsröðun sem í því felst.

Þá eru ummæli Gylfa um tryggingagjaldið eru stór undarleg. Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir lækkun þess úr 7,34% í 7%. Þetta segir Gylfi vera hækkun gjaldsins og telur það tefja fyrir kjarasamningum. Það er vonandi að hugsun hans leiðréttist eitthvað fyrir gerð þeirra samninga, annars má búast við að hann semji um lækkun launa, að ruglingur plús og mínus verði honum fjötur um fót!!

 

 

 

 


mbl.is Forgangsröðunin fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband