Er barátta Sjálfstæðisflokks að skila sér ?

Árásir sjálfstæðismanna á Framsóknarflokkinn hafa verið undarlegar. Einhverra hluta vegna hafa frambjóðendur og fylgismenn þeirra innan Sjálfstæðisflokks séð sinn hellsta andstæðing í Framsóknarflokki. Samt er þetta eini flokkurinn sem hefur svipaða stefnuskrá og Sjáfstæðisflokkur, utan eitt atriði, lausn á vanda heimilanna, en þar er kannski um að kenna vanþekkingu eða vanmati sjálfstæðismanna á þeim vanda.

En þessar árásir virðast vera að skila sér, ef marka má skoðanakannanir. Góður meirihluti þessara tveggja flokka virðist vera að tapast og útlit fyrir að ekki verði möguleiki á að mynda ríkisstjórn tveggja flokka. Þetta segir að næsta ríkisstjórn gæti þurft að dragnast með þriðja hjólið undir sér, hjól afturhalds vinstriaflanna.

Hefði ekki verið skynsamara fyrir Sjálfstæðisflokkinn, úr því hann treysti sér ekki til að heyja kosningabaráttuna á eiginn verðleikum, að ráðast gegn vinstra afturhaldinu?

 


mbl.is Fylgi stóru flokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband