Össur er út á þekju

Eitthvað virðist lausn Framsóknar á vanda heimila vefjast fyrir Össur. Hann óttast að einhverjir hundruðir milljarðar muni flæða inn í hagkerfið.

Þarna er um leiðréttingu lána að ræða, ekki verið að ræða um að greiða hverjum og einum einhverja peninga. Þetta er fyrst og fremst bókhaldslegt dæmi.

Auðvitað mun lækkum höfuðstóls lækka afborganir af lánum, en þar er ekki um einhverja hundruði milljarða að ræða. Fyrir flesta mun sú lækkun afborgana einungis þýða að fólk heldur sínum íbúðum og getur fætt sig og klætt sómasamlega.

Svona upphrópanir eins og Össur ber þarna á borð eru engum til sóma, allra síst ráðherra landsins!


mbl.is Segir heimilin fá leiðréttingu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég fæ greitt fyrirfram skal ég kjósa Framsókn!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 11:57

2 identicon

20% lækkun höfuðstóls eru 300 milljarðar. Lánastofnanirnar geta átt von á að fá þetta greitt, auk vaxta og verðbóta, frá ríkinu (skattgreiðendum) á 15-20 árum. Glæsileg framtíðarsýn, eða hitt þó heldur.

20% lækkun höfuðstóls þýðir 20% lækkun afborgana. Sem þýðir að þeir sem ekki eru í vanskilum hafa þetta fé til aukinnar neyslu. Sem þá gefur okkur þensluáhrif sem illu verðbólguþrýstingi og ætu bara upp stóran hluta lækkunar á höfuðstól skulda ef við erum heppin, annars rúmlega lækkunina. Nema til komi skattahækkanir strax...En nú erum við farin að hugsa aðeins lengra en ætlast er til af okkur kjósendum.

Sem betur fer er framsókn ekki þekkt fyrir að standa við kosningaloforð. 

Ellen S (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 12:00

3 identicon

Ríkið þarf semsagt að semja við lánastofnanir um að lána þessar "afskriftir" til 20 ára með "hóflegum" vöxtum. Ríkið það erum við skattgreiðendur er það ekki? Þá erum við semsagt komin í hring! Þetta er nú meira ruglið í framsókn

Sigurlaug (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 16:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er venja hjá úrtölumönnum, að misskilja viljandi, á versta veg.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2013 kl. 00:11

5 identicon

Það er venja hjá sjóuðum stjórnmálamönnum að segja ekkert sem ekki má skilja á marga vegu. Og oftar en ekki er skilningur kjósenda annar en endanleg niðurstaða. Merkingalausir frasar eins og leiðrétting og skjaldborg virka vel í kosningabaráttu án þess að setja nokkrar kvaðir á frambjóðendur.

Sigmar (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband