Vantar ekki eitthvað í þessa sýn ?

Gylfi Arnbjörnsson vill félagslegt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd. Hann heldur því fram að með því væri hægt að lækka leiguverð um allt að 43%.

Vantar ekki eitthvað í þessa sýn hans, eða vantar kannski bara eitthvað í hann sjálfann?

Það er ljóst að hér á Íslandi er ekki hægt að byggja húsnæði fyrir sama pening og í Danmörku. Bæði er að flest allt byggingarefni er aðflutt og þarf að flytja langa leið yfir hafið, með tilheyrandi kostnaði og einnig hitt að byggingareglugerðir hér eru mun strangari en í Danmörku. Ekki mun sá munur minnka með nýrri byggingareglugerð stjórnvalda.

Til að koma upp 25 þúsund leiguíbúðum þarf einhvern til að fjármagna verkið. Og sá sem gerir það mun auðvitað vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Því eru þessar hugmyndir Gylfa sjálfdauðar og barnalegar. 

Það er hins vegar rétt að efla má félagslega húsnæðiskerfið hér á landi, en það er ábyrgðarhluti af manni í stöðu forseta ASÍ að gefa í skyn að hér verði hægt að koma slíku kerfi á sama grunn og í Danmörku. Hann er með því að táldraga fólk. 

Gylfa vegna er vonandi að þessi kynnig hans sé af pólitískum toga, það væri leiðinlegra ef hann trúir þessu bulli sínu. Þá er hann verr gefinn en áður hefur komið fram.

 


mbl.is Þarf öflugra félagslegt leigukerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi Arnbjörnsson veit lítið sem ekkert um Danskt félagslegt húsnæðiskerfi.

Það er nefnilega ekki til !

Það var einu sinni til það sem heitir Social Boligbyggeri ( félagsíbúðir)

Það fór svo að það var of mikil gettómyndun og leigjendum var boðið að kaupa leiguíbúðirnar og þeir sem ekki keyptu urðu að sætta sig við hækkaða húsaleigu.

Það sem Gylfi vísar í er að verktakar sem byggja blok og stofna venjuleg leigufélög, oftast af því að þeir sitja upp með bunka af íbúðum.

Íbúðirnar eru þá leigðar á uppsprengdu verði og aldrei með 40% afslætti,

hins vegar fá þeir tekjulægri húsaleigubætur eins og hér á Íslandi.

Hann Gylfi Danmörkusérfræðingur hefur örugglega ekki prufað leigumarkaðinn af eigin raun í DK.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Gudrun vist er felagslegt ibudakerfi i Danmørku tad er rekid af sjalfstædum leigufeløgum og er rekid ad mestu a kostnadarvirdi og leiga yfirleitt lægri en a einkaleigu,tad er adeins litill hluti sem var seldur ,aftur a moti er verid ad reina ad breita samsetningu a ibuum med tvi ad kommuner hafa leigurettin i teim hverfum sem hafa mest vandamal,svo eiga lifeyrissjodirnir aftur a moti helling af ibudum sem eru afar dyrar,td er hægt ad lesa um tessi feløg hja FSb og reglurnar i sambandi vid taug

Þorsteinn J Þorsteinsson, 25.2.2013 kl. 17:27

3 identicon

Sjálfstæðu leigufélöginn eru einkaaðillar og auðvitað að þessu í hagnaðarskyni eins og flest sjálfstæð félög, sjálfstæðu leigufélöginn hafa auðvitað ekki selt íbúðirnar sínar enda væri það lélegur buisness að selja Gullgæsina. Sjálfstæð leigufélög eru til hér á Íslandi og þau eru mörg að spretta upp þessa dagana en það er ekki félagslegt íbúðakerfi.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 17:54

4 identicon

Fyrsta skiptið sem ég er sammála gylfa.

Geir (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 19:57

5 identicon

Mig langar nú bara til þess að spurja þig Gunnar Heiðarsson hvað sé svona mikið strangara við reglugerðina á Íslandi en í Danmörku?

Og jú það eru svokölluð "almen boligorganisation" og þar sitja leigjendur sjálfir í stjórnum og hafa með reksturinn eitthvað að segja þó þau komi ekki dagsdaglegum rekstri. Og leigan er margfalt ódýrari en á Íslandi.

Jóhannes Hólm (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 20:56

6 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Rikid abyrgist lan til tessara almene boligforeninger,sem eru reknar sem sjafstædar einingar,sem i raun eru eign rikissins,tessvegna er bannad ad reka tessar ibudir med of miklum groda tad a ad halda tessu eins nalægt 0 eins og hægt er,sydan eru stjornir i tessum feløgum sem stjorna hinum daglega rekstrir tetta getur tu lesid alt um i Lov om almene boligselskaber

Sydan er ibudum skift i fjølskildu -eldri og ungdoms ibudir,tad er tøluvert lægri leiga i tesum ibudum en a almennum markadi to hefur munurin minkad i9 KBH en ekki vegna groda heldur vegna hækkandi verds a lodum,tar skirist td stor munur a ibudarverdi i KBH og td Odense 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 26.2.2013 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband