Hvað skal kjósa ?

Nú er einungis ein vinnuvika til kosninga, þar sem fólk gefur 63 frambjóðendum umboð til að stjórna landinu næstu fjögur árin.

En hvað skal kjósa? Þessi spurning er sjálfsagt í hugum margra. Stjórnmálaflokkarnir semja sér stefnuskrá og bjóða fram fólk til að koma þeim stefnumálum áleiðis. Þetta er í raun sá grunnur sem fólk þarf að skoða, stefnuskrár framboðanna og hverjum skuli treyst til að framfylgja þeim.

En nú sem oftar virðast frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra gleyma þessari einföldu staðreynd og grípa til annara og ljótari meðala. Áróður af ýmsu tagi er fluttur, oftar en ekki innihaldlslaus og sjaldnast á slíkur áróður við nein rök að styðjast. Persónulegar árásir sumra frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra, á pólitíska andstæðinga hefur verið töluverð þessa daganna og er einungis þem sem slíkann áróður flytja, til minnkunnar. Kosningabarátta sem framin er með þessum hætti er innihaldslaus og ekki að skapi kjósenda, hún er til minnkunnar fyrir stjórnmálastéttina.

En aftur að kjarnanum, stefnumálum og trú á þá sem falið er að fylgja þeim.

Stefnumál stjórnmálaflokkanna og reyndar nýju framboðanna einnig, er nokkuð keimlík, þó áherslur séu mismunandi. Allir vilja efla grunnþjónustuna og nú undir það síðasta vilja allir einnig rétta hlut heimila landsins. Leiðirnar að þessu marki eru mismunandi og sumar óraunhæfar, eins og tillögur Sjálfstæðisflokks um leiðréttingu hlutar heimila landsins. Í því sérstaka tilviki má kannski kenna um vanþekkingu, en oftast liggur mismunandi leiðir flokkanna að markinu í pólitískri réttsýni hvers og eins. Því má segja að fólk ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér einhverja leið sem það vill styðja og flokk sem henni vill fylgja.

Þá kemur hitt atriðið, trú á þá sem boðnir eru fram til þess verks. Það verður að segjast eins og er að stjórnarflokkarnir hafa ekki staðið sig sem skyldi á þessu kjörtímabili. Illa eða ekkert hefur gengið að standa við loforðin sem gefin voru fyrir síðustu kosningar og of langt mál væri að telja það allt upp. Þó má nefna "skjaldborgina" sem dæmi, þessa borg sem byggja átti um þá sem minnst mega sín. Kosningaloforð frá þessu fólki eru frekar hol, eftir að séð er hversu ill gekk að halda hin fyrri.

Þingmenn sjálfstæðisflokks hafa einnig átt í erfiðleikum með að standa á stefnu síns flokks, jafnvel þó hann hafi verið í stjórnarandstöðu. Þar er hægt að nefna sem dæmi icesave III, þar sem allir þingmenn þess flokks, utan tveir, greiddu atkvæði í andstöðu við samþykktir landsfundar. Þessi flokkur hefur sýnt að stundarvinsældir vega stundum hærra en staðfesta og því vart hægt að treysta loforðum þaðan.

Um nýju framboðin er fátt hægt að segja, enda flestir frambjóðendur þar nýjir á þessu sviði. Þeir frambjóðendur sem eru í framboði fyrir sum af þessum nýju framboðum og sátu á Alþingi þetta kjörtímabil, eiga þó allir sammerkt að hafa yfirgefið sína flokka, sumir strax að loknum síðustu kosningum, aðrir síðar. Ástæður þessar eru sjálfsagt mismunandi, sumir vegna þess að þeim þótti eiginn flokkur ekki standa nægjanlega á þeim gildum sem þeir boðuðu fyrir síðustu kosningar, en aðrir af hentiseminni einni saman. Þingmaður sem byggir sína tilveru á hentisemi er vart trúverðugur.

Eini flokkurinn sem hefur staðið heill að sínum hugmyndum allt þetta kjörtímabil er Framsóknarflokkur. Formaður hans hefur ekki hikað við að viðhalda máflutningi flokksins, jafnvel þó skoðanakannanir benntu til að flokkur hans væri nánast örflokkur. Nú er þessi festa flokksins og ekki síst formannsins að skila sér. Fólk finnur þarna traust. Það er svo eftir að koma í ljós hversu vel flokkurinn stendur við loforðin þegar á hólminn er komið, en staðfesting þess fæst ekki nema hann fái góða kosningu. Góð kosning gerir flokknum það verk auðveldara.

Framsóknarflokkur hefur frá hruni reynt að berjast fyrir því að hlutur heimila landsins verði réttur. Allar tillögur flokksins á því sviði hafa verið rakkaðar niður sem óraunhæfar. Þó viðurkenna allir að allt sem þessi flokkur hefur sagt, hefur verið framkvæmanlegt og flestir sjá nú eftir að hafa ekki hlustað. Jafnvel þær tillögur sem flokkurinn boðar nú hafa verið samþykktar gerlegar af flestum framboðum og nánast öllum fræðingum sem nennt hafa að skoða þær. Samt vill enginn flokkur fylgja Framsókn í þessu grundvallar atriði, sem mun skera úr um feigð og ófeigð þjóðarinnar. Nokkuð merkilegt, ekki satt!

Framsóknarflokkur stóð heill í gegnum alla þá orrahríð sem á hann gekk í icesave málinu, þar sem allir flokkar, flest allir fjölmiðlar og hópur manna úr menntaelítunni, sameinuðust um árásir á Framsóknarflokk og hans málflutning. Þjóðin lét ekki segjast og þjóðin ætti að treysta Framsókn núna eins og þá.

Það er því ekki áróður, auglýsingar eða persónulegt skítkast sem fólk á að horfa til, þegar það gengur til kosninga, heldur stefnumálin og trúverðugleiki þeirra sem þeim er fært umboð til að framfylgja þeim.  

Eitt atriði er enn sem skiptir máli í kosningarbaráttunni og það er kjarkur þeirra sem bjóða sig fram til að stjórna landinu. Þessi kjarkur er nauðsynlegur til að vinna á fjármálaöflunum. Núverandi stjórnarflokkar sýndu strax á upphafsdögum þessa kjörtímabils að þeir höfðu ekki þennan kjark. Undirlægja þeirra við fjármagnsöflin munu verða lengi í minnum höfð, sérstaklega vegna digurbarkalegra ummæla fyrir síðustu kosningar. Allir vita hvar hugur Sjálfstæðisflokks liggur á þessu sviði og kjarkur þeirra sem þar er í boði, er svo lítill að hann brestur gegn fréttamönnum. Þetta sást þegar hvorki formaður né varaformaður þessa flokks þorði ekki að standa á samþykktum landsfundar, örfáum klukkustundum eftir að þær höfðu verið samþykktar.

Það er ljóst að fjármagsöflin óttast að frambjóðendur Framsóknarflokks hafi þennan kjark til að bera og því ættum við kjósendur einnig að hafa þá trú. Nú síðustu daga hafa þau lagt miklar fjárhæðir til þess að reyna að telja fólki trú um að tillögur Framsóknar gangi ekki upp. Ekki hefur þó farið mikið fyrir málefnalegum málflutningi þeirra sem fjármálaöflin hafa keypt til þessa verks, heldur er komið fram með fullyrðingar sem frekar má rekja til áróðusr en staðreynda.

Þeir sem vilja raunhæfar lausnir og fólk sem hægt er að treysta, kjósa Framsónarflokk.

Hvort hér verður hægri eða vinstri stjórn að loknum næstu kosningum skiptir ekki svo miklu máli, ef Framsóknarflokkur leiðir þá ríkisstjórn og samstarfsflokkarnir eru tilbúnir að gefa nægjanlega mikið eftir.

Til að Framsókn fari í vinstri ríkisstjórn verða vinstri flokkarnir að samþykkja þá sjálfsögðu kröfu að kjósendur fái að ákveða framhald ESB viðræðna. Að öðru leyti ætti ekki að vera mikil vandræði að koma saman stjórnarsáttmála. Það væri svo verk Framsóknarþingmanna að sjá til þess að þingmenn þeirrar vinstristjórnar hagi sér vel.

Enn auðveldara væri að koma saman stjórnarsáttmála milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þar þarf einungis að gera hinum nýkjörnu fulltrúum þess flokks grein fyrir því hver raunveruleg staða heimila landsins eru og hvað raunverulega þurfi til að bjarga Íslandi frá öðru hruni. Í slíkri ríkisstjórn væri sennilega nokkurt verk þingmanna Framsóknar að halda niðri þjónku sumra þingmanna Stjálfstæðisflokks við fjármálaöflin, en þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks eru frekar reikulir ætti það ekki að verða erfitt verk.

Það er því mikilvægt að Framsóknarflokkur komi sterkur út úr næstu kosningum, einungis þannig hefur hann mátt til að ráðast gegn hellstu ógn sem að landinu stafar í dag, vanda heimilanna. Nái flokkurinn ekki afgerandi stöðu, er hætt við að hér geti orðið áframhald yfirráða fjármálaaflanna, uns þau hafa sogað til sín hveja krónu og hvern aur sem til er í landinu og skylja okkur eftir í örbyrgð og eymd!

 

 


mbl.is Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Kærar þakkir Gunnar fyrir góðan pistill, tek undir með þér. Það er stefnufesta og hugrekki Framsóknar sem vekur aðdáun. Þingmenn XF létu ekki á sig fá gífuryrði og árásir frá stjórnarliðum heldur nýttu tækifærin til að kveða enn fastar að sannfæringu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn af einhverjum ástæðum sýndi ekki þetta hugrekki, kannski ekki nógu annt um kjósendur og velsæld heildarinnar, þá brestur oft kjarkur.

Tel að það sé bætandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn af fara í samstarf með XF á forsendum Framsóknar, þessir flokkar eiga eftir að vinna vel saman, það mun verða þroskaganga XD.

Sólbjörg, 22.4.2013 kl. 18:35

2 Smámynd: Friðrik Már

Flottur pistill hjá þér Gunnar, og hann þyrfti að berast sem víðar.

Hrun sem skapaðist vegna að mestu leiti vegna siðleysis viðskiptamanna sem eitt höfðu það að leiðarljósi að græða þótt þeir þyrftu að selja sál sína og gleymdu öllum gildum hins samviskusama manns og mistaka ráða manna sem lokuðu augunum þótt við sigldum að feigðarósi, allir viss að svona gat þetta ekki gengið upp en að allt myndi hrynja svo til á einni nóttu var eitthvað sem fáa gat rennt í grun með. Ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna gerði margt gott og nauðsynlega hluti og það er óumdeilanlegt að þau tóku við erfiðu búi eftir allsherjar hrun, en það er líka margt sem sem þau gerðu í óþökk landsmanna, vítaverð mistök sem þeirra verður minnst fyrir um aldur og ævi enda sést það á fylginu nú . Seint mun hann gleymast reiðisvipurinn á Jóhönnu þegar henni varð ljóst að hjarta þjóðarinnar sló ekki í takt við hennar eigin hjarta sem gegnumsýrt virtist vera þrælslund lítilmagnans og draumurinn um hraðferð í ESB virtist renna út í sandinn. Þjóðin er ekki heimsk og gerir sér grein fyrir að þörf er breytinga enbreytingar eru ekki gerðar bara breytingana vegna, það þurfa að koma til raunhæfar breytingar og þær felast ekki í örflokkum eða skipta um andlit sömu hugsjóna sem virðast ríkja í röðum jafnaðarmanna. Menn virðast halda að ef hræðslu áróðri sé beitt nógu oft þá beri það árangur og nú snúist allt um hvort Framsóknarflokkurinn vinni með hægri öflum eða vinstri þá sé það eitt til ráða að tryggja atkvæðið í þá átt sem maður vill en það gleymist að það er líka hægt að setja X-ið við B og þar með tryggja sem best að loforð Framsóknarmanna nái fram að ganga því eins og staðan er í dag þá er það raunhæfasti kosturinn að eitthvað róttækt verði gert til breytinga á því kerfi sem nú er og ég treysti því að þeim takist að lyfta því grettistaki sem þarf en auðvitað verður það ekki þóknarlegt öfgunum hvorki til hægri né vinstri.

Friðrik Már , 22.4.2013 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband