Var Árn Páll ekki efnahags og viðskiptaráðhera í ríkisstjórn Jóhönnu ?

Það er undarlegt að heyra menn gagnrýna eigin gerðir, en þetta er víst það sem kjósendur falla fyrir. Árni Páll gagnrýnir núverandi stjórnvöld, fyrir athafnir sem gerðar voru meðan hann sjálfur vermdi einn ráðherrastólinn. Þetta þætti sennilega merkilegt ef um væri að ræða frambjóðenda í einhverjum öðrum flokki en Samfylkingu.

Það ber þó að þakka að Árni Páll skuli vera búin að átta sig á að upptaka eigna gangi ekki upp. Hann ætlar sér þá kannski að beyta sér fyrir því að þeir sem fyrir slíkri upptöku hafa orðið, fái leiðréttingu sinna mála.

Þarna er auðvitað um að ræða þær þúsundir fjölskyldna sem áttu hlut í sinni fasteign, hlut sem bankarnir hafa nú eignast í krafti verðtryggingar.

Eða telur Árni Páll erlenda vogunnarsjóði rétthærri þegar um eign ræðir, að þjóðin verði að láta sér líka það að missa sínar eignir meðan svokallaðar eignir vogunnarsjóðanna séu ósnertanlegar? Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að þessir vogunarsjóðir keyptu kröfurnar á þrotabú gömlu bankanna á hrakvirði, vitandi að áhættan með þeim kaupum væri töluverð.

Þegar hinn íslenski húskaupandi ákvað að leggja allt sitt sparifé í sína húseign, var enginn sem taldi það vera áhættu, jafnvel þó hann þyrfti að taka lán fyrirhelming kaupanna. Nú hefur íslenski húskaupandinn tapað sinni eign til vogunnarsjóðanna. Sá sem tók áhættuna skal tryggður, en hinn sem ekki var talinn taka áhættu, hefur tapað öllu.

Ef Árna Pál er umhugað um eignarétt, ætti hann sem frambjóðandi fyrst og fremst að hugsa um eignarétt kjósenda. Hann fær engin atkvæði frá erlendu vogunarsjóðunum, enda á hann ekki að vera talsmaður þeirra. Þeir sem gefa kost á sér til Alþingis, eru að gefa kost á sér til að standa vörð þjóðarinnar.

Vogunarsjóðirnir geta séð um sig sjálfir!!


mbl.is Árni Páll: Upptaka eigna gengur ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband